Færsluflokkur: Bloggar
Þistlar og ormar
15.8.2007 | 00:00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Önnur helgi í miðborginni
11.8.2007 | 16:30
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Helgin í miðborginni
5.8.2007 | 17:47
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Krimmar
5.8.2007 | 03:21
Búin að liggja yfir - og á erfitt með að slíta mig frá - þáttaröð á DVD sem ég var að fá mér. Þeir heita NEW TRICKS og eru frá BBC. Nú er ég að reyna að átta mig á hvað mér finnst svona skemmtilegt að ég er meira að segja búin að panta framhaldið sem kemur ekki út fyrr en 2008.
Rannsóknarlögreglukona gerir þau mistök að skjóta lögregluhund í hita leiksins. Hún er lækkuð í tign og fengið það verk að stofna deild sem á að taka upp gömul mál sem hafa ekki verið upplýst. Með henni veljast þrjár löggur sem eru komnir á eftirlaun. Einn er þurr alki, illa haldinn af þráhyggu og sífellt að þráast við að taka lyfin sín - annar hefur alltaf verið á mörkum skuggahliða lífsins, á þrjár fyrrverandi eiginkonur og nokkuð stóran hóp dætra sem gerir líf hans skrautlegt á köflum - sá þriðji missti konu sína í slysi og hefur ekki komist yfir það (kemur reyndar í ljós löngu seinna að einn krimminn orsakaði slysið og stærir sig af því), hann er þunglyndur einfari sem spilar golf.
Ótrúlegt en satt er þetta gengi óborganlega skemmtilegt og sambandi á milli þeirra þróast smám saman. The Boss er hörkustýra og gömlu brýnin þekkja alla krimmana frá því í gamla daga og ýmsar óhefðbundnar leiðit til að nálgast upplýsingar. Þau eru ekki ung - ekki fögur - ekki vel klædd og það er ekkert ofbeldi að ráði í þáttunum.
Ég hef alltaf verið forfallin glæpasögufíkill - alveg frá unglingsárum þegar ég las Agötu Christie frá upphafi til enda, lærði reyndar enskuna þannig. Sherlock Holmes las ég mikið og ekki síður viðbæturnar um hann sem Laura King hefur skrifað - þar lætur hún Holmes hitta og giftast konu frá Bandaríkjunum sem er ekki síður klár en hann og þau ferðast um heiminn að leysa glæpamál. Nú er Ian Rankin hinn skoski í uppáhaldi hjá mér - Rebus er frábær anti-hetja í Edinborg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvar liggur ábyrgðin?
3.8.2007 | 20:41
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Prinsipp eða sérviska
22.7.2007 | 18:48
Ég átti leið hjá pósthúsinu mínu fyrir helgina og skrapp inn til að spyrjast fyrir um svona miða á póstkassa til að koma skilaboðum til þeirra sem bera út að viðkomandi vilji ekki fríblöð og auglýsingar. Mundi nefnilega að einu sinni fékk ég mér svona miða sem máðist fljótlega af og ég reyndar búin að skipta um póstkassa og var búin að steingleyma þessu. Hugsaði mér gott til glóðarinnar - nú mundi ég leysa málið. Það rifjaðist líka upp fyrir mér hvað ég varð ergileg - ég varð að borga fyrir þennan miðasnepil. En nei - nú var mér sagt að þessir miðar væru ekki lengur til. Af hverju? Ja - það voru ekki allir sáttir við það sem stóð á þeim. Hvað var það - og hverjir voru ósáttir? Mmmm - veit ekki, var svarið á pósthúsinu. Undarlegt.
Þessi árátta mín - sem ég get alveg séð að gengur soldið langt - er angi af öðru stærra máli í mínu fari. Skaphöfn mín gerir mér ókleyft að láta ráðskast með mig. (Nú brosa félagar mínir, fjölskylda og vinkonur sennilega í kampinn). Sem krakki varð ég að láta ýmislegt yfir mig ganga - eins og gengur og gerist í fjölskyldum. Það rifjast til dæmis upp boð hjá gömlum frænkum og frændum þar sem leiðindin ætluðu mig hreint að drepa - ég skildi aldrei af hverju ég fékk ekki að vera heima og lesa, eða úti að leika. Skil ekki enn. Fjölskyldan mín var langt á undan þeirri tísku að æða upp á hálendið í öllum veðrum á sumrin með nesti og tjald. Hljómar spennandi - en - ég var ekki spurð hvort ég vildi fara. Þannig urðu til löööööng fýluköst í aftursætinu - í sígarettureyknum og moldviðrinu á ómalbikuðum vegum landsins.
Alla vega hefur margháttuð reynsla í lífinu orðið til þess að þegar á að "láta" mig gera eitthvað þá verð ég öfugsnúin eins og skot - og það getur verið þrautum þyngra að rétta mig af. Rifjast upp þegar Davíð og Kári fundu upp þá snilldarhugmynd um árið að taka lífsýni allra landsmanna traustataki af því að það væri svo gaman að sjá hvað kæmi í ljós. Þeir ætluðu ekki einu sinni að spyrja um leyfi - það var ekki fyrri en heilmikil rekistefna hafði verið höfð í frammi að þeir neyddust til að útbúa pappír þar sem þeir fýlupúkar sem vildu ekki fara í gagnagrunninn máttu svo sem skrá sig úr honum - sem ég gerði um hæl. Ég var ekki spurð. Ef ég hefði verið spurð á eðlilegan hátt - þá má vera að ég hefði valið að taka þátt. En kannski ekki, sennilega ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fuglalíf
14.7.2007 | 23:51
Mikið var þetta skemmtilegur dagur. Við systurnar vorum á vappi í Gróttu og við Seltjörnina í allan eftirmiðdag í blíðunni. Við áttuðum okkur á því þegar fór að flæða að og fórum í land - en ungt par var ekki með á nótunum. Okkur leist ekki á blikuna þegar við sáum að þau urðu að vaða upp í mitti til að komast í land - en það tókst.
Svo gaman að fylgjast með fuglalífinu - mávinum sem lék sér að því að lenda í miðri kríuþvögunni til þess eins að vera flæmdur í burtu af um 50 kríum. Þær steyptu sér yfir hann og eltu hann út á haf. En æðarkolla með unga fékk að vera á meðal þeirra á skerinu í friði - hún vappaði um og ýtti kríunum bara til hliðar til að tryggja sér besta hvíldarstaðinn. Litlu vargarnir létu sér það vel líka. Sandlóa lék sig vængbrotna og auma til að freista þess að draga athygli okkar frá eggjum sínum. Hún hafði verpt tveimur eggjum beint á sandinn í alfaraleið - hún hlýtur að eyða mestum parti dagsins við að haltra aumkunarlega um fjöruna því að það var töluverð traffík í góða veðrinu. Fór heim með fangið fullt af melgresi - glæsileg planta.
Bloggar | Breytt 15.7.2007 kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sein að átta mig
14.7.2007 | 23:26
Bloggar | Breytt 15.7.2007 kl. 02:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sumarfrí heima.
14.7.2007 | 01:04
Þetta er nú meiri blíðan dag eftir dag. Eiginlega of heitt hérna til að stunda DIY sem ég var þó búin að ákveða að eyða sumarfríinu í. Skrúfa upp rimlagardínur í eldhúsgluggann og flísaleggja yfir eldhúsbekknum. Á eftir að fúga en það mun gerast á morgun. Afar góð tilfinning að klára verk sem hafa beðið lengi. Gott að hafa svona marga samfellda daga til að undirbúa og framkvæma. Tek eftir því að eftir því sem aldurinn færist yfir minnkar getan til að hendast í verkin. Er að þróa með mér "one track mind" - og ræð illa við að takast á við margt í einu.
Hafa fleiri tekið eftir því að miklu færri býflugur eru á ferðinni þetta sumar en áður? Ég er vön að sjá þessar elskur á svölunum og keypti sumarblóm sem ég veit að þeim líkar sérlega vel - en hef bara séð eina fram til þessa. Undarlegt. Og kirsuberjatréið á svölunum dó - sennilega hef ég trassað að vökva það í þessum þurrki.
Fréttablaðið kom aftur í póstkassann í dag - eftir um tveggja vikna hlé - hvað er það? Bara spurningar - engin svör.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rennandi vatn
6.7.2007 | 16:28
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)