Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Kaupþingi banka liggur ekkert á

 Sem einn þeirra viðskiptavina sem voru fluttir hreppaflutningum úr SPRON í Kaupþing banka get ég tekið undir þessa frétt hjá Vísi. Sótti um flutning frá KB til MPbanka fyrir rúmum mánuði síðan en það er ekkert að ganga. Er búin að hringja, skrifa tölvupóst og fara á staðinn - var síðast sagt að KB væri með einn starfsmann í hálfu starfi við að sinna þessu.

http://visir.is/article/20090628/VIDSKIPTI06/680097951/-1


Þegar Óttinn tók völdin í landi sterkustu karla og fegurstu kvenna

Að fylgjast með skrifum og skrafi þjóðarinnar um Icesave málið er að hlusta á óttann og örvæntinguna sem undir liggur hjá flestum. Skiljanlega. Undir reiðinni er ótti, undir fúkyrðunum er ótti, undir spádómum um veðsetningu næstu 7 ættliða er ótti. Undir þeim skoðunum að best sé að borga ekki, loka landinu og éta það sem landið getur gefið af sér, er líka ótti.

En Óttinn er versti stjórnandi sem hugsast getur.  Hann lokar öllu, kæfir allt og afneitunin legst yfir eins og mara. Engar lausnir verða til í faðmi Óttans. Engin sköpun getur átt sér stað þegar Óttinn er við völd. Það má færa rök fyrir því að þegar íslensku athafnarmennirnir í stóru fyrirtækjunum og bönkunum ásamt embættismönnum og stjórnmálamönnum, sáu í hvað stefndi, svokallað credit crunch sem breiddist um heimsbyggðina eins og sinueldur - löngu áður en við almúginn höfðum hugmynd um það - þá fór Óttinn að stýra gjörðum þeirra. Við vitum hvernig það fór. Ef þau hefðu getað haldið Óttanum í skefjum og tekið skynsamlegar ákvarðanir værum við sennilega betur stödd. 

Látum ekki Óttann halda völdum sínum - tökumst á við þessi mál í samvinnu við nágranna okkar, semjum og stöndum við okkar skuldir. Þegar upp verður staðið og veröldin farin að róast þá munum við standa teinrétt við hlið annarra þjóða vitandi það að við getum borið höfuðið hátt. Bráðlega verðum við þjóð meðal þjóða og þá verður krútt - tímabili íslendinga lokið. Fram til þessa höfum við viljað vera spes - sterkustu karlarnir og fegurstu konurnar - álfar og tröll - herlaus þjóð - alltaf á sér-samningum því að við eru svo spes. Það eru aðeins örfá ár síðan við fórum að standa á eigin fótum - það var ekki fyrr en Bandaríkin sneru snarlega baki við okkur að við fundum að við vorum ekki undir neinum verndarvæng lengur. Fram til þess tíma gátum við verið unglingar meðal þjóða - nú erum við orðin fullorðin. Högum okkur samkvæmt því. 


Takið eftir aðferðunum, þær eru klassískar

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður stekkur fram á völlinn - einn af lögfræðingunum sem eru að vígbúast. Við munum sjá fleiri lögmenn sem hafa hag af að verja peningamennina nota allar aðferðir sem hugsast geta til að gera lítið úr (Valtýr ríkissaksóknari) þeim sem eru valdir til að sjá til botns í þeirri leðju sem efnahagshrunið er.

Nú er best að hafa augu og eyru opin til að koma í veg fyrir að þeim takist að eyðileggja rannsóknirnar (rannsóknarnefnd Alþingis) með því að gera þær ótrúverðugar. Sjálfri finnst mér athyglisvert að báðar þær sem er ráðist að núna eru konur. Hvers vegna eru þær hættulegastar?  Er það vegna þess að þær eru ekki innvígðar og innmúraðar í hagsmunatengslin og þar af leiðandi ekki auðvelt að þagga niður í þeim?  Dómsmálaráðherra er kannski líka hættuleg og óþekkt stærð fyrir þá. Þá verður hún gerð hlægileg og ómerk. Takið eftir aðferðunum.


Eyðileggingaröflin farin á kreik

Nú er farið að glitta í öflin sem ætla að eyðileggja rannsóknirnar. Gera rannsóknarnefnd Alþingis tortryggilega og leggja steina í götu Evu Jolie eins og kostur er. Hún er nú reynslubolti og lætur ekki þessi öfl setja sig út af laginu - fór bara beint í fjölmiðla og lét heyrast að hún væri að vinna fyrir íslensku þjóðina takk! Flott.

En í dag er ég full af sorg og reiði - græðgisöflin ætla að eyðileggja Bókabúð Máls og menningar - heimta hærri leigu nú þegar leiga er að lækka alls staðar vegna offramboðs. Nú er ástæða til að Reykvíkingar taki saman höndum og komi í veg fyrir þessa eyðileggingu - þessi bókabúð á sinn sess á Laugaveginum - sérstaklega á þessum döpru tímum þegar hver verslunin á fætur annarri er að gefast upp.  


Skjöplast Hvítbók ekki?

Eitthvað er þessi frétt á www.hvitbok.is einkennileg - í enska textanum eru gamlar fréttir (2007) um íbúð JÁJ í New York en Hvítbók fjallar síðan um allt aðra eign í Washington sem hann er sagður vera að kaupa og er til sölu fyrir hönd Ethel Kennedy.

 Óðalsetur Jóns Ásgeirs í Washington?

Í fasteignablaði New York Post mátti sjá athyglisverða grein um Jón Ásgeir Jóhannesson útrásarvíking...... 

Skv. fréttum Sunday Real Estate, fasteignablaðs New York Post ku Jón Ásgeir Jóhannesson íslenski útrásarvíkingurinn fjáfest i óðalsetri rétt fyrir utan höfuðborg Bandaríkjanna,  Washington. Kaupverð hafi verið um 10 milljónir bandaríkjadala eða sem samsvarar c.a. 1.200.000 milljónum íslenskra króna-tólfhundruð  milljónir íslenskra króna á núvirði.   En látum fréttina tala sínu máli.........

Sunday Real Estate Round-Up

From the NY Post's Gimme Shelter:
 Sunday Real Estate Round-Up

Posted Apr 29th 2007 9:07AM by Deidre Woollard
Filed under: Estates

From the NY Post's Gimme Shelter:
-- Icelandic businessman Jon Asgeir Johannesson will be combining the $16 million penthouse he bought for $10 million at Ian Schrager's 50 Gramercy Park North with a $10.175 million unit he bought in December on the floor directly below. His new triplex will be nearly 8,000 square feet.

--Ethel Kennedy has lowered the price of her Hickory Hill home in the Washington D.C. suburbs to $12.5 million, It first hit the market for $25 million. Check out the home here.


Æji - lélegt og lágkúrulegt

Nú heiglast ráðherrar og forseti vor á að hitta Dalai Lama. Einhverjir hagsmunaárekstrar eru að baki líklega - eða erum við íslendingar virkilega undir hælnum á kínverjum? Eru svona stórir fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir gjaldþrota ör-ríki? Eða væri það virkilega, raunverulega "hættulegt" að gera þeim á móti skapi? Þetta vekur grunsemdir.

Það er nú verið að minnast þess hvernig íslenska ríkið tók á móti Falun Gong fólki um árið - það var hræðilega skammarlegt. Er það svona sem varnarlaus (herlaus) þjóð telur sig þurfa að mæta ofbeldisfullri risaþjóð sem verður sífellt meira herveldi með hverju ári? Er þetta dæmi um hversu berskjölduð við erum í stórum köldum heimi - svona alein? Ókey - við tilheyrum Nató sem minnir á sig með tilsjónarflugi af og til - en tilfinningin er nú samt sú að vera berskjölduð í hörðum heimi.

Ekki mikil reisn yfir okkur núna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband