Þistlar og ormar

Í gönguferð í Nauthólsvíkinni um helgina rákumst við systurnar á þessar líka risastóru grænu orma sem voru í óða önn að naga blöðin og blómin á körfuþistlinum. Þeir voru svo stórir að það sáust svipbrigði á andlitum þeirra með berum augum. Býflugurnar voru líka mjög uppteknar og voru í harðri samkeppni við ormana um þistlana. Hvernig er það - breytast þessir ormar í púpur og fiðrildi? Eða er þetta eina birtingamynd þeirra? Kannski veit einhver bloggvinur það og fleira um þessa risa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Veit ekkert um orma né púpur, en ég veit sitt hvað um svipbrygði, hvernig voru þau?

Garún, 16.8.2007 kl. 23:27

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Svakalega einbeitt og gráðug á svipinn. Sjá mynd nr. 2 til vinstri.

Halldóra Halldórsdóttir, 17.8.2007 kl. 01:51

3 Smámynd: Álfhóll

Þetta er lirfa sem hefur það eina markmið að éta sem mest til þess að safna orku og svo mun hún púpa sig og verða að fallegu fiðrildi.........

Álfhóll, 17.8.2007 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband