Fuglalíf

Mikið var þetta skemmtilegur dagur. Við systurnar vorum á vappi í Gróttu og við Seltjörnina í allan eftirmiðdag í blíðunni. Við áttuðum okkur á því þegar fór að flæða að og fórum í land - en ungt par var ekki með á nótunum. Okkur leist ekki á blikuna þegar við sáum að þau urðu að vaða upp í mitti til að komast í land - en það tókst.

Svo gaman að fylgjast með fuglalífinu - mávinum sem lék sér að því að lenda í miðri kríuþvögunni til þess eins að vera flæmdur í burtu af um 50 kríum. Þær steyptu sér yfir hann og eltu hann út á haf. En æðarkolla með unga fékk að vera á meðal þeirra á skerinu í friði - hún vappaði um og ýtti kríunum bara til hliðar til að tryggja sér besta hvíldarstaðinn. Litlu vargarnir létu sér það vel líka. Sandlóa lék sig vængbrotna og auma til að freista þess að draga athygli okkar frá eggjum sínum. Hún hafði verpt tveimur eggjum beint á sandinn í alfaraleið - hún hlýtur að eyða mestum parti dagsins við að haltra aumkunarlega um fjöruna því að það var töluverð traffík í góða veðrinu. Fór heim með fangið fullt af melgresi - glæsileg planta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Ég var fyrir vestan í síðustu viku, á fallegasta stað jarðarinnar að ég held, Arnarfirði.  Þar vorum við að taka upp stuttmynd rétt hjá kríuvarpi og þær eru stórkostlegar.  Fuglar eru meiriháttar dýr.   Töff fannst mér þegar lítil Kría trekk í trekk reyndi að ráðast á bílinn okkar.  Eins og hún hafi sagt við vini sína þegar jeppinn nálgaðist " slappið af ég tek hann"..  Og alltaf keyrðum við í burtu svo hinar Kríurnar hafa örugglega haldið að hún hafi hrakið okkur í burtu..   Annars er ég handleggsbrotinn eftir fall úr Koju svo það er svolítið erfitt að skrifa þessa dagana..

Garún, 16.7.2007 kl. 11:50

2 identicon

hæ hæ,

já aldeilis notalegt að vera í sumarfríi í þessu líka frábæra veðri.

Langaði bara aðeins að monta mig þar sem ég las að þú værir búin að drepa kirsuberjatréið þitt en mitt, sem var jú jafnaldra þínu, blómstraði gullfallegum bleikum blómum í vor og núna í veðurblíðunni eru komin 3 ber !!! Sem sagt brjáluð uppskera.

sólarkveðja til þín,

Día

ps. annars hef ég velt fyrir mér hvort þú ritskoðir athugasemdirnar hjá þér því ég skrifaði þrjú ansi gáfuleg innlegg varðandi pistilinn þinn um rennandi vatn um daginn og þau fengust ekki birt.

dia (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 20:47

3 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Ertu að meina þetta Día! Ég hef fengið nokkrum sinnum svona meldingar - að fólk geti ekki sett inn athugasemdir. Skil þetta ekki. Já - þú ert öfundsverð af garðinum þínum. Mér datt í hug í vor að koma mínu tréi í fóstur til þín en gleymdi því svo og nú er það of seint - því miður.

Garún - hvað er þetta með kojur og svefnpoka? Getur þetta dót ekki séð þig í friði? Láttu þér batna fljótt til að þú getir skrifað meira.

Halldóra Halldórsdóttir, 16.7.2007 kl. 22:37

4 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Ég er búin að klukka þig :) Þú kíkir á mína síðu til að sjá hvað á að gera

Thelma Ásdísardóttir, 17.7.2007 kl. 17:45

5 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Nú nú - ég þekki ekki svona marga á blogginu sem ég get sent á. Líka flestir eða allir búnir að taka þátt nú þegar. Svo hef ég alltaf verið lítið fyrir hópleiki. Þetta eru sem sagt skýringarnar (afsakanirnar) ef ég finn ekkert út úr þessum leik.

Halldóra Halldórsdóttir, 17.7.2007 kl. 21:13

6 Smámynd: Garún

aaargg ég er líka búin að klukka þig

Garún, 18.7.2007 kl. 02:00

7 Smámynd: Álfhóll

Sæl Dóra mín, bara að kvitta fyrir heimsókn á síðuna þína.......  Fer að styttast í endurfundi.  Njóttu fuglanna, þeir eru dásemd.

Guðrún

Álfhóll, 18.7.2007 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband