Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Um gömul hús

Er farin að fara í Sundhöllina aftur eftir fjöldamörg ár. Þarna sleit ég barnskónum - og lærði að synda björgunarsund. Sundhöllin er byggð 1937 og er því 70 ára í ár. Það er eins og að fara aftur á bak í tímann að heimsækja þessa höll. Mér finnst hún dæmi um mjög vel heppnað hús og búningsklefa- systemið er dásamlegt. Ég man að sem barn dreymdi mig um að fá að nota einsmannsbúningsklefana - og nú hefur sá draumur ræst. En höllin er orðin þreytuleg og ég vona svo sannarlega að hún fái endurnýjun lífdaga og að henni verði ekki breytt í skemmtistað eins og oft virðist verða þrautalendingin með gömul hús sem á að varðveita en enginn veit til hvers.

Gömlu húsin sem brunnu um daginn voru löngu orðin niðurnídd að sjá og tilfinningin var að engum hafði þótt vænt um þau í langan tíma. Gamlir hlutir eru ekki alltaf þess virði að haldið skuli í þá með öllum ráðum. Þeir þurfa að hafa gildi og hlutir hafa ekki gildi nema menn gefi þeim gildi.


Brandari!

Sennilega er þetta gamall brandari en mér fannst hann svo fyndinn!

Here's a great Icelandic joke which I find unaccountably hilarious.  A man was driving in the wilds of Iceland when his car stopped suddenly. He wasn't much of a mechanic, but in desperation he lifted the hood and peered at the engine. He was shaking his head in exasperation when a voice beside him said, "It's your carburettor". Turning, he found himself face to face with a horse. He fled in horror, running over the brow of a nearby hill. Below, he saw a farm and hurried down to it. He banged on the door and the farmer let him in. He poured out the story to the farmer, who sat impassively.  When he had finished, the farmer asked, "What colour is the horse?". The man, stunned by the question, replied, "Brown". "Ah", said the farmer, "take no notice of him. That one knows nothing about cars".


Ósamræmi í skynun.

Það eru til heimildir fyrir því að þegar Endeavour, skip James Cook, kom að ströndum Ástralíu árið 1770, þá tóku frumbyggjarnir ekki eftir skipinu. Það var ekki fyrr en skipið var lagst við akkeri og áhöfnin fór um borð í smábát sem var af svipaðri stærð og fiskibátar heimamanna að frumbyggjarnir tóku eftir þeim. Endeavour var 400 tonna, 33 metra langt, þriggja mastra seglskip. Það er erfitt að ímynda sér að enginn á ströndinni hafi tekið eftir því. En þetta fyrirbæri hefur verið staðfest með nýjum rannsóknum á skynjun mannsins. Við horfum ekki á heiminn með augunum. Hugurinn er eins og sía, hann ber saman mynstur og endurbyggir sjón okkar eftir þessum mynstrum. Þegar við stöndum frammi fyrir einhverju þar sem ekkert mynstur er fyrir hendi í fórum hugans þá gerist það oftast að hugurinn einfaldlega merkir ekki það sem er fyrir framan augun á okkur.

Þessi frásögn kom í huga minn þegar ég hugsaði um þann skilningsskort sem oft verður vart á milli kynjanna. Oft er eins og þeir sem ráðast með alefli á málaflutning feminista séu að lýsa stöðu sinni eins og frumbyggjarnir á ströndinni í árdaga. Þeir hreinlega sjá ekki ný form, því að í þeirra heimi er ekkert svona lagað til. En þá er bara að halda áfram að rökræða og debatta - koma með sín sjónarmið og hlusta á málaflutning annarra. Á endanum fer risastórt skipið að birtast.

Enn fækist málið þegar skoðað er fyrirbærið "cognitive dissonance" eða ósamræmi í skynjun. Það vísar til þeirrar staðreyndar að þegar við stöndum frammi fyrir upplýsingum sem samræmast ekki heimsmynd okkar - þá bregðumst við ókvæða við. Jafnvel með líkamlegum óþægindum eða ofbeldisfullu framferði.


Skemmtileg frétt!

Þessi frétt frá Ísafirði finnst mér yndisleg. Fólk á öllum aldri þyrpist að til að búa til leirmynd um fugla himinsins sem altarismynd í kirkjuna sína. Þetta er lifandi kirkja þykir mér og ég spái því að kirkjan verði meira elskuð af heimafólki heldur en ef utanaðkomandi listamaður hefði gert altarisverk eftir samkeppni. Aflið til fólksins! Ekki síst í stofnunum þjóðfélagsins.

Við Tjörnina á föstudaginn langa

Dásamlegur dagur við Tjörnina. Að fylgjast með fuglunum vera að hefja tilhugalífið og brosa að gæsasteggjunum sem taka afbrýðissemisköst þegar einhver annar steggur kemur of nálægt hans útvöldu. Þeir víla ekki fyrir sér að hóta fullorðnu fólki með hvæsi og tilburðum ef maður kemur of nálægt henni. Sterkar eðlishvatir.

Þegar ég kom að norðurbakkanum tók ég eftir tveimur ungum körlum (homo sapiens) sem sátu á bekk, þeir hlógu og tóku ljósmyndir. Þegar ég fór að gá hvað skemmti þeim svona mikið sá ég að undir öðrum bekk kúrði stokkönd og í kringum hana var stór hópur steggja, um það bil 12 sýndist mér. Þeir voru í biðröð að komast upp á öndina. Hún reyndi að komast undan þeim en það var útilokað, þeir eltu hana allir.

Mín viðbrögð voru að bjarga henni úr þessari hópnauðgun! Ég hefði átt að vita betur. Þótt mér tækist að hrekja steggina frá öndinni og hún komst út á Tjörnina aftur, þá var ljóst að þeir myndu drekkja henni þar og henni tókst að skreiðast upp á bakkann aftur og steggjaskarinn á eftir henni. Ég sá að mér væri ómögulegt að grípa inn í þessa atburðarás. En þegar ég kom að bekknum þar sem ungu karlarnir sátu og hlógu og tóku myndir af atburðinum staldraði ég við. "Þeir eru að drepa hana" sagði ég. "Hún vill þetta kannski bara" hló annar þeirra. "Sýnist þér það" spurði ég undrandi. "Hún er á flótta, haltrandi. Sýnist þér hún vera þáttakandi í þessu?".

Ég varð satt að segja hugsi eftir þetta. Já - ég tók þetta nærri mér. Mér sýndist þessi önd jafnvel ekki eiga eftir að lifa þetta af. Ég er ekki náttúrufræðingur og veit ekki hvort þessi hegðun er þekkt fyrirbæri. En hitt veit ég að menn eru ekki dýr. Dýrslegt eðli er dýrslegt eðli. Ekki mannlegt eðli. Og það sem truflaði mig voru viðbrögð þessara ungu karla - að finnast þetta fyndið og taka ljósmyndir í hláturskasti. Óneitanlega tengi ég þetta við umræðuna um klámið. Er sýn karla svona gjörólík sýn kvenna? Með öllum fyrirvörum á því að vera ekki að rugla saman viðbrögðum við dýralífi og mannlífi þá spyr ég mig, ef þessir ungu karlar yrðu vitni að hópnauðgun á konu myndu þeir taka myndir og segja "hún vill þetta kannski bara".

Satt að segja dró ský fyrir sólu á annars yndislegum degi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband