Önnur helgi í miðborginni

Fór í bæinn í dag til að taka minn þátt í Gay Pride sem ég lít á sem mannréttindayfirlýsingu. Þar sem ég stóð í Bankastrætinu og leit yfir mannfjöldann varð ég mjög snortin. Þarna voru þúsundir kvenna - karla og barna, allar kynslóðirnar á rölti, ýmist skreytt regnbogalitum eða ekki. Hinn þögli meirihluti að sýna sinn hug. Meira að segja veðrið tók þátt, heiðblár himinn og norðangolan var hlý. Þörf áminning til sjálfrar mín þegar ég læt ofstoparaddir trufla mig. Ofstoparaddir harðínufólks sem berst gegn öllu sem ekki er leyft í gömlum trúarritum sem að sjálfsögðu voru rituð fyrir fólk þess tíma, ekki síst til þess að ná stjórn á mannskapnum. Best að láta þær raddir eiga sig - enda áhrifamest að styðja það sem er gott og uppbyggilegt en gefa neikvæðum röddum minnstan gaum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Sammála þér Dóra.  Ég held að við höfum yfir höfuð öll gott af því að endurskoða stöðugt gömlu gildin okkar og viðhorfin.  Annars myndi maður aldrei finna það sem þarf að breyta  

Thelma Ásdísardóttir, 11.8.2007 kl. 22:32

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni í einu og öllu, endurskoðun stöðugt nauðsynleg.

Ágústa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband