Helgin í miðborginni

Um klukkan 3 í nótt varð ég vör við öskur út á götu og fór að athuga málið. Heyrði þá högg - datt fyrst í hug að sá sem var svona mikið niðri fyrir hefði sparkað eða barið í einhvern bílinn í götunni. Kom í ljós í dag að það var alla vega ekki minn bíll. En sá sem öskraði var ungur maður sem var mjög reiður við unga konu sem elti hann skælandi - hún var berfætt með spariskóna í höndunum. Fyrir utan húsið hjá mér stoppuðu þau - hann öskraði á hana að hann væri svo reiður við hana!!!!!! Hún skældi og bar sig aumlega - æpti á móti að henni væri illt í fótunum og að hún væri búin að pissa á sig. "Sjáðu bara" æpti hún og fletti upp um sig kjólnum og gerði sig líklega til að klæða sig úr öllu. Hann gekk í burtu og hún elti og smám saman heyrði ég ekki í þeim lengur. Mér fannst þetta athyglisverð aðferð hennar til að afstýra reiði hans eða fá hann til að hugsa um eitthvað annað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æ manni verður bara illt,

diana (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 11:42

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Ósköp eymdarlegt fannst mér. Þau voru líka svo ung.

Halldóra Halldórsdóttir, 6.8.2007 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband