Hvar liggur ábyrgðin?

Hvernig er það - á hvers ábyrgð er það að Fréttablaðið og auglýsingar sem fylgja því liggja nú í blautri hrúgu á tröppunum hjá mér? Mér finnst það ekki vera á mína ábyrgð - ég er ekki áskrifandi og hef því ekki beðið um þetta. Ég hef ekki - né ætla að vera neytandi blaðsins. Bíð ég eftir að sorphreinsunin fjarlægi pappírinn - eða verð ég krafin um að hirða betur um umhverfi mitt? Búin að senda tölvupóst á áskrift Fréttablaðsins en fæ ekki viðbrögð. Er að hugsa um að senda sama tölvupóstinn daglega þar til einhver viðbrögð berast. Þetta er orðin ansi langvinnt og næstum því leiðinlegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geri ráð fyrir að ábyrgðin liggi hjá mjög ábyrgum 13 ára blaðbera sem hefur fengið ótal kvartanir frá þeim sem fá engin blaut Fréttablöð og þeim sem fá þau kannski ekki fyrr en kl. 07.15, auk þeirra sem fá þau og vilja þau ekki og hringja kl.07.45 til að garga á símsvörun Fréttablaðsins eða annarra fríblaða. Símamanneskja gargar síðan á blaðberann sem, í byrjun blaðberaferils verður kannski áhyggjufullur og finnst hann ekki geta gert neinum neitt til geðs. Ef blaðberinn heldur áfram, nær 14 ára aldri án þess að bugast, þá er honum slétt sama hvort fólk kvartar undan því að fá eða fá ekki blöðin sem það bað ekki um, hann ber bara út blöð á hverjum degi og brynjar sig gegn hverskonar geðvonsku.

Reyndu bara að gera þér umhverfis-vinsamlega skemmtiferð í blaðagám, tekur minni tíma og orku en að rífast og kvarta

Hrönn Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Rétt athugað hjá þér með að niðast ekki á blaðberanum - enda hef ég ekki náð í skottið á neinum enn. Ég reikna þó með því að hann sé læs - það eru skilaboð til hans við póstkassann. Það sem vekur ergelsi mitt er að þeir sem bera ábyrgð eru þöglir, ósýnilegir og óínáanlegir. Og ég hef ekki hugsað mér að standa í því að flytja draslið þeirra í blaðagáminn það sem eftir er.

Halldóra Halldórsdóttir, 3.8.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband