Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Fyrirsjáanleg

Hlustaði á Andrés Magnússon lækni og fleiri í Silfrinu áðan. Nú er annað hljóð í strokknum heldur en fyrir hálfu ári síðan. Þá var íslendingum allt mögulegt - allir að verða millar og allt á uppleið. Nú er fiskurinn farinn og bankarnir kannski líka og við horfumst í augu við þá okurvexti sem við búum við. Er þetta ekki alltaf sama sagan hjá okkur - annað hvort eru þvílík uppgrip í þessu þjóðfélagi eða allt er á leiðinni á hausinn.

Satt að segja fannst mér þessar fregnir af ofurútrásinni alltaf varhugaverðar með það í huga að þjóðarsálin virðist vera haldin sterkum maníu - depressívum einkennum. Það sem fer upp, það mun koma niður aftur með skelli. Nú er best að undirbúa sig undir skellinn.

"A banker is a fellow who lends you his umbrella when the sun is shining, but wants it back the minute it begins to rain."
Mark Twain (1835 - 1910)

Eftirfarandi er athyglisvert í ljósi þess sem er að gerast í Ameríku:
"I believe that banking institutions are more dangerous to our liberties than standing armies. If the American people ever allow private banks to control the issue of their currency, first by inflation, then by deflation, the banks and corporations that will grow up around [the banks] will deprive the people of all property until their children wake-up homeless on the continent their fathers conquered. The issuing power should be taken from the banks and restored to the people, to whom it properly belongs."
Thomas Jefferson (1743 - 1826), Letter to the Secretary of the Treasury Albert Gallatin (1802)


Á ferð og flugi

Það er skammt stórra högga á milli þykir mér. Hef komið einu sinni til Bandaríkjanna, það var árið 1979 held ég - þá var ekið frá Chicago til St. Louis og tilbaka með viðkomu á mörgum mótelum sem voru alveg eins og þau eru í bíómyndunum. Það var reyndar eins og að vera stödd í bíómynd þetta ferðalag. En nú skal haldið til BNA aftur á mánudaginn - fyrsta sinn til New York, það verður örugglega ógleymanlegt af mörgum ástæðum. HF kemur frá Barbados til að vera með okkur. Síðan verður aftur haldið til BNA í apríl, að hitta góðar vinkonur og halda upp á aprílafmæli. Þá verður ferðinni heitið til Washington DC og North Carolina m.a.

En þetta mun verða ár ferðalaga - var að koma frá Berlín og Vín fyrir viku síðan. Sat stóra Sameinuðu þjóða ráðstefnu um mansal sem var nokkuð yfirþyrmandi. En líka margt skemmtilegt sem ég kom auga á. Á lokadeginum voru allir samankomnir í gríðarlega stórum sal - allir fulltrúarnir sátu fyrir miðju en félagasamtökin sátu til hliðar. Ég sat út við ganginn og hinum megin sátu tveir fulltrúar Úkraínu. Ég tók eftir því að eldri fulltrúinn, gráhærður miðaldra maður, var stöðugt með gemsann á lofti og talaði látlaust og ungi maðurinn var stöðugt að koma og fara. Smám saman magnaðist spennan hjá þeim og ég var farin að ímynda mér að nú væri byltingin hafin í Úkraínu. En svo kom í ljós að spennan var vegna þess að lokaatriði ráðstefnunnar var Ruslana, söngkonan Úkraínska, sem söng nokkur lög og dansaði með sínum dansflokki. Fljótlega fóru aldraðir fulltrúar að laumast úr salnum - ég ímynda mér að hávaðinn hafi haft eitthvað að segja - en Úkraínumennirni föguðu sinni konu með miklu stolti - og færðu henni risa blómvönd.

Svo var það Berlinalen kvikmyndahátíðin. Þar sáum við tvær myndir, eins ólíkar og hægt er að hugsa sér. Fyrst indverska mynd sem var með þýskum texta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég sit í þýsku bíói og skil ekki orð af því sem um er að ræða. Myndin heitir Paruthiveeran. Hún er ekki Bollywoodmynd. Mjög ögrandi og óhætt að mæla með henni. Hin myndin var um Berlínarfílharmóníuna og ferð hennr um Asíu. Enginn enskur texti - og þýskan mín er sama sem engin. Síðan fórum við á opinbert safn til að skoða ítölsk listaverk frá miðöldum - allur texti á þýsku.


Mannréttindi eru ekki sjálfsögð

Nú þrasa þeir í Kastljósinu um niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi kvótakerfið. Það er komið í ljós að tilfinningar og skoðanir þorra þjóðarinnar þess eðlis að kvótakerfið er óréttlátt var og er rétt. Mikill vandi að breyta þessu núna. Svona er hægt að glutra niður mannréttindum eins og hendi sé veifað.

Þetta er áminning um að mannréttindi eru viðkvæm og eru aldrei varanlega tryggð. Sviftingar í pólitík eða samfélaginu geta á skömmum tíma kollvarpað mannréttindum sem talin voru sjálfsögð. Konur um allan heim þekkja þetta vel. Stríð er auglósasta fyrirbærið sem ógna mannréttindum kvenna. Á einni nóttu verða þær réttlausar og fórnarlömb ofbeldis á hrikalegan hátt. Og það tekur miklu lengri tíma að endurheimta rétt sinn heldur en að missa hann.

Every decent man is ashamed of the government he lives under.
H. L. Mencken (1880 - 1956)

I believe that all government is evil, and that trying to improve it is largely a waste of time.
H. L. Mencken (1880 - 1956


Ábyrgðin endalausa

Alveg er þetta með ólíkindum. Sá auglýsingu á Sky News rétt í þessu. Þar er verið að vara við því að tala í síma undir stýri. En auglýsingin er þannig  að hann er í bílnum að keyra - hún hringir í hann og spyr "hvernig gekk elskan" - í því lendir hann í árekstri. Á meðan hún er að átta sig á því hvað hefur gerst segir karlmannsrödd "svona gerist þegar þú hringir í hann á meðan hann er að keyra"!  Sem sagt það er á hennar ábyrgð að að hann lendir í árekstri. Hún á sennilega að eiga að hafa séð í gegnum holt og hæðir - það er ekki ætlast til þess að hann hafi rænu á að sleppa því að svara.    

"Sometimes I think the surest sign that intelligent life exists elsewhere in the universe is that none of it has tried to contact us.

Bill Watterson 


Fár

Ég sé fréttir um ofsanotkun á heitu vatni - hvaða óhemjugangur eru þetta. Eins og kuldinn hafi aldrei farið nokkrar gráður undir frostmark á þessu landi. Datt í hug að nú eru hús ekki lengur hólfuð niður í herbergi með hurðum sem hægt er að loka og halda hitanum eins og áður var - nú er allt opið og hurðalaust og kuldinn berst um allt.

Mér er hugsað til fólksins í Kína sem þúsundum saman hírist á járnbrautastöðum og kemst ekki heim vegna mestu kulda í 50 ár. Hvað varð um global warming? Maður er rétt farin að horfa fram á framtíð þar sem Ísland kemst í miðju heimsins þegar opnast siglingaleið fyrir norðan okkur og landinn farinn að líta til þess að stækka hafnirnar til að geta þjónað öllum skipunum sem munu koma hér við - kannski er það aðeins of snemmt.

Önnur frétt sem ég heyrði var að það er iðulega hlýnun á undan ísöldum - kannski erum við á þannig skeiði - nokkra áratuga hlýnun áður en kuldinn skellur á fyrir alvöru. Satt að segja vitum við sáralítið hvað er að gerast. Eitt er þó jákvætt við þessa umræðu - það er raunverulega verið að gera nýja hluti í orkumálum og mengun um allan heim. Íbúar á lítilli eyju við Skotlandsstrendur sem hafa verið háðir díselvélum til rafmagnsframleiðslu eru búnir að koma sér upp vindmyllum sem sér þeim fyrir allri orku. Miklu ódýrara - mengunarlaust, og nú kaupa eyjarskeggjar sér þvottavélar og hárþurrkur í miklu magni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband