Færsluflokkur: Bloggar
Mannkynssaga eða karlkynssaga.
3.7.2007 | 13:52
Lestur á bloggi Egils Helgasonar á eyjunni.is fékk mig til að hugsa. Þar eru hugmyndir um einhverja myndlistasýningu sem ég nenni ekki að setja mig nánar inn í. Það sem vakti athygli mína var að þarna voru talin upp tíu myndefni úr íslandssögunni - allt karlkyns myndefni. Þetta rifjaði upp skólagönguna og sunnudagaskólann og allt þetta úr æskunni - svei mér þá - það voru engar kvenkynsfyrirmyndir þar. Engar!
Í sunnudagaskólanum - og seinna í kirkjunni sem ég hef sagt mig úr fyrir mörgum árum - fjallaði allt um feður og syni og heilaga anda. Ekki nokkur kvenfyrirmynd sem hægt var að líta upp til. Reyndi að kynna mér Kvennakirkjuna - en komst að því að fyrir mig er hún í raun "God in drag". Fyrir langalöngu var ég í grunnskóla - þar snerist öll mannkynssagan um afrek og ofbeldi karla - ekkert nýtt að gerast, sagan er enn karlkynssaga um ofbeldi. Enda er það svo að sá sem vinnur skrifar söguna.
Í dag eru fjölbreytilegri fyrirmyndir til fyrir ungar kynslóðir - en mikið er það áríðandi að vera vakandi og ögrandi og detta ekki í þennan gamla pytt sem Egill situr fastur í. Tek undir með Ingibjörgu Sólrúnu þegar hún sagði um daginn á 19 júní hjá Kvenréttindafélaginu að það sem er mikilvægast er að konur hætti að vera hlýðnar við patríarkíð og verði óhlýðnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frá fyrstu hendi
2.7.2007 | 11:07
Hér er sagan sögð í fyrstu persónu á bloggi Brynju:
Hún uppáhalds frænkan mín Hildur Fjóla býr á Barbados þessa stundina að vinna fyrir sameinuðu þjóðirnar og ég sé hana núna svona 1-2 á ári, hundfúlt en hún er duglegasta og skýrasta manneskja í heimi by the way. Og var í new york alla síðustu viku á námskeiði, og við ætluðum að reyna að hittast áður en hún færi. Hún hringir í mig í gær og spyr hvort við ættum ekki að hittast um kvöldið, ég auðvitað til í það og við ákveðum að fara eitthvað út því búum báðar í east village. Hérna er bara símtalið, og þetta er ekki djók!
Hilda: Hvar býrðu í east village?
Brynja: Á east 5th street
H: Ha, hvar er það?
B: east 5th, það er við hliðina á löggustöðinni. Segðu vini þínum það þá veit hann örugglega nákvæmlega hvar það er.
H, farin að hlæja: Ég er líka við hliðina á löggustöðinni!
B: Cool! Ertu hinum megin við hana!?
H: Númer hvað býrðu?
B: 315, en þú?
H svarar ekki því hún hlær svo mikið
B: Hilda?
H: Ég trúi þessu ekki, við búum í sama húsi!
nú vorum við eiginlega farnar að hlæja svo mikið að við skildum varla hvor aðra.
B: Nei kommon, í hvaða íbúð ertu?
H: 3B! En þú?
B: Við erum við hliðina á þér í 3E!
Svo opnuðum við frænkurnar bara hurðirnar okkar og mættum hvor annari að deyja úr hlátri á ganginum! Þetta er það fáránlegasta sem ég hef lent í. Pældu í því ef við hefðum bara rekist á hvor aðra í lyftunni eða á ganginum... ég hefði fengið hjartaáfall! HAHA. Svona skeður á íslandi, ekki í new york!! Við vitum líka að við eigum eftir að þurfa að segja þessa sögu í öllum fjölskylduboðum það sem eftir er.. hehehe... samt erum við bara 12, pabbafjölskylda. Það gerir það enn fáránlegra að við höfum búið í sama húsi í NYC... ef ég ætti milljón frænkur þá hefði mér ekki brugðið mikið. En ég á ekki margar frænkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lygilegt en satt.
1.7.2007 | 02:59
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um núverandi stöðu mála
22.6.2007 | 21:42
Ykkur - tryggum vitnum að viðureign minni við ókeypis fréttablöð og auglýsingarbæklinga - til nánari upplýsinga verð ég að viðurkenna að ég er mát eins og er. Fréttablaðið hefur ekki komið í tvo daga en kom daginn þar áður - held ég. Þessi sálfræðilegi hernaður er farinn að taka sinn toll, minnið að gefa sig eins og gerist undir álagi. Þriggja daga gömul Fréttablöð sem blakta uppi á póstkasanum er ekki fögur sjón - þau gulna ótrúlega fljótt og verða stökk, nánast eins og þau séu að leysast upp fyrir augunum á manni. Reikna með að fá aðfinnslur frá snyrtilegum nágrönnum mínum bráðlega. Díla við það þá. Sem sagt - óbreytt ástand.
En hugmyndin að þáttaröðinni er ansi skemmtileg - og leikstjórinn strax orðinn aktífur. Tek undir með Garúnu að auglýsa eftir heiti!
Annars er ég um það bil að fá annað áhugamál. Nú þyrpast ungar og óreyndar kóngulóameyjar hér inn af svölunum. Þær eru að taka sín fyrstu skref í vefhönnun. Reynsluleysið lýsir sér í því að þær velja óheppilegustu staði til að koma sér fyrir - þar sem litlar sem engar líkur eru á því að þær veiði neitt í matinn. Hef fylgst með einni sem fannst upplagt að byggja vef frá tölvunni minni upp í hilluna og tengja svo allt saman við prentarann. Hún gat ekki séð það fyrir að í dag var dagurinn sem ég ákvað að þurrka af. Ég ætlaði að hlífa henni en gleymdi mér og fyrr en varði var ég búin að skemma fyrir henni. Stuttu seinna sá ég hana arka ákveðna og einbeitta upp aftur - hafði þá falið sig á bak við prentarann. Eftir að hafa hvílt sig og metið stöðuna byrjaði hún upp á nýtt - ákveðin þessi. Ætla að fylgjast með henni en hef áhyggjur af því að hún verði hungurmorða. Ætla ekki að fara að veiða ofan í hana flugur- set mörkin þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað nú?
12.6.2007 | 22:59
Það setti mig algjörlega út af laginu að koma heim í dag og sjá! - Fréttablaðið í póstkassanum!
Mig setti hljóða. Öll sú vinna sem hefur farið í að sigra í átökunum við blaðberana. En til einskis. Nú þarf að leggjast undir feld og plotta næsta leik - því það þýðir ekki að gefast upp.
Á meðan hugmyndir fæðast ætla ég að gleðjast yfir nýju bloggvinkonu minni sem er mesti húmoristi sem ég veit um. Það lá við að ég yrði fyrir líkamlegum skaða í hláturhviðunum þegar ég las nýjustu færsluna hennar. Ég mæli með bloggi Garúnar- en hvet lesendur til að fara varlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Úbbs...
8.6.2007 | 18:25
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Árangur!
3.6.2007 | 22:16
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Framhald...
2.6.2007 | 23:39
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fríblöð og auglýsingar
31.5.2007 | 11:08
Það fauk í mig við heimkomuna úr vinnunni í gær. Fréttablaðið fyllti litla póstkassann minn. Búin að leggja vinnu í að koma skilaboðum til þeirra sem bera út Fréttablaðið að ég vilji EKKI fá það í póstkassann minn. EKKI fríblöð og EKKI litríkar auglýsingar um allt sem ég verði að fá mér til að verða hamingjusöm. Búin að líma stórann miða í gluggann í útihurðinni og annan utan á póstkassann þess efnis að aðeins póstur sem er stílaður á heimilisfólk sé velkominn. Það virkaði í 3 vikur en greinilega ekki lengur.
Sendi síðan tölvupóst á Fréttablaðið til að ítreka vilja minn - nú er spennandi að sjá hvort réttur minn verður virtur eða hvort vilji auglýsenda og fríblaða er sterkari. Þegar ég hitti póstberann um daginn sagði hann að "þeir" vildu að póstberarnir tækju ekki mark á þessum skilaboðum íbúanna. Hann vildi ekki segja hverjir þessir þeir eru.
Hvers vegna er þetta mál fyrir mig? Ég les þau blöð sem ég vil í vinnunni og á netinu. Er ekki áskrifandi að neinu dagblaði. Þessi fríblöð og auglýsingar hlaðast upp og eru til ama. Og síðan er það á mína abyrgð að koma þeim fyrir kattarnef á ábyrgan hátt í endurvinnslu. Bara leiðindi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barbados ll
22.5.2007 | 03:08
22 mai.
Vid systurnar forum med HF ad versla lampa i ibudina hennar. For svo ad hun missti lampann i golfid i versluninni og hann brotnadi i mel. A medan vid bidum eftir ad verslunarstjorinn fyndi ut ur thessu munadi litlu ad eg bryti annan lampa alveg eins, ef HF hefdi ekki synt snarraedi og gripid hann rett adur en hann datt i golfid. Vid vorum eins og filar i postulinsverslun. HF keypti tvo lampa - var ad farast ur sektarkennd - en var ekki latin borga thann sem brotnadi.
Sidan forum vid upp til fjalla i verslunarferd - vissum af listmunaverkstaedi thar. Fundum ofsalega fallega hluti ur leir og gleri. Sidan var bordad a griskum veitingastad i kvold. Strakarnir leigdu ser bil og oku hringinn i kring um alla eyjuna - hun er ekki staerri en thetta. Her er folk mjog medvitad um fjolskyldutengsl -tvisvar hofum vid HF verid spurdar hvort vid seum maedgur, og i dag spurdi okunnugur madur i verslun hvort vid systurnar vaerum systur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)