Krimmar

Búin að liggja yfir - og á erfitt með að slíta mig frá - þáttaröð á DVD sem ég var að fá mér. Þeir heita NEW TRICKS og eru frá BBC. Nú er ég að reyna að átta mig á hvað mér finnst svona skemmtilegt að ég er meira að segja búin að panta framhaldið sem kemur ekki út fyrr en 2008.

Rannsóknarlögreglukona gerir þau mistök að skjóta lögregluhund í hita leiksins. Hún er lækkuð í tign og fengið það verk að stofna deild sem á að taka upp gömul mál sem hafa ekki verið upplýst. Með henni veljast þrjár löggur sem eru komnir á eftirlaun. Einn er þurr alki, illa haldinn af þráhyggu og sífellt að þráast við að taka lyfin sín - annar hefur alltaf verið á mörkum skuggahliða lífsins, á þrjár fyrrverandi eiginkonur og nokkuð stóran hóp dætra sem gerir líf hans skrautlegt á köflum - sá þriðji missti konu sína í slysi og hefur ekki komist yfir það (kemur reyndar í ljós löngu seinna að einn krimminn orsakaði slysið og stærir sig af því), hann er þunglyndur einfari sem spilar golf.

Ótrúlegt en satt er þetta gengi óborganlega skemmtilegt og sambandi á milli þeirra þróast smám saman. The Boss er hörkustýra og gömlu brýnin þekkja alla krimmana frá því í gamla daga og ýmsar óhefðbundnar leiðit til að nálgast upplýsingar. Þau eru ekki ung - ekki fögur - ekki vel klædd og það er ekkert ofbeldi að ráði í þáttunum.

Ég hef alltaf verið forfallin glæpasögufíkill - alveg frá unglingsárum þegar ég las Agötu Christie frá upphafi til enda, lærði reyndar enskuna þannig. Sherlock Holmes las ég mikið og ekki síður viðbæturnar um hann sem Laura King hefur skrifað - þar lætur hún Holmes hitta og giftast konu frá Bandaríkjunum sem er ekki síður klár en hann og þau ferðast um heiminn að leysa glæpamál. Nú er Ian Rankin hinn skoski í uppáhaldi hjá mér - Rebus er frábær anti-hetja í Edinborg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hljómar spennandi - væri gaman að fá að þættina lánaða hjá þér.

Gott að þú hefur góðan tíma til að átta þig á hvað það er sem þér finnst skemmtilegt við þættina áður en nýja serían kemur út -

kv.

dia (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 11:40

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Já - ég skal lána þér þættina. Er nú að horfa á þá aftur - og nýbúin.

Halldóra Halldórsdóttir, 6.8.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband