Sumarfrí heima.

Þetta er nú meiri blíðan dag eftir dag. Eiginlega of heitt hérna til að stunda DIY sem ég var þó búin að ákveða að eyða sumarfríinu í. Skrúfa upp rimlagardínur í eldhúsgluggann og flísaleggja yfir eldhúsbekknum. Á eftir að fúga en það mun gerast á morgun. Afar góð tilfinning að klára verk sem hafa beðið lengi. Gott að hafa svona marga samfellda daga til að undirbúa og framkvæma. Tek eftir því að eftir því sem aldurinn færist yfir minnkar getan til að hendast í verkin. Er að þróa með mér "one track mind" - og ræð illa við að takast á við margt í einu.

Hafa fleiri tekið eftir því að miklu færri býflugur eru á ferðinni þetta sumar en áður? Ég er vön að sjá þessar elskur á svölunum og keypti sumarblóm sem ég veit að þeim líkar sérlega vel - en hef bara séð eina fram til þessa. Undarlegt. Og kirsuberjatréið á svölunum dó - sennilega hef ég trassað að vökva það í þessum þurrki.

Fréttablaðið kom aftur í póstkassann í dag - eftir um tveggja vikna hlé - hvað er það? Bara spurningar - engin svör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband