Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Við erum upptekin
24.5.2008 | 22:00
Við Tumi erum ekki að fylgjast með Júróvision, við erum upptekin. Hann er svo fælinn gagnvart höndum - ég get rétt honum góðgæti með fingrunum sem hann þiggur en þegar ég setti fræ í opinn lófann þá þorir hann ekki. Hann vappar fram og tilbaka, en þorir ekki að nálgast fræin. Ég setti þá fræin í lítið plasthylki til að sjá hvað hann gerði, hann tók hylkið, klifraði með það í gogginum upp á leikgrindina og tróð hausnum í hylkið til að ná í sólblómafræin. En þetta gengur út á að byggja upp traust, og það tekur tíma. Nú er hann kominn aftur á búrið og er að leita leiða til að nálgast bananabita sem hangir í búrinu í þar til gerðri græju. Hann reynir allar aðferðir, togar í en missir svo takið - klifrar þá inn í búrið en nær ekki alveg... Skemmtilegt að fylgjast með, endalaust að leita leiða til að leysa vandamálin.
En það þýðir ekkert að bjóða honum þetta fína fuglabað, hann tekur sig til og baðar sig upp úr drykkjarvatninu og eys vatni um allt gólf.
Nú er hann farinn að segja; Tumi góður strákur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftirherma eða greind
23.5.2008 | 11:21
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvað svo?
21.5.2008 | 21:02
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sending frá Póstinum
21.5.2008 | 00:37
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rollurnar
19.5.2008 | 16:48
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rútína er góð
16.5.2008 | 23:49
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þróun
11.5.2008 | 12:26
Við Tumi erum að styrkja tengslin dag frá degi - hann er voða ánægður með nýju leikgrindina og gaman að fylgjast með því hvernig hann kannar nýtt umhverfi varlega en eykst síðan áræðnin. Nú er hann farinn að sýna áhuga á lyklaborðinu - veit ekki hversu góð hugmynd það er.
(Svei mér þá, hann pósar fyrir myndavélina. Þegar ég munda vélina þá hættir hann að bauka og setur sig í stellingar.)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fiðraðir persónuleikar
10.5.2008 | 20:33
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gaukssaga
10.5.2008 | 01:40
Það var stór páfagaukur á æskuheimili mínu, African grey sem hét Nílló. Hann var orðinn einhverra tuga ára þegar hann kom til okkar en þessi gaukar verða allt að 70 til 80 ára við bestu skilyrði. Hann var fluttur til landsins frá Evrópu af afabróður okkar krakkanna og þegar hann féll frá þurfti að finna gauknum nýtt heimili. Ekki var mikil þekking til um hvaða fæði og aðbúnaður væri bestur fyrir svona fugla og Nílló fékk að éta mestallt sem hann hafði lyst á. Honum fannst góður kaffisopinn og tók eiginlega við öllu sem að honum var rétt. Hann talaði og flautaði og vaskaði upp, hann mjálmaði þegar við áttum kött (sem olli kettinum nokkrum heilabrotum). Hann bauð gestum "viltu kaffi?" eða "viltu kók?". Hann kallaði "síminn!" í tíma og ótíma sem plataði oft heimilisfólkið til að taka upp tólið. "Er Mogginn kominn?" hljómaði daglangt. Hann spurði um börnin á heimilinu með nafni. En hann þýddist engan nema heimilisföðurinn sem hann dáði. Hann beit alla aðra af sér. Sérstakleg var hann í stríði við húsmóðurina, sem sat uppi með alla umhirðuna um hann. Það er sóðalegt að vera með páfagauk, kostar mikil og stöðug þrif. Það varð sértakt samband á milli þeirra. Hún skammaðist í honum og hann reyndi að bíta hana við öll tækifæri. Þegar Nílló fékk að vera laus lá allt heimilið undir skemmdum, hann nagaði allt sem hann náði í, húsgögnin urðu með árunum tætt og rifin, hann spændi upp stólfætur og hillur. Ég á enn húsgögn sem bera ummerkin um hann. En óskaplega eru þessar minningar skemmtilegar. Og nú er ég að endurupplifa þetta með minn litla græna gauk, en ég er ákveðin í að ala hann betur upp og hann fær ekki aðgang að húsgögnum hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Result!
7.5.2008 | 14:54
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)