Rútína er góð

Það eru að verða til rútínur á þessu heimili sem gerir allt miklu þægilegra. Þegar ég sé fram á að hafa tíma til þá loka ég Flosa inni í herbergi og opna fyrir Tuma. Flosi sefur hvort eð er í um 22 tíma á sólarhring og veit oftast ekkert af því að hurðin er lokuð. Tum er farinn að sýna spenning fyrir að fara í leikgrindina og það verður sífellt viðráðanlega að koma honum til og frá búrinu. Ég hef verið að lesa mér til og öllum spesíalistum kemur saman um að þessir fuglar verða sífellt að finna að þeir ráða ekki ríkjum. Ef þeir fá tækifæri til þá taka þeir völdin. Þeir ráðleggja að venja fuglana á að þeir séu ekki að ráfa um lausir heldur séu annað hvort á eða í búrinum eða öðrum ákveðnum stöðum. Minn er ósáttur við að vera sóttur og sendur en því ætla ég að ráða.Nú er hann farinn að hlægja eins og ég. Tók eftir því í gær og hló enn meira. Talið er ekki mjög skýrt ennþá en ég tel mig heyra ýmis orð sem ég hef verið að endurtaka við hann eins og; góðan daginn Tumi - kútur, kútur, kútur, (ég kalla hann það). Hann skellir í góm og flautar og segir ha í spurnartón.Um níuleitið á kvöldin tekur hann oft syrpu af frumskógahljóðum og hleypur um í búrinu - þetta virðist vera undirbúningur fyrir svefninn því að hann er kominn með hausinn undir væng um tíuleitið. Hann er kvöldsvæfur og eftir að ég breiði yfir búrið heyrist ekki í honum allar nætur. Á morgnana er voða sætt að heyra litla rödd berast undan ábreiðunni ; halló Tumi, halló.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband