Hvað svo?

Ég átti leið um Austurstrætið um þrjúleitið í gærdag. Þar var ekki margt um manninn, nema nokkrir karlar í annarlegu ástandi eins og það heitir þegar ekki er vitað hvað þeir hafa sett ofan í sig. Hróp og köll, ógnandi hegðun, túristar jafnt og heimamenn viku úr vegi fyrir þeim og færðu sig til, sem sagt voru á flótta undan betli og óútreiknanlegri hegðun þessara manna. Gott og vel þeir eru haldnir sjúkleika sem orsakar þessa hegðun, en hvað svo? Er ásættanlegt að miðbærinn sé sjúkradeild þessa fólks? Það er sama hversu mikla samúð ég hef gagnvart þeim sem eru á valdi neyslunnar, ég forðast miðbæinn orðið. Fædd og uppalin í borginni, nú sakna þess að rölta um miðbæinn, skoða í búðarglugga - því að allar áhugaverðar búðir eru horfnar. Já - ég sakna miðbæjarins.    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband