Við erum upptekin

Við Tumi erum ekki að fylgjast með Júróvision, við erum upptekin. Hann er svo fælinn gagnvart höndum - ég get rétt honum góðgæti með fingrunum sem hann þiggur en þegar ég setti fræ í opinn lófann þá þorir hann ekki. Hann vappar fram og tilbaka, en þorir ekki að nálgast fræin. Ég setti þá fræin í lítið plasthylki til að sjá hvað hann gerði, hann tók hylkið, klifraði með það í gogginum upp á leikgrindina og tróð hausnum í hylkið til að ná í sólblómafræin. En þetta gengur út á að byggja upp traust, og það tekur tíma. Nú er hann kominn aftur á búrið og er að leita leiða til að nálgast bananabita sem hangir í búrinu í þar til gerðri græju. Hann reynir allar aðferðir, togar í en missir svo takið - klifrar þá inn í búrið en nær ekki alveg...  Skemmtilegt að fylgjast með, endalaust að leita leiða til að leysa vandamálin.

En það þýðir ekkert að bjóða honum þetta fína fuglabað, hann tekur sig til og baðar sig upp úr drykkjarvatninu og eys vatni um allt gólf.

Nú er hann farinn að segja; Tumi góður strákur.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband