Þróun

100_0323Við Tumi erum að styrkja tengslin dag frá degi - hann er voða ánægður með nýju leikgrindina og gaman að fylgjast með því hvernig hann kannar nýtt umhverfi varlega en eykst síðan áræðnin. Nú er hann farinn að sýna áhuga á lyklaborðinu - veit ekki hversu góð hugmynd það er.

(Svei mér þá, hann pósar fyrir myndavélina. Þegar ég munda vélina þá hættir hann að bauka og setur sig í stellingar.) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Dóra, gaman að lesa bloggið þitt,ekki síst að fylgjast með aðförum ykkar og háttarlagi, þú ert greinilega í skemmtilegu kompaníi, það er ekki spurning. Hlakka til að fá tækifæri til að hitta gaukinn. Gangi þér svo vel í tamningunni en borgar sig ekki að fá sér svona þykkan leðurvetling eins og þeir eru með í bíómyndunum, þeir sem eru að temja ernina í eiðimörkinni....héðan í frá mun ég allavega alltaf byrja á að telja fingurna á þér þegar ég rekst á þig Dóramín, kveðja

Karla Dögg 

Karla Dögg (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 11:48

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Takk Karla, það er nú meira attitjúd hjá mínum heldur en raunveruleg ógn. Hann er soldið daufur núna því að ég tók hann með valdi til að koma honum inn í búrið, svei mér þá ef hann fer ekki í fýlu þegar hann fær ekki að ráða. Kannast sjálf ekkert við slíkt.

Halldóra Halldórsdóttir, 12.5.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband