Rollurnar

Þetta var þá listaverk, þessar rollur sem voru límdar upp um allan bæ. Mér létti við að sjá það, hafði séð skrifað að þetta væri rasistaáróður og var farin að hafa áhyggjur af því að vera svo mikill sauður að skilja það ekki. Hélt að þetta væri auglýsing frá svissneskum banka um eitthvað á þýsku. Fór að hugsa, já -  svarti sauðurinn sem er blóraböggull í hruni bankans og er kastað út ..... og eitthvað, eitthvað. Upphlaupið sýnir hvað þessi umræða er eldfim þessa dagana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Stundum finnst mér aðal atriðið með list þessa dagana vera að skapa misskilning....ég er gamaldags, ég vil að listin gleðji mig.  Samt skil ég að hún þarf að vekja fólk líka....

Garún, 20.5.2008 kl. 11:09

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Já - listin þarf líka að vekja upp en missir marks ef hún veldur eintómum misskilningi. Það liggur við uppþoti út af þessum rollum, en kannski er það markmiðið.

Halldóra Halldórsdóttir, 20.5.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband