Eftirherma eða greind

Ja hérna - nú er ég hissa. Er að horfa á Tuma dýfa hörðu kexi í vatn til að bleyta það áður en hann étur það. Í gær gaf ég honum soðin hrísgrjón sem voru greinilega vel þegin, í morgun voru þau orðin þurr og hann fór með þau í vatnsskálina til að bleyta þau. Er að velta því fyrir mér hvar hann lærði þetta eða hvort hann fann upp á þessu sjálfur. Ég geri það stundum að bleyta smá bita af eldhúsrúllupappír og hann sýgur vatnið úr pappírnum, kannski þróaðist hugmyndin upp úr því. Er hann svona frumlegur eða er hann að herma eftir? Hann er alla vega óskaplega uppátækjasamur og snöggur. Hann er strax búinn að átta sig á að ég vil ekki að hann pilli takkana af lyklaborðinu, nú er það mest spennandi hjá honum að komast að lyklaborðinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Mjög fyndið.....Þeir sem segja að dýr hafi ekki sál eru alveg í ruglinu sko.   Annars gerir mús þetta við matinn sinn stöðugt en ekki hinar kisurnar

Garún, 23.5.2008 kl. 11:57

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Einu skynlausu skepnurnar sem ég hef hitt, ganga á tveim fótum, vængjalausar.

Haraldur Davíðsson, 23.5.2008 kl. 13:01

3 Smámynd: Álfhóll

Dóra  mín, ég er búin að vera í svo rosalegu bloggfríi, að ég hef ekki kíkt hér við í langan  tíma. Takk fyrir að setja inn myndir, hef aldrei  áður séð myndir af hinni einu sönnu Gloríu, Dedel og Gay vinkonum þínum. Merkilegt að sjá myndir af þessum merkilegu konum. 

Alltaf gaman að heyra  nýtt um vini þína hjá póstinum, nú svo virðist Tumi dásamleg vídd í  tilverunni.  Hvað segirðu 70-80 ára? Bara erfðagripur.

Góða helgi

Vinkona þín

Álfhóll, 23.5.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband