Færsluflokkur: Bloggar
Rútína er góð
16.5.2008 | 23:49
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þróun
11.5.2008 | 12:26
Við Tumi erum að styrkja tengslin dag frá degi - hann er voða ánægður með nýju leikgrindina og gaman að fylgjast með því hvernig hann kannar nýtt umhverfi varlega en eykst síðan áræðnin. Nú er hann farinn að sýna áhuga á lyklaborðinu - veit ekki hversu góð hugmynd það er.
(Svei mér þá, hann pósar fyrir myndavélina. Þegar ég munda vélina þá hættir hann að bauka og setur sig í stellingar.)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fiðraðir persónuleikar
10.5.2008 | 20:33
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gaukssaga
10.5.2008 | 01:40
Það var stór páfagaukur á æskuheimili mínu, African grey sem hét Nílló. Hann var orðinn einhverra tuga ára þegar hann kom til okkar en þessi gaukar verða allt að 70 til 80 ára við bestu skilyrði. Hann var fluttur til landsins frá Evrópu af afabróður okkar krakkanna og þegar hann féll frá þurfti að finna gauknum nýtt heimili. Ekki var mikil þekking til um hvaða fæði og aðbúnaður væri bestur fyrir svona fugla og Nílló fékk að éta mestallt sem hann hafði lyst á. Honum fannst góður kaffisopinn og tók eiginlega við öllu sem að honum var rétt. Hann talaði og flautaði og vaskaði upp, hann mjálmaði þegar við áttum kött (sem olli kettinum nokkrum heilabrotum). Hann bauð gestum "viltu kaffi?" eða "viltu kók?". Hann kallaði "síminn!" í tíma og ótíma sem plataði oft heimilisfólkið til að taka upp tólið. "Er Mogginn kominn?" hljómaði daglangt. Hann spurði um börnin á heimilinu með nafni. En hann þýddist engan nema heimilisföðurinn sem hann dáði. Hann beit alla aðra af sér. Sérstakleg var hann í stríði við húsmóðurina, sem sat uppi með alla umhirðuna um hann. Það er sóðalegt að vera með páfagauk, kostar mikil og stöðug þrif. Það varð sértakt samband á milli þeirra. Hún skammaðist í honum og hann reyndi að bíta hana við öll tækifæri. Þegar Nílló fékk að vera laus lá allt heimilið undir skemmdum, hann nagaði allt sem hann náði í, húsgögnin urðu með árunum tætt og rifin, hann spændi upp stólfætur og hillur. Ég á enn húsgögn sem bera ummerkin um hann. En óskaplega eru þessar minningar skemmtilegar. Og nú er ég að endurupplifa þetta með minn litla græna gauk, en ég er ákveðin í að ala hann betur upp og hann fær ekki aðgang að húsgögnum hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Result!
7.5.2008 | 14:54
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einföld sál
29.4.2008 | 19:04
Setti nýjan og stærri spegil við búrið hjá Tuma og hann er ástfanginn! Hann dansar og sveiflar sér fyrir framan spegilinn og gefur frá sér alveg ný hljóð, litla krúttið heldur að hann (eða hún kannski) sé búin að eignast elskhuga.
Síðan eru myndir frá USA í albúminu til hliðar fyrir vini og ættingja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lending
27.4.2008 | 16:58
Nú er ég að ná áttum eftir ferðalagið og Tumi kominn heim. Flosi greyjið er að jafna sig - alltaf þegar ég hef verið í burtu einhvern tíma er hann í þrjá daga að jafna sig. Hann mjálmar með hljóðum - til að láta mig vita hversu slæmt hann hefur haft það - aleinn heima. Þó lítur nágranni til hans daglega.
Þessi Ameríkuferð var frábær - allt gekk samkvæmt áætlun nema að við Detel reiknuðum ekki með að vera stöðvaðar af lögreglunni í Culpepper Virginia. Ég var að taka u-beygju á aðalgötunni - enginn annar bíll á ferð, þá skaust lögreglubíll út úr hliðargötu og ég var rétt búin að keyra inn í hliðina á honum en mér tókst að stoppa áður. Detel hélt að við hefðum sloppið en ég hef séð of margar lögreglubíómyndir - ekki séns að hann kæmi ekki á eftir okkur. Eftir smástund sá ég blá blikkandi ljós í speglinum og stöðvaði, skíthrædd. Við höfðum verið varaðar við að keyra ekki of hratt því að lögreglan í minni bæjum sektar ökumenn grimmt - þannig afla þeir mikilvægra tekna. En Detel (sem hafði fengið sér rauðvín með matnum, en ekki ég) útskýrði fyrir löggunni í löngu máli að við værum ekki glæpamenn á flótta - ekki geggjaðir unglingar - heldur miðaldra ferðamenn að leita að Mótelinu okkar. Mér til undrunar (og allra sem við sögðum frá þessu) var lögreglan ekkert nema elskulegheitin og sagði okkur hvar Red Carpet Motel væri að finna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spurning um sjálfsvirðingu
11.4.2008 | 13:09
Hlustaði á BBC World Service í morgun þar sem viðskiptaþátturinn er sendur út frá Íslandi. Þið finnið það væntanlega á vefnum þeirra en ég hef ekki tíma til að leita að því. En það sem eftir situr hjá mér er þetta. Skilaboðin sem sum íslensk fyrirtæki sendu til umheimsins fyrir nokkrum árum til að tæla til sin viðskipti - "one night stands in Iceland" og fleira í þessum anda hafa heldur betur skilað sér. Virðingaleysið og "lauslætið" (skiljist eins og hver vill) í þeim skilaboðum speglast nú í því virðingaleysi sem Ísland er að uppskera þar sem peningamenn eru að leika sér að Íslandi eins og leikfangi. Þeir sem hafa peningana hafa völdin. Ef við höfum ekki sjálfsvirðinguna í lagi - hvers vegna ætti umheimurinn að koma öðruvísi fram við okkur? Þetta á við um einstakling og þjóðir. Maðurinn uppsker eins og hann sáir.
Prédikun lokið, farin út á flugvöll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mótsagnir
11.4.2008 | 11:37
Bílstjórar fresta aðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fuglapössun
9.4.2008 | 23:31
Nú er sá græni kominn í pössun hjá systur minni og mági. Hann var fluttur í búrinu með pompi og prakt í aftursætinu við hliðina á 15 ára frænda sem finnst Tumi frábærlega fyndinn. Enda er hann það - við erum búin að vera að æfa "halló Tumi" og mjálm í dag og honum fer mjög hratt fram í tali. Fregnaði af honum í kvöld og hann leikur við hvurn sinn fingur hjá þeim. Ekkert að láta breytingarnar trufla sig - sem er frábært því það eru allar líkur á því að hann fari reglulega í pössun hjá þeim.
Flosi er feginn að hafa heimilið út af fyrir sig aftur - og kattarheilinn leyfir honum ekki að skilja að þetta er tímabundið frí frá skrækjunum sem vekja hann upp af værum blundi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)