Færsluflokkur: Bloggar
Engin samúð hér
4.4.2008 | 15:31
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þolinmæði vinnur ekki allar þrautir
4.4.2008 | 12:40
Nú er þolinmæðin undir verulegu álagi - hleypti Tuma út úr búrinu í morgun og næ honum ekki inn aftur. Flosi hefur beðið úti á svölum í tvo tíma og er að fara á límingunum - skilur ekki af hverju ég hlýði ekki og opna fyrir honum. Tumi flögraði niður stigann í morgun og ég finn enga leið til að ná honum - hann vill ekki sjá hendur - en er tilbúinn til að skoða og narta tímunum saman í inniskóna ef ég stend alveg kyrr hjá honum. Loksins flögraði hann upp í hálfan stiga - en vill ekki láta aðstoða sig. Ég er viss um að hann er svangur - en þvermóðskan er sterkari. Veit ekki hvort hann ræður ekki við að stjórna fluginu eða hvort hann er bara svona þver.
Nú brast þolinmæðin og ég greip hann með handklæði - hann virðist vera ósköp feginn að vera kominn í búrið - hentist strax í að laga allar fjaðrir og snyrta af sér rykið af gólfinu - og Flosi feginn að fá að koma inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fuglasaga
1.4.2008 | 19:50
Tumi flaug af búrinu sínu og á öxlina á mér þar sem ég sit við tölvuna- ég veit ekki hvort okkar var meira hissa. Sem betur fer var Flosi úti - ég þarf greinilega að ráðgera útivistartíma þeirra beggja vandlega. Tumi vill ekki hendur nálægt sér - hefur sennilega verið hvekktur einhvernveginn - en hann er greinilega minna hræddur við andlit og aðra líkamsparta því að hann reyndi að finna leið til að skríða upp á inniskóna og upp eftir gallabuxunum þegar hann flaug af stað í annað sinn og lenti á gólfinu. Síðan tókst honum að fljúga upp á búrið sjálfum.
Hann flaug líka af búrinu um helgina og brotlenti þá í tröppunum - Flosi vaknaði og stökk upp á augabragði og ég rétt náði að grípa hann og skella honum út á svalir áður en tíðindin yrðu sorgleg. Þá mátti ég ekki rétta Tuma höndina - en hann flaug upp á öxlina til að fá far á búrið.
Nú er ég að reyna að lokka hann inn í búrið til að geta hleypt mjálmandi ketti inn. En Tumi er fljótur að læra - mér tókst að plata hann inn í búrið í gær með því að setja eplabita inn í búrið - nú prófaði ég þetta ráð aftur en hann er að sjá við þessu hjá mér. Situr upp á búrinu sem fastast og er keikur. Hann er óskaplega glysgjarn og er heillaður af gleraugunum mínum og hálsmeni. Mér heyrist hann vera að æfa sig í að segja "halló", og svo flautar hann bara mjög melódískt.
Nú féll hann fyrir ávextinum og ég gat lokað búrinu - í því kom Flosi inn um gluggann grunlaus um fjaðrafokið sem var í gangi. Þetta er æsispennandi líf.
Sir Winston Churchill (1874 - 1965)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að vera ekki sama
30.3.2008 | 11:37
Það er svo mikilvægt að umhverfið sé ekki ljótt. Ég á oft leið um Laugaveginn og Hverfisgötuna og finn að með hverjum mánuðinum sem líður forðast ég þær leiðir meira og meira. Það hefur beinlínis áhrif á líðan mína hvernig umhverfið er. Og það verða að vera rétt hlutföll í umhverfinu - mér finnst ekki góð hlutföll manns og bygginga í Skuggahverfinu til dæmis - sem veldur því að ég staldra ekki við þar. Ég er ekki strangtrúuð varðandi hvort eigi að halda í gömlu skúrana í miðbænum eða hvort eigi að rífa og byggja nýtt. Aðalatriðið er að byggja í samræmi og að hlutföllin séu mannvæn. Og það er ljóst að ljót og vanrækt hverfi eru ekki uppbyggilegt umhverfi fyrir fólk - skilaboðin eru að öllum er sama um allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skondið
28.3.2008 | 15:08
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Goggunarröðin
28.3.2008 | 13:35
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Augljóst mál
27.3.2008 | 22:44
Jæja - það þokast í áttina. Mér finnst það deginum ljósara að sá sem framleiðir auglýsingar eða dagblöð eða bara hvað sem er og treður því inn í mitt hús gegn vilja mínum - er að brjóta á mér. Augljóst.
Stephen Leacock (1869 - 1944)
Húseigendur beri ekki kostnað vegna ruslpósts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fuglalíf
23.3.2008 | 10:49
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Breytingar
22.3.2008 | 10:25
Ég hafði ekki hugsað málið til enda. Gleymdi að þegar nýr einstaklingur kemur inn á heimilið þá breytist allt. Nú er komin lifandi vekjaraklukka í húsið og ekki lengur hægt að sofa frameftir. Tumi er farinn að dotta á prikinu um klukkan 8 á kvöldin og vaknar eins og hani klukkan 8 á morgnana - og þá vill hann félagsskap. Hann er strax farinn að reyna að flauta og segja "nú?" í spurnartón - það segi ég við hann þegar hann er að tuldra eitthvað við sjálfan sig. Eftir 14 ára sambúð með Flosa er okkar rútína orðin sjálfsögð - nú þurfum við bæði að endurskoða, hann er enn heillaður af fuglinum en reynir ekki að troða sér inn í búrið lengur.
Sótti greinar upp í Heiðmörk í gær - vildi bjóða honum upp á fjölbreytni því að þessum fuglum má ekki leiðast. Hann vill ekki sjá þær. Hann sýnir glöggt það sem hann vill og vill ekki - hann elskar ávexti - vínber, döðlur, banana, epli. Og sumt grænmeti, papriku og soðnar kartöflur. Og speltrúgbrauð er vinsælt. Grænt grænmeti lætur hann detta á botninn á búrinu. Og þegar ég bauð honum ferskt rósmarín, þá kom hann ekki nálægt því - sennilega allt of sterkt fyrir hann.
Var líka búin að gleyma sóðaskapnum sem fylgir fuglum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjir tímar
20.3.2008 | 10:29
Það gerðist nokkuð óvænt í gær að ég er orðin eigandi að grænum páfagauk sem ég kalla Tuma þumal. Svona geta bestu áætlanir breyst án fyrirvara - reyndar var þetta búið að blunda í mér í nokkur ár en, hvenær er besti tíminn til að taka svona ákvarðanir? Alla vega er spenningur í fjölskyldunni og nú ætla þau að streyma hingað í dag til að heilsa upp á Tuma.
Ég hafði mestar áhyggjur af kettinum Flosa, hann var reyndar ástæða þess að ég var búin að fresta þessu - hvernig hann tæki því að fá fugl í húsið. Ég sá strax í búðinni að Tumi var rosalega kúl - hann skrækti ekki - flögraði ekki um - heldur reyndi strax að ná athygli minni með augnsambandi. Þegar heim kom var hann enga stund að ná jafnvægi eftir að ferðast um í litlum kassa - hann smakkaði matinn og tók við vínberi sem ég rétti honum. Flosi varð agndofa. Hann starði á fuglinn. Fljótlega fór hann að reka loppurnar inn um rimlana en Tumi lét sér ekki bregða. Hann bara reyndi að bíta í þessa loðnu loppu. Svo lagðist skottið óvart að rimlunum og Tumi beit í það - reyndar án þess að skaða köttinn. Hann sýnir enga hræðslu við köttinn. Nú ligg ég á netinu til að læra allt um Indian Ringneck páfagauka. Þeir eru greindir - ákveðnir og geta lært að tala. Það eru spennandi tímar framundan hér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)