Fuglapössun

Nú er sá græni kominn í pössun hjá systur minni og mági. Hann var fluttur í búrinu með pompi og prakt í aftursætinu við hliðina á 15 ára frænda sem finnst Tumi frábærlega fyndinn. Enda er hann það - við erum búin að vera að æfa "halló Tumi" og mjálm í dag og honum fer mjög hratt fram í tali. Fregnaði af honum í kvöld og hann leikur við hvurn sinn fingur hjá þeim. Ekkert að láta breytingarnar trufla sig - sem er frábært því það eru allar líkur á því að hann fari reglulega í pössun hjá þeim.

Flosi er feginn að hafa heimilið út af fyrir sig aftur - og kattarheilinn leyfir honum ekki að skilja að þetta er tímabundið frí frá skrækjunum sem vekja hann upp af værum blundi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með dóttluna þína,

góða ferð út

bestu kveðjur

afmælisnördinn

día (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 18:52

2 Smámynd: Álfhóll

Góða ferð Dóra mín. Viðraðu þig nú almennilega þannig að við fáum þig til baka fríska og uppveðraða........

Guðrún

Álfhóll, 11.4.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband