Spurning um sjálfsvirðingu

Hlustaði á BBC World Service í morgun þar sem viðskiptaþátturinn er sendur út frá Íslandi. Þið finnið það væntanlega á vefnum þeirra en ég hef ekki tíma til að leita að því. En það sem eftir situr hjá mér er þetta. Skilaboðin sem sum íslensk fyrirtæki sendu til umheimsins fyrir nokkrum árum til að tæla til sin viðskipti - "one night stands in Iceland" og fleira í þessum anda hafa heldur betur skilað sér. Virðingaleysið og "lauslætið" (skiljist eins og hver vill) í þeim skilaboðum speglast nú í því virðingaleysi sem Ísland er að uppskera þar sem peningamenn eru að leika sér að Íslandi eins og leikfangi. Þeir sem hafa peningana hafa völdin. Ef við höfum ekki sjálfsvirðinguna í lagi - hvers vegna ætti umheimurinn að koma öðruvísi fram við okkur? Þetta á við um einstakling og þjóðir. Maðurinn uppsker eins og hann sáir.

Prédikun lokið, farin út á flugvöll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Hafðu góða ferð kæra Dóra, hlakka til að heyra sögurnar þínar þegar þú kemur aftur.

Thelma Ásdísardóttir, 13.4.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Álfhóll

Er sjens á lífsmarki?

Vinkona þín

Álfhóll, 16.4.2008 kl. 16:23

3 identicon

til hamingju með daginn og vonandi skemmtir þú þér vel í útlandinu - humm þó ekki sért beinlínis að flytja okkur fréttir hér ha mín góða - mætti halda að þú hefðir öðrum hnöppum að hneppa !!!

kv.

día (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 13:49

4 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Saelar allar saman. Nu er eg i godu yfirlaeti hja Gloriu i Winston Salem. Vid Detel erum bunar ad eiga goda daga i Washington hja afar skrautlegri vinkonu Detel. Babsi veit allt um allt i Washington og hefur sterkar skodanir a ollu. Her skiptist folk i Obama eda Hillary folk og er med skilti i gordum sinum med nofum sins frambjodanda. Oskapleg spenna eftir kosningum. Vid hofum skodad sofn og farid i messu thar sem verid var ad minnast frelsun thraelanna og allt hefur leikid vid okkur - vedrid frabaert, billinn godur. Vorum "on the road" i tvo daga og thegar vid komum i sveitathorpin var allt miklu rolegra en audvitad urdum vid ad vera eltar af loggu med blikkandi ljos eftir ad eg var naestum buin ad svina a hann. En hann tok okkur vel og skrautlegar skyringar Detel ad vid vaerum turistar fra fjarlaegu landi (eftir 2 raudvinsglos) gerdi thad ad verkum ad hann visadi okkur veginn a motelid og oskadi okkur alls hins besta. Her er folk einstaklega elskulegt og allir til i ad adstoda vid allt. A morgun er okkur bodid i sumarhus fjolskyldunnar vid vatn - batur og allt. Leggjum sidan af stad eftir helgina til naestu vinkonu sem byr vid Virginia Beach. Meira seinna.

Takk Dia min - thu ert otruleg! En ekki hef eg sed Apple Store a ferdum minum - sjaum til.

Halldóra Halldórsdóttir, 17.4.2008 kl. 23:13

5 Smámynd: Garún

Bið að heilsa Gloríu.   og Detel og þér mín kæra vinkona

Garún, 21.4.2008 kl. 22:57

6 Smámynd: Álfhóll

Til hamingju með afmælið um  daginn, hlakka til að heyra  meira þegar þú kemur heim. GJ

Álfhóll, 24.4.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband