Lending

 

Nú er ég að ná áttum eftir ferðalagið og Tumi kominn heim. Flosi greyjið er að jafna sig - alltaf þegar ég hef verið í burtu einhvern tíma er hann í þrjá daga að jafna sig. Hann mjálmar með hljóðum - til að láta mig vita hversu slæmt hann hefur haft það - aleinn heima. Þó lítur nágranni til hans daglega.

Þessi Ameríkuferð var frábær - allt gekk samkvæmt áætlun nema að við Detel reiknuðum ekki með að vera stöðvaðar af lögreglunni í Culpepper Virginia. Ég var að taka u-beygju á aðalgötunni - enginn annar bíll á ferð, þá skaust lögreglubíll út úr hliðargötu og ég var rétt búin að keyra inn í hliðina á honum en mér tókst að stoppa áður. Detel hélt að við hefðum sloppið en ég hef séð of margar lögreglubíómyndir - ekki séns að hann kæmi ekki á eftir okkur. Eftir smástund sá ég blá blikkandi ljós í speglinum og stöðvaði, skíthrædd. Við höfðum verið varaðar við að keyra ekki of hratt því að lögreglan í minni bæjum sektar ökumenn grimmt - þannig afla þeir mikilvægra tekna. En Detel (sem hafði fengið sér rauðvín með matnum, en ekki ég) útskýrði fyrir löggunni í löngu máli að við værum ekki glæpamenn á flótta - ekki geggjaðir unglingar - heldur miðaldra ferðamenn að leita að Mótelinu okkar. Mér til undrunar (og allra sem við sögðum frá þessu) var lögreglan ekkert nema elskulegheitin og sagði okkur hvar Red Carpet Motel væri að finna. 

Við GloríaSumarbústaðurinn

    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

velkomin heim

ha ha, löggunni hefur öruggleg þótt fyndið hvað bílstjórin var logandi hræddur ...

gangi þér vel fyrstu dagana heima, eflaust á eftir að ganga á ýmsu ef ég þekki Flosa rétt. Ekki nóg með að þú skiljir hann eftir ALEINAN dögum saman heldur þegar þú loksins kemur aftur heim þá ertu með Tuma í eftirdragi

kv. Día

día (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 22:47

2 Smámynd: Ágústa

Aldeilis gott hjá þér að keyra ekki á lögguna         þær geta verið varasamar sérstaklega í litlum krummaskuðum í Ameríkunni

Ágústa, 28.4.2008 kl. 17:40

3 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Velkomin heim kæra samstarfskona. Gott að þú endaðir ekki í einhverjum amerískum löggueltingarleik!

Thelma Ásdísardóttir, 28.4.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband