Fríblöð og auglýsingar

Það fauk í mig við heimkomuna úr vinnunni í gær. Fréttablaðið fyllti litla póstkassann minn. Búin að leggja vinnu í að koma skilaboðum til þeirra sem bera út Fréttablaðið að ég vilji EKKI fá það í póstkassann minn. EKKI fríblöð og EKKI litríkar auglýsingar um allt sem ég verði að fá mér til að verða hamingjusöm. Búin að líma stórann miða í gluggann í útihurðinni og annan utan á póstkassann þess efnis að aðeins póstur sem er stílaður á heimilisfólk sé velkominn. Það virkaði í 3 vikur en greinilega ekki lengur.

Sendi síðan tölvupóst á Fréttablaðið til að ítreka vilja minn - nú er spennandi að sjá hvort réttur minn verður virtur eða hvort vilji auglýsenda og fríblaða er sterkari. Þegar ég hitti póstberann um daginn sagði hann að "þeir" vildu að póstberarnir tækju ekki mark á þessum skilaboðum íbúanna. Hann vildi ekki segja hverjir þessir þeir eru.

Hvers vegna er þetta mál fyrir mig? Ég les þau blöð sem ég vil í vinnunni og á netinu. Er ekki áskrifandi að neinu dagblaði. Þessi fríblöð og auglýsingar hlaðast upp og eru til ama. Og síðan er það á mína abyrgð að koma þeim fyrir kattarnef á ábyrgan hátt í endurvinnslu. Bara leiðindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband