Úbbs...

Það stóð ekki til að raska lífi allra nágranna minna með þessari prívat herferð gegn fríum fréttablöðum og auglýsingum. Það kemur sem sagt í ljós að blaðburðarfólkið er hætt að setja Fréttablaðið í póstkassana hjá næstu nágrönnum mínum og þau eru ekki kát með það. Veit ekki alveg hvort ég á að verða sakbitin út af þessu, nei fjandinn, ábyrgðin er augljóslega hjá blaðberunum. Nágrannapóstkassarnir og pósthólfin eru ekki yfirlýst sem no-go area, aðeins minn. Þetta verður áfram spennandi viðureign litlu konunnar versus fjölmiðlarisans. Svona örsögur úr hversdagslífinu gefa blogginu gildi til hliðar við gríðarlega mikilvægar umræður um samfélag og pólitík og G8.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágústa

Það er aldeilis að þú hefur komið blaðberanum í klandur.   Hversdagslífið er svo miklu skemmtilegra þegar það er brotið niður í örsögur.

Ágústa, 9.6.2007 kl. 22:07

2 identicon

Dóra, Dóra, Dóra mín,

Blaðberinn er auðvitað skíthræddur við þessa skrítnu konu sem vill ekki blaðið, halló flestir eru að kvarta dag og nótt yfir blaðleysi. Hann er örugglega í hálfgerðu tráma og man ekki lengur hvaða póstkassa þú átt svo hann ber auðvita ekki út í þinni götu eigandi það á hættu að hitta þig eða fá skrifleg skilaboð frá þér.

Það er svo miklu einfaldara fyrir samfélagið allt ef við erum öll eins Dóra mín..... humm þú skilur, vertu nú hlýðin og góð eins og við hin.

kv. Día sem er himinsæl með að fá alltaf óumbeðið tvö eintök af fréttablaðinu inn um lúguna.

ps. veistu að ég er nýkomin í þitt tölvulið - ó já orðin makkaeigandi svo kannski verð ég svolítið skrítin innan skamms..........

Díana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 00:09

3 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Jæja Día - ertu komin með Makka. Og hvernig finnst þér? Allt annað líf auðvitað.

Hefurðu séð litlu Aloe Vera plönturnar mínar? Gústa - manstu á ströndinni, alltaf verið að reyna að selja manni aloe vera. Veit ekki hvernig þær munu lifa við okkar skilyrði.

Halldóra Halldórsdóttir, 10.6.2007 kl. 01:52

4 Smámynd: Garún

Hæ elsku besta Dóra.  Já ég er búin að vera í hestunum í 7 ár.  Á Sjálf tvær hryssur.  Þær Kryssu 21 vetra og Köld Slóð 2 vetra brjálæðing.  En hvað var gaman að sjá myndirnar frá Barbados og sjá vanga svipinn á henni Hildi.  Það væri nú æðislegt að fá email fangið hennar svo ég geti sent henni nokkrar línur.  Emailið mitt er garun@isl.is    Og já mér finnst þetta gott hjá þér með Fréttablaðið.  Ég er reyndar þessa dagana að reyna að hafa uppá bréfberanum mínum og biðja hann að hætta að koma með reikninga til mín, þar sem ég hef ekki beðið hann um það né skrifað undir neina slíka yfirlýsingu.  Kveðja Garún 

Garún, 12.6.2007 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband