Hvað nú?

Það setti mig algjörlega út af laginu að koma heim í dag og sjá! - Fréttablaðið í póstkassanum!
Mig setti hljóða. Öll sú vinna sem hefur farið í að sigra í átökunum við blaðberana. En til einskis. Nú þarf að leggjast undir feld og plotta næsta leik - því það þýðir ekki að gefast upp.

Á meðan hugmyndir fæðast ætla ég að gleðjast yfir nýju bloggvinkonu minni sem er mesti húmoristi sem ég veit um. Það lá við að ég yrði fyrir líkamlegum skaða í hláturhviðunum þegar ég las nýjustu færsluna hennar. Ég mæli með bloggi Garúnar- en hvet lesendur til að fara varlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Álfhóll

Dóran mín.

Það er þetta með blaðberastríðið!  Ég sé ýmsar aðrar leiðir til þess að nýta orkuna sem fer í það í önnur stríð og mikilvægari.  Sting upp á að þú notir sumarfríið í blaðberana og svo tökum við saman þá slagi sem þarf í stóru samfélagstiltektinni.

Bestu kveðjur

Guðrún

Álfhóll, 13.6.2007 kl. 18:51

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Guðrún mín - þú hlýtur að sjá að þetta er meiriháttar prófmál !. Ég heyri á þér að þér finnst ég fara illa með krafta mína - sennilega rétt hjá þér.

Njóttu sumarfrísins mín kæra.

Halldóra Halldórsdóttir, 13.6.2007 kl. 20:15

3 Smámynd: Garún

Þetta er orrusta það er alveg á hreinu.  Kannski er lausnin að gera eins og einhver gerði sem vildi ekki fá stöðumælasekt, sá tók rúðuþurrkurnar bara af bílnum sínum.  Kannski er málið að fá sér mjög mjög littla bréfalúgu.   

Garún, 14.6.2007 kl. 10:54

4 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Mér heyrist vera komin tími á vatnsbyssuna Dóra mín  

Thelma Ásdísardóttir, 14.6.2007 kl. 17:37

5 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Já - ég veit að þráhyggjan er alveg að ná yfirhöndinni.

En - nú skildi ég blaðið frá í gær eftir ofan á póstkassanum í stað þess að taka það inn - vildi sjá hvað næsti leikur yrði hjá blaðberanum. Í morgun var hann/hún búin að troða nýja blaðinu í hurðarhúninn. Ef ég skil það eftir þar - hvaða snilldarbragð verður þá fundið upp? Ég get ekki séð aðra staði sem hægt er að troða blaðinu. En ég er heldur ekki blaðberi.

Halldóra Halldórsdóttir, 15.6.2007 kl. 13:34

6 identicon

sorrý Dóra mín en þetta fer samt að vera með því fyndnara sem maður heyrir a.m.k. þessa dagana.

En þú ert baráttukona af bestu gerð þannig að þú gefst nú ekki svo auðveldlega upp og finnur sjálfsagt upp á nýju bragði fyrir morgundaginn.

baráttukveðjur til þín

Día

díana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 16:45

7 Smámynd: Álfhóll

Þú gætir sent 365 hvert blað í póstkröfu og látið þá  sækja og leysa út.  Held þú hefðir gaman af.  Þú ferð ekki að gefast upp í þessari baráttu, úr því þú ert komin út í hana!

Guðrún

Álfhóll, 15.6.2007 kl. 19:22

8 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Día - ég fæ áhyggjur af þér ef þetta er með því fyndnara þessa dagana! Er lífið sona leiðinlegt? Hefurðu lesið bloggið hjá henni Garúnu okkar? Hún gerir mig hjálparvana af hlátri stelpan.

Góð hugmynd Guðrún! Ég get dundað mér við að eyða kaupinu mínu í póstkröfur - eða jafnvel ábyrgðarpóst, það ætti að halda 365 á tánum.

Halldóra Halldórsdóttir, 15.6.2007 kl. 20:24

9 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Thelma - vatnsbyssan er enn í skoðun.

Halldóra Halldórsdóttir, 15.6.2007 kl. 20:27

10 Smámynd: Ágústa

þitt stríð er nú bara smáþjóðastríð..........ég þekki konu sem fær ekki að eiga neitt í friði fyrir blaðburðarfjölskyldunni.  Hjá henni kemur family of three með blaðið hennar. Hún setti sumarblómin sín við útidyrnar í fallegan blómapott þegar sumarið plataði okkur í nokkra daga og morguninn eftir voru þau horfin. Daginn áður hafði barn nágrannans gleymt boltanum sínum fyrir utan húsdyrnar hennar og hann hvarf með blaðburðarsyninum.  Þar á undan hafði hún sett frá sér garðhanska og þeir komu greinilega í góðar þarfir hjá blaðurðarfólkinu.  Hún heyrir þegar þau koma með blaðið og  fylgist með hvað skeður.  Hún er að plotta hvað hún gerir næst.  Kannski setur hún músagildru í opið, því hún er með ekta bréfalúgu en ekki kassa eins og þú.

Ágústa, 15.6.2007 kl. 22:42

11 Smámynd: Álfhóll

Dóra, þú fattar þetta ekki, 365 þarf að punga út ef þú sendir blöðin í póstkröfu - ekki þú!

Vinkona þín

Álfhóll, 15.6.2007 kl. 23:12

12 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Heyrðu Gústa -- þetta blaðburðafenomen er greinilega viðameira en ég hélt þega ég fór af stað með mitt mál. Þarf að taka þetta fastari tökum allt saman. Eða er þetta sértækt fjölskylduvandamál - ég man þá tíð að faðir okkar blessaður átti í miklu stríði við Sigga póst í Hlíðunum í gamla daga. Lá í leyni bak við gluggatjöldin því hann var viss um að Siggi væri að fara á bak við hann með mikilvægar bókasendingar og bréf frá útlöndum. Mig minnir að pósturinn hafi borið út blöð líka í þá daga, alla vega var Siggi póstur heilmikið til umræðu í fjölskyldunni. Þráhyggja mín varð sennilega til í æsku þegar upp er staðið - allt má rekja til barnæskunnar.

Guðrún - takk fyrir ábendinguna - missti mig aðeins.

Halldóra Halldórsdóttir, 16.6.2007 kl. 02:14

13 Smámynd: Álfhóll

Dóra mín, hvað er að frétta af Fréttablaðinu núna?

kv. GJ

Álfhóll, 19.6.2007 kl. 18:38

14 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Er enn undir feldi en fylgist vandlega með atburðarásinni. Blaðið kom í gær en ekki í dag. Sálfræðihernaður. Það er greinilega verið að reyna að koma mér úr jafnvægi með því að haga sér á ófyrirsjáanlegan hátt. Nú skil ég Fréttablaðið efir ofan á póstkassanum - og er kominn þar vænn stafli. En nú hef ég áhyggjur af póstinum, mun hann/hún gefast upp á að reyna að troða bréfunum mínum framhjá blaðastaflanum?

Halldóra Halldórsdóttir, 20.6.2007 kl. 00:16

15 Smámynd: Álfhóll

Þetta er dásamlegt verkefni. En að sitja  fyrir  póstinum og fara yfir málin, eða skrifa honum/henni bréf og útskýra Fréttablaðssstaflann? 

Farin á Vestfirði svo ég missi af næstu atriðum í þessu leikriti. Bless á meðan, en mun fylgjast með.

Vinkona þín

Álfhóll, 21.6.2007 kl. 15:28

16 identicon

sæl Dóra mín,

þú bara verður að fyrirgefa en mér finnst þetta ennþá mjög fyndið - væri alveg hægt að gera fyndna sketsa úr þessu sumarævintýri þínu - spurning um að tala við Garúnu og láta hana setja þetta upp í gamanþátt. Dásamlegar aðalpersónur; þú, óttaslegni blaðberinn og kötturinn.

Hef samt áhyggjur af því hvernig þetta ástand fer í litla rauðhausinn á heimilinu, get ímyndað mér að hann sé ansi taugaveiklaður með þetta ástand svona ?

bestu kveðjur

día

Díana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 22:35

17 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Día - þú hittir naglann á höfuðuð. Þetta fer ekki vel í þann rauða fremur en annað sem er örlítið öðruvísi en venjulega. En hann er í öðru sérverkefni. Tíkin hún Táta. Þessi hægláta, stóra, blíða skepna sem býr við hliðina á okkur fær að liggja úti á stétt í góðu veðri. Hún er svo róleg að túristarnir sem rölta niður götuna með kort af Reykjavík undir nefinu detta um hana. Aðeins eitt getur truflað hana - Flosi hinn rauði. Hún umturnast þegar hún sér hann og þá hlakkar í mínum. Hann veit sem er að hún er bundin - og hann situr og hvæsir á tíkina rétt utan seilingar. Í upphafi vildi Táta bara leika við hann sem stóð auðvitað aldrei til boða - en nú er það orðinn tortúr að horfa uppá hvernig hann nýtur þess að egna hana og espa.

Guðrún mín - við mætum lífsverkefnum okkar á ólíkan máta. Þú ert skynsöm, raunsæ og viðræðugóður húmanisti - ég fer í skotgrafirnar með þráhygguna í nesti. Eigðu góða ferð.

Halldóra Halldórsdóttir, 22.6.2007 kl. 03:05

18 Smámynd: Ingibjörg Þórðardóttir

Þetta er nú alveg með því betra sem ég hef lesið. Eins gott að hafa blaðburðarfólkið sitt á hreinu, hehe. Þú heldur þessari skemmtilegu framhaldssögu áfram Dóra mín. Okkur hinum til gleði

kv, Inga

Ingibjörg Þórðardóttir, 22.6.2007 kl. 15:05

19 Smámynd: Garún

Ég er nú þegar að semja við Paramount pictures um þrjár 24 þátta seríur, Helen Mirren er að hugsa sig um, Jude Law er on board og Rowan Atkinsson er einnig hugsanlega með. Hvað finnst ykkur að þættirnir ættu að heita ? Endilega komið með hugmyndir....Hér eru nokkrar. ... Unwanted papers! No news here! The post war ! Papercut! Deliver somewhere else !......., Endilega komið með hugmyndir.....

Kveðja Leikstjórinn

Garún, 22.6.2007 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband