Þolinmæði vinnur ekki allar þrautir

Nú er þolinmæðin undir verulegu álagi - hleypti Tuma út úr búrinu í morgun og næ honum ekki inn aftur. Flosi hefur beðið úti á svölum í tvo tíma og er að fara á límingunum - skilur ekki af hverju ég hlýði ekki og opna fyrir honum. Tumi flögraði niður stigann í morgun og ég finn enga leið til að ná honum - hann vill ekki sjá hendur - en er tilbúinn til að skoða og narta tímunum saman í inniskóna ef ég stend alveg kyrr hjá honum. Loksins flögraði hann upp í hálfan stiga - en vill ekki láta aðstoða sig. Ég er viss um að hann er svangur - en þvermóðskan er sterkari. Veit ekki hvort hann ræður ekki við að stjórna fluginu eða hvort hann er bara svona þver.

 Nú brast þolinmæðin og ég greip hann með handklæði - hann virðist vera ósköp feginn að vera kominn í búrið - hentist strax í að laga allar fjaðrir og snyrta af sér rykið af gólfinu - og Flosi feginn að fá að koma inn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband