Spilling hvað?
1.5.2009 | 21:19
Nú er landinn skyndilega farinn að vita að hér hefur alltaf viðgengist að múta - það hét bara annað. Frændsemi - vinskapur - flokkshollusta.
Það er fínt að við erum að rakna við úr meðvitundarleysinu, hlægilegast er þó að við erum nýbúin að fá þann stimpil að vera minnst spillta þjóðfélagið.
Margir telja spillingu ríkja í þjóðfélaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Neytendur eru orsök plágunnar.
1.5.2009 | 19:36
Þessi grein í Independent sýni fram á hvernig við uppskerum eins og við sáum. Þar er sýnt fram á hvernig iðnaðarframleiðsla á ódýru dýrakjöti beinlínis býr til svínflensu og væntanlega fuglaflensu líka og sennilega gin og klaufaveikina hræðilegu sem geysaði í Bretlandi um árið. Við þær ömurlegu aðstæður sem dýrin eru alin upp í verða til kjöraðstæður fyrir vírusa til að breyta sér. Vísindamenn eru hér ekki að velta dýravernd fyrir sér - en það er ekki fyrr en við breytum neyslukröfum okkar að við sjáum aftur heilbrigð dýr í viðeigandi umhverfi. Ef það gerist ekki þá verða þessir vírusar skæðari með hverju ári. Það erum við neytendur sem orsökum þessar plágur.
http://www.independent.co.uk/opinion/commentators/johann-hari/johann-hari-lifethreatening-disease-is-the-price-we-pay-for-cheap-meat-1677067.html
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og ég man...
9.4.2009 | 18:12
Í mínum uppvexti skildist mér smám saman hvernig pólitíkin virkaði. Sem dæmi - til að pabbi gæti byggt sér bílskúr þá fór hann í rétta bankann til að fá lán - bankann sem tilheyrði hans flokki. Svona var þetta út um allt samfélagið.
Það hefur alltaf verið ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn var þéttur og mikill flokkur - þeir sem voru þar innanflokks voru iðulega miklir kallar (aftur minningar úr æskunni) - í huga ungrar manneskju var þetta lögmál. En mér hugnaðist aldrei þessi félagsskapur - var tortryggin út í þetta óáþreifanlega vald sem fylgdi þessum mönnum. Margir áratugir eru nú liðnir og margt hefur breyst i pólitíkinni en ég held að þessi mynd af þéttum, samofnum hagsmunasamtökum sem flokkurinn var - hafi aðeins styrkst. Þessar fréttir sem margir Sjálfstæðismenn eru nú að furða sig á koma mér ekki á óvart. Svona hefur þetta alltaf verið - það nýja er að þetta er að velta út úr skápum og skúmaskotum. Hinn gamli flokkurinn sem taldi sig eiga annan helminginn af landi og þjóð, Framsókn, er örugglega um þessar mundir að reyna að setja fleiri hengilása á sína feluskápa. Það þýðir ekki að Samfylking og VG séu heilagar kýr - þó er það þannig að það var ekki sama peningafólkið á bak við þá í marga áratugi. Má vera að það hafi breyst síðasta áratuginn eða svo.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kænskubragð
8.4.2009 | 19:33
Geir er hættur segir hann. Hann hefur fallist á að fórna sér fyrir flokkinn. Þarf að hvítþvo þá sem eiga eftir að starfa áfram. Þetta er klassísk aldagömul austurlensk leið til að hreinsa til - það var valið geitar - grey og hún var hlaðin syndum íbúanna. Eftir viðeigandi ritúal var hún send út í eyðimörkina til að drepast og þannig fjarlægði hún alla glæpi og illsku samfélagsins. Scapegoating heitir þetta og er vel þekkt fyrirbæri sem virkar enn eftir þúsundir ára.
En ég er forvitin að vita hvað Geir fær fyrir að fórna sér svona fyrir flokkinn. Kannski loforð um að komst klakklaust inn um Gullna hliðið.
Geir segist bera ábyrgðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvaða stjórnmálaflokkur er nógu hugrakkur..
4.4.2009 | 16:31
til að hlusta á og fara eftir ráðgjöf Dr. Michael Hudson sem skrifar í Fréttablaðið í dag. Ætlum við virkilega að reyna að borga þessar gífurlegu upphæðir til að þurrka upp skítinn eftir útrásina?
Mér er fullkomlega misboðið að hugsa til þess að Ísland verði að berjast í fátækt og vesældómi í mörg ár vegna þess að stjórnmálamenn þora ekki að taka af skarið og segja " VIÐ BORGUM EKKI".
Persónulega tók ég ekki þátt í græðgisvæðingunni og neita að taka þátt í að þrífa upp eftir þá sem það gerðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Málið snýst um valdníðslu
31.3.2009 | 07:51
Séra Gunnar taki ekki við starfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað er að verki
29.3.2009 | 17:36
Sönn saga um Herðubreiðalindir - geimfara - eiginhandaráritanir - verndarsvæði Navaho indíána í Arizona - óvænta pennavinkonu - og annað sem virðist vera algjörlega ótengt í tíma og rúmi.
Foreldrar mínir voru á undan sinni samtíð að sumu leiti. Á sjötta áratugnum voru þau í félagsskap sem ferðaðist um hálendið í harðsnúnum fjallarútum í fylgd leiðsögumanna og rútubílstjóra eins og Guðmundar Jónassonar.
Í júní árið1965 var farið í Herðubreiðalindir og Öskju. Ég var 12 ára og var fremur treg í taumi. Satt að segja hefði ég heldur viljað vera heima til að missa ekki af félagsskap vinkvenna sem voru afskaplega mikilvægar á þessum aldri. En það var tómt mál að tala um það, allir urðu að fara með í ferðina.
Minnið er ekki mjög skýrt úr þessari ferð og áhugi minn á ferðafélögum var enginn, ég man til dæmis ekki hvort það voru aðrir krakkar með í för fyrir utan okkur systkinin, en ég man eftir því að það var áð í Herðubreiðalindum til að borða nesti. Man líka eftir að borða þá harðsoðin egg sem ég kastaði upp og hef átt erfitt með að borða egg síðan.
En þá rann í hlaðið önnur fjallarúta full af útlendingum. Kom í ljós að þetta var hópur af bandarískum tunglförum í þjálfun fyrir Apollo geimferðirnar. Þeir fóru víða um heim á hrjóstuga staði til að sinna jarðfræði og undirbúa sig undir að taka jarðsýni á tunglinu.
Þetta voru William Anders, Charles Bassett, Eugene Cernan, Roger Chaffee, Walt Cunningham, Don Eisele, Rusty Schweikart, Dave Scott, and C.C. Williams.
Við systkinin urðum heilluð af þessum framandi útlendingum og eltum þá á röndum. Einhvern veginn fékk ég þá hugmynd að biðja einn þeirra um eiginhandaráritun, eða kannski stakk faðir minn upp á því, alla vega tóku þeir því ljúfmannlega og safnaðist á lítinn minnismiða undirskriftir níu tilvonandi geimfara. Bróðir minn sem var 9 ára fékk að gjöf frá þeim drykkjarílát sem hann áleit vera mikinn dýrgrip í mörg ár.
Eftir að heim var komið var þessi litli miði að velkjast í fórum mínum - hann var tekinn fram og sýndur við ýmis tækifæri - eins og þegar einhverjir af þessum geimförum komust í fréttir. Tveimur árum seinna birtust fréttir af því að Charlie Bassett, sá sem var elskulegastur við okkur krakkana, hafi farist í flugslysi. Fleiri fórust í slysum enda var undirbúningur undir geimferðir hættulegur bransi. En nokkrir þeirra komust til tunglsins.
En árin liðu og minningarnar dofnuðu. Miðinn góði gleymdist. Af og til körpuðum við bróðir minn um hann, ég sakaði hann um að hafa tekið hann traustataki.
Víkur nú sögunni til ársins 2009. Ég komst í bréfasamband við konu nokkra í Bandaríkjunum í gegnum sameiginleg áhugamál. Hún býr á verndarsvæði Navaho indíána nálægt Flagstaff, Arizona. Hún er barnakennari þar.
Á sama tíma vorum við mægurnar að velta fyrir okkur hvert við ættum að ferðast í tilefni afmæla okkar beggja í apríl. Suðurríkin eða vesturríki bandaríkjanna voru efst á lista. Þessar vangaveltur fóru inn í bréfaskriftirnar til Flagstaff. Þegar ég fór að fletta upp Flagstaff á netinu rakst ég á það að þangað höfðu geimfararnir líka farið í sama tilgangi og á svipuðu tímabili. Þetta var skemmtileg tilviljun fannst mér. Við ákváðum að ferðast til Arizona og heimsækja pennavinkonuna sem bauð okkur eina nótt á hóteli sem Navaho fólkið rekur. Einnig bauð hún okkur að heimsækja verndarsvæðið. Við settum Las Vegas inn á áætlunina sem mótvægi.
Þetta varð til þess að minningar um eiginhandaráritarnar fóru að ásækja mig. Þær hlytu að vera einhversstaðar. Bróðir minn sór og sárt við lagði að hann væri ekki með þær hjá sér. Einn daginn opnaði ég gamla úrklippu bók sem ég hef átt í fjörutíu ár, var þá að leita að gömlum myndum af föður mínum, þá blasti við mér gulnaður pappír með áritunum 9 geimfara. Þegar ég sagði vinum og fjölskyldu frá þessum skemmtilegu tilviljunum komu fram hugmyndir um að sennilega væri peningur í þessu. Vinkona mín í Arizona sagðist vera viss um að pappírinn gæti borgað ferðina. Það væri áreiðanlega til safnarar sem væru til í að borga háa upphæð fyrir svona safngrip.
Ég gerði könnun með því að senda tölvupóst á nokkra aðila sem ég fann á netinu og fékk viðbrögð við þeim. Til að gera langa sögu stutta tók ég tilboði manns nokkurs á Bretlandi sem bauð hæst og viti menn, upphæðin var svo gott sem nákvæmlega sú sem mig vantaði til að fara til Arizona í apríl.
Eftir stendur að fyrir nær fimmtíu árum síðan var lagður grunnurinn að þessari ævintýraferð. Hvaða öfl eru það sem sjá svona langt fram í tímann og leika sér svona með ólíklegar tengingar og fólk. Sjálf tel ég það vera innri öfl undirvitundarinnar sem eru sífellt að og sem starfa ósýnilega að mestu í lífi okkar allra. Örsjaldan sést glitta í þau eins og í þessu dæmi. Og þegar það gerist þá er sérlega gaman að vera til.
Mynd af miðanum í myndaalbúmi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Alvara lífsins
28.3.2009 | 20:19
Þá er Spaugstofan komin í sumarfrí. Þeir hafa verið óvenju hvassir í vetur enda tilefnin næg. Mér finnst þeim oft rata óhugnanlega satt á munn. Eftir að lesa ummæli um ræðu DO á landsfundinum í dag sýnist mér hann sífellt líkjast meira fígúrunni sem Spaugstofan bjó til um hann - með vélsögina á lofti.
Annars eru ummæli Evu Jolie í dag til þess fallin að staldra við. Hún virðist vera nokkuð viss um að glæpir hafi verið framdir - ekki bara afglöp. Og það er von á fangelsisdómum.
Síðan er mér hugsað til allra þeirra þúsunda sem ganga nú um götur í London og víðar og segja - Við ætlum ekki að borga fyrir glæpina sem voru framdir á okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Feður og synir
8.3.2009 | 21:31
Þetta er eins og í kirkjunni. Faðir og sonur eru heilagir. Ekki finn ég mig í þeirri stofnun heldur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Alla vega stærri rullu en kirkjan
8.3.2009 | 16:30
Þvottavélin frelsaði konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)