Málið snýst um valdníðslu

Gott að Æskulýðurinn í Þjóðkirkjunni ætlar að standa í lappirnar í þessu máli. Enda snertir það þeirra fólk - unga fólkið sem á að vera frjálst undan þess konar "athygli" sem presturinn valdi að sýna ungum stúlkum í sókninni. Dómararnir í málinu virðast vera firrtir - langt í burtu frá því að skilja hvers eðlis kynferðisleg áreytni er þegar valdamikill maður eins og prestur kýs að misnota vald sitt gagnvart börnum. Ef ég man rétt kom fram að hegðun prests hafi komið til vegna þess að hann þurfti á því að halda að faðma börnin og kyssa, í einrúmi. HANN þurfti á því að halda, einmitt.
mbl.is Séra Gunnar taki ekki við starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugur minn er hjá stúlkunum sem urðu að þola það að einhver ókunnugur karl kominn um og yfir sextugt væri að káfa á þeim. Ég trúi stúlkunum, því hvers vegna ættu þær að vera búa þetta til? Það er engin tilgangur, svo var þetta ekki bara ein stúlka, heldur þrjár. Og hvað vitum við um það nema þær hafi verið fleiri, sem þorðu kannski ekki að koma fram? Þetta er bara ógeðslegur perri og ekkert annað. Annars er það alveg stór undarlegt að fermingar skuli ekki vera lagðar niður eða aldur færður upp. Börnum er mútað með gjöfum til að segja að þau séu að fara í kristinna manna tölu, þvílíkt bull, þessi börn vita ekkert hvað þau eru að undirgangast. Talandi um barnatrú sem er eitthvað á þá leið að trúa sköpunarsögunni, Nóaflóðinu og einhverjum undarlegum dæmisögum. Þetta snýst bara um peningaplokk og ætli honum svíði ekki að missa 6-8 hundruð þúsund á mánuði og frítt húsnæði?

Valsól (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 09:50

2 identicon

Tja sveitungar þarna á Selfossi eru margir sannfærðir um að þetta mál snúist um eitthvað ósætti á milli móður einnar stúlkunnar og prestsins, og stúlkurnarr bara notaðar sem vopn til að stinga prestinn með.

Baldur (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 14:00

3 identicon

Ég get lofað ykkur öllum því að ekkert ósætti var milli foreldra þessarra barna og Sr. Gunnars.

Lilja,Selfyssingur og Móðir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 14:15

4 identicon

Það sem þolendur kynferðisofbeldis hafa upplifað samræmist ekki glansmyndinni sem "sveitungar" / almenningur vill hafa af heiminum.  Þegar þolendum er ekki trúað eða framferði gerandans afsakað eða útskýrt...(samsæriskenning í þesu tilfelli!!!), þá verða þolendur aftur fórnarlömb!  Svikin verða tvöföld.  Því miður skiljanlegt að fólk veigri sér við að segja frá, hvað þá kæra kynferðisofbeldi. 

Lóa (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 14:37

5 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Það er miklu þægilegra að trúa því að stúlkurnar séu leiksoppar í deilum fullorðna fólksins heldur en að horfast í augu við að einmitt svona er ein birtingamynd valdníðslunnar. Lágkúruleg og sjálfhverf.

Halldóra Halldórsdóttir, 31.3.2009 kl. 15:36

6 identicon

Þær voru 5 sem kærðu.

Diddi (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband