Eyðileggingaröflin farin á kreik
11.6.2009 | 10:19
Nú er farið að glitta í öflin sem ætla að eyðileggja rannsóknirnar. Gera rannsóknarnefnd Alþingis tortryggilega og leggja steina í götu Evu Jolie eins og kostur er. Hún er nú reynslubolti og lætur ekki þessi öfl setja sig út af laginu - fór bara beint í fjölmiðla og lét heyrast að hún væri að vinna fyrir íslensku þjóðina takk! Flott.
En í dag er ég full af sorg og reiði - græðgisöflin ætla að eyðileggja Bókabúð Máls og menningar - heimta hærri leigu nú þegar leiga er að lækka alls staðar vegna offramboðs. Nú er ástæða til að Reykvíkingar taki saman höndum og komi í veg fyrir þessa eyðileggingu - þessi bókabúð á sinn sess á Laugaveginum - sérstaklega á þessum döpru tímum þegar hver verslunin á fætur annarri er að gefast upp.
Skjöplast Hvítbók ekki?
5.6.2009 | 11:53
Eitthvað er þessi frétt á www.hvitbok.is einkennileg - í enska textanum eru gamlar fréttir (2007) um íbúð JÁJ í New York en Hvítbók fjallar síðan um allt aðra eign í Washington sem hann er sagður vera að kaupa og er til sölu fyrir hönd Ethel Kennedy.
Óðalsetur Jóns Ásgeirs í Washington?
Í fasteignablaði New York Post mátti sjá athyglisverða grein um Jón Ásgeir Jóhannesson útrásarvíking......Skv. fréttum Sunday Real Estate, fasteignablaðs New York Post ku Jón Ásgeir Jóhannesson íslenski útrásarvíkingurinn fjáfest i óðalsetri rétt fyrir utan höfuðborg Bandaríkjanna, Washington. Kaupverð hafi verið um 10 milljónir bandaríkjadala eða sem samsvarar c.a. 1.200.000 milljónum íslenskra króna-tólfhundruð milljónir íslenskra króna á núvirði. En látum fréttina tala sínu máli.........
From the NY Post's Gimme Shelter:
Sunday Real Estate Round-Up
Posted Apr 29th 2007 9:07AM by Deidre Woollard
Filed under: Estates
From the NY Post's Gimme Shelter:
-- Icelandic businessman Jon Asgeir Johannesson will be combining the $16 million penthouse he bought for $10 million at Ian Schrager's 50 Gramercy Park North with a $10.175 million unit he bought in December on the floor directly below. His new triplex will be nearly 8,000 square feet.
--Ethel Kennedy has lowered the price of her Hickory Hill home in the Washington D.C. suburbs to $12.5 million, It first hit the market for $25 million. Check out the home here.
Æji - lélegt og lágkúrulegt
1.6.2009 | 14:01
Nú heiglast ráðherrar og forseti vor á að hitta Dalai Lama. Einhverjir hagsmunaárekstrar eru að baki líklega - eða erum við íslendingar virkilega undir hælnum á kínverjum? Eru svona stórir fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir gjaldþrota ör-ríki? Eða væri það virkilega, raunverulega "hættulegt" að gera þeim á móti skapi? Þetta vekur grunsemdir.
Það er nú verið að minnast þess hvernig íslenska ríkið tók á móti Falun Gong fólki um árið - það var hræðilega skammarlegt. Er það svona sem varnarlaus (herlaus) þjóð telur sig þurfa að mæta ofbeldisfullri risaþjóð sem verður sífellt meira herveldi með hverju ári? Er þetta dæmi um hversu berskjölduð við erum í stórum köldum heimi - svona alein? Ókey - við tilheyrum Nató sem minnir á sig með tilsjónarflugi af og til - en tilfinningin er nú samt sú að vera berskjölduð í hörðum heimi.
Ekki mikil reisn yfir okkur núna.
Við erum ekki svo máttug.
26.5.2009 | 19:37
Það koma stundum fregnir af því að ekki eru allir vísindamenn sammála því að jörðin sé að ofhitna. Hér er grein frá Pravda á ensku þar sem þessu er mótmælt og færð fyrir því söguleg rök að við erum að sigla inn í nýja ísöld. Sjálfri hefur mér alltaf fundist það ótrúlegt mikilmennsku brjálæði að halda að við mennirnir höfum afl til að hita jörðina okkur til ólífis. Við erum ekki nærri því svo máttug - en það er í stíl við annað brjálæði sem við höfum haft trú á undanfarinn áratug.
http://english.pravda.ru/science/earth/106922-0/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er það lúxus að vera með heilar tennur eða nota gleraugu?
15.5.2009 | 14:01
Umræðan um tannheilsu íslenskra barna er þörf. Ég man vel eftir baráttunni við að eiga fyrir tannlæknareikningunum á sínum tíma. Sjálfstæð móðir varð að raða reikningunum í forgangsröð og það var stundum stundarfreisting að fresta því að panta tíma hjá tannlækninum fyrir barnið. Mér er minnisstæð stundin þegar ég stóð frammi fyrir því að tannlæknirinn sagði að barnið þyrfti tannréttingar - þegar hann gaf upp verðið varð ég skyndilega ofsalega reið. Upphæðin var himinhá - miklu hærri en svo að það væri mögulegt að bæta henni við staflann af reikningunum.
Ég hætti við að fara með barnið í tannréttingar þótt það hræddi mig. Þegar hún varð fullorðin sagðist hún vera afar þakklát fyrir það að fá að hafa sín séreinkenni til munnsins í friði. Eitt er að sinna tannheilsu - annað að hræða foreldra til að fara í dýrar fegurðaraðgerðir eins og tannréttingar eru oft.
Hvers vegna eru tannlækningar og augnlækningar ekki hluti af þessari svokallaðri heilbrigðisþjónustu. Það er enginn lúksus að þurfa að nota gleraugu - eða vera með heilar tennur.
Háir bónusar of stressandi
14.5.2009 | 10:55
Kemur í ljós að of stórir bónusar virka öfugt. BBC World Service var með viðtal við atferlis-hagfræðing í morgun. Þar var sagt frá lítilli rannsókn á því hvernig litlir og stórir bónusar hafa áhrif á fólk. Þrír hópar í sveitum Indlands voru fengnir til að leysa verkefni þar sem sköpun, frumkvæði og vinnusemi var lagt til grundvallar. Fyrsti hópurinn fékk að vita að hann fengi eins dags bónus fyrir að ljúka verkinu - annar hópurinn fékk hálfs mánaðar bónus og sá þriðji fékk að vita að hann fengi 6 mánað bónus fyrir að ljúka verkinu.
Það var lítill munur á fyrstu tveimur hópunum - þeir leystu sín verk. En sá þriðji - með risabónusinn fyrir framan sig - kom miklu slakar út. Skýringin var helst sú að þegar svona mikið fé var undir þá varð álagið og kvíðinn svo mikill að framleiðnin eða framtakið varð að engu.
Athyglisverð niðurstaða í ljósi þeirra tíma sem við lifum nú.
Hreppaflutningur
13.5.2009 | 18:34
Um miðjan mars vaknaði ég upp við það að SPRON, sem ég hef haft öll mín bankaviðskipti við til margra ára, var ekki lengur til. En tilkynnt var á heimasíðu SPRON að öll mín fjármál væru nú komin til Kaupþings banka. Mér leið eins og ég hafi verið flutt hreppaflutningum. Ég hefði ekki valið KÞ banka sjálf. En allt gekk upp, engir peningar fóru á flakk að ráði, bara peningasending erlendis frá sem hvarf í á þriðju viku en kom síðan fram.
Það hefur allt gengið ágætilega - en í gær fékk ég bréf í pósti frá Kaupþingi þar sem mér er tilkynnt að stofnaður hafi verið aðgangur fyrir mig að netbankanum þeirra - tveimur mánuðum eftir að þessi gjörningur varð. Dettur helst í hug að það sé búið að vera svo ofboðslega mikið að gera hjá þeim að ekki hafi verið hægt að koma því við fyrr að tilkynna þetta - en sjálfri finnst mér þetta bréf vera óþarfi og tímaskekkja.
Nú hef ég ekkert við KÞ að sakast en ég vil fá að ráða þessu sjálf. Hef verið að velta fyrir mér að flytja mín fjármál í Sparisjóð úti á landi sem hefur staðið sig vel - og hefur ekki farið í geggjað fjárhættuspil með peninga sem þeir eiga að varðveita og ávaxta. Mun sennilega aldrei stíga fæti þar inn í hús en að skiptir ekki máli - nema hrunið valdi því að netbankar og öll þessi fjarsamskipti detti niður. Það er hugsanlegt - ætla að skoða þetta nánar.
Man einhver eftir þessu?
10.5.2009 | 20:09
Þetta var ritað fyrir réttu ári síðan - ótrúlegt hvað hefur gerst á einu ári.
http://www.guardian.co.uk/world/2008/may/18/iceland
Það sem ég man...
10.5.2009 | 19:47
Það er stundum þannig að eitthvað situr eftir í vitundinni sem er þess virði að muna. Hjá mér er eitt slíkt atvik mér í ljósu minni. Guðjón (minnir mig, en man ekki föðurnafnið), ungur maður sem var í framvarðasveit þeirra sem barðist fyrir því að ná íbúðarlánunum út úr Íbúðalánasjóði og inn í bankana, sat í Kastljósi og sór og sárt við lagði að það væri það eina rétta - bankarnir mundu lána á miklu betri kjörum. Og það væri fullkomlega óviðeigandi að ríkið væri að vasast í þessu - allt út á hinn frjálsa markað. Einmitt.
Annað man ég líka ljóslega. Þeagar Halldór Ásgrímsson var að berjast fyrir Framsóknarflokkinn (sjálfan sig) og var helsti talsmaður 90 % húsnæðislána. Hvert fór það með okkur.
Hvernig farið er með frelsið
7.5.2009 | 10:08
Fjölmiðlar eru brjóstvörn lýðræðis og sú hætta, sem steðjar að þeim getur haft gríðarlegar afleiðingar,"
Það er einmitt það - eitt er að hafa frelsi - en annað hvernig farið er með það.
Íslenskir fjölmiðlar njóta mest frelsis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |