Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Einföld sál
29.4.2008 | 19:04
Setti nýjan og stærri spegil við búrið hjá Tuma og hann er ástfanginn! Hann dansar og sveiflar sér fyrir framan spegilinn og gefur frá sér alveg ný hljóð, litla krúttið heldur að hann (eða hún kannski) sé búin að eignast elskhuga.
Síðan eru myndir frá USA í albúminu til hliðar fyrir vini og ættingja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lending
27.4.2008 | 16:58
Nú er ég að ná áttum eftir ferðalagið og Tumi kominn heim. Flosi greyjið er að jafna sig - alltaf þegar ég hef verið í burtu einhvern tíma er hann í þrjá daga að jafna sig. Hann mjálmar með hljóðum - til að láta mig vita hversu slæmt hann hefur haft það - aleinn heima. Þó lítur nágranni til hans daglega.
Þessi Ameríkuferð var frábær - allt gekk samkvæmt áætlun nema að við Detel reiknuðum ekki með að vera stöðvaðar af lögreglunni í Culpepper Virginia. Ég var að taka u-beygju á aðalgötunni - enginn annar bíll á ferð, þá skaust lögreglubíll út úr hliðargötu og ég var rétt búin að keyra inn í hliðina á honum en mér tókst að stoppa áður. Detel hélt að við hefðum sloppið en ég hef séð of margar lögreglubíómyndir - ekki séns að hann kæmi ekki á eftir okkur. Eftir smástund sá ég blá blikkandi ljós í speglinum og stöðvaði, skíthrædd. Við höfðum verið varaðar við að keyra ekki of hratt því að lögreglan í minni bæjum sektar ökumenn grimmt - þannig afla þeir mikilvægra tekna. En Detel (sem hafði fengið sér rauðvín með matnum, en ekki ég) útskýrði fyrir löggunni í löngu máli að við værum ekki glæpamenn á flótta - ekki geggjaðir unglingar - heldur miðaldra ferðamenn að leita að Mótelinu okkar. Mér til undrunar (og allra sem við sögðum frá þessu) var lögreglan ekkert nema elskulegheitin og sagði okkur hvar Red Carpet Motel væri að finna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spurning um sjálfsvirðingu
11.4.2008 | 13:09
Hlustaði á BBC World Service í morgun þar sem viðskiptaþátturinn er sendur út frá Íslandi. Þið finnið það væntanlega á vefnum þeirra en ég hef ekki tíma til að leita að því. En það sem eftir situr hjá mér er þetta. Skilaboðin sem sum íslensk fyrirtæki sendu til umheimsins fyrir nokkrum árum til að tæla til sin viðskipti - "one night stands in Iceland" og fleira í þessum anda hafa heldur betur skilað sér. Virðingaleysið og "lauslætið" (skiljist eins og hver vill) í þeim skilaboðum speglast nú í því virðingaleysi sem Ísland er að uppskera þar sem peningamenn eru að leika sér að Íslandi eins og leikfangi. Þeir sem hafa peningana hafa völdin. Ef við höfum ekki sjálfsvirðinguna í lagi - hvers vegna ætti umheimurinn að koma öðruvísi fram við okkur? Þetta á við um einstakling og þjóðir. Maðurinn uppsker eins og hann sáir.
Prédikun lokið, farin út á flugvöll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mótsagnir
11.4.2008 | 11:37
Bílstjórar fresta aðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fuglapössun
9.4.2008 | 23:31
Nú er sá græni kominn í pössun hjá systur minni og mági. Hann var fluttur í búrinu með pompi og prakt í aftursætinu við hliðina á 15 ára frænda sem finnst Tumi frábærlega fyndinn. Enda er hann það - við erum búin að vera að æfa "halló Tumi" og mjálm í dag og honum fer mjög hratt fram í tali. Fregnaði af honum í kvöld og hann leikur við hvurn sinn fingur hjá þeim. Ekkert að láta breytingarnar trufla sig - sem er frábært því það eru allar líkur á því að hann fari reglulega í pössun hjá þeim.
Flosi er feginn að hafa heimilið út af fyrir sig aftur - og kattarheilinn leyfir honum ekki að skilja að þetta er tímabundið frí frá skrækjunum sem vekja hann upp af værum blundi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Engin samúð hér
4.4.2008 | 15:31
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þolinmæði vinnur ekki allar þrautir
4.4.2008 | 12:40
Nú er þolinmæðin undir verulegu álagi - hleypti Tuma út úr búrinu í morgun og næ honum ekki inn aftur. Flosi hefur beðið úti á svölum í tvo tíma og er að fara á límingunum - skilur ekki af hverju ég hlýði ekki og opna fyrir honum. Tumi flögraði niður stigann í morgun og ég finn enga leið til að ná honum - hann vill ekki sjá hendur - en er tilbúinn til að skoða og narta tímunum saman í inniskóna ef ég stend alveg kyrr hjá honum. Loksins flögraði hann upp í hálfan stiga - en vill ekki láta aðstoða sig. Ég er viss um að hann er svangur - en þvermóðskan er sterkari. Veit ekki hvort hann ræður ekki við að stjórna fluginu eða hvort hann er bara svona þver.
Nú brast þolinmæðin og ég greip hann með handklæði - hann virðist vera ósköp feginn að vera kominn í búrið - hentist strax í að laga allar fjaðrir og snyrta af sér rykið af gólfinu - og Flosi feginn að fá að koma inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fuglasaga
1.4.2008 | 19:50
Tumi flaug af búrinu sínu og á öxlina á mér þar sem ég sit við tölvuna- ég veit ekki hvort okkar var meira hissa. Sem betur fer var Flosi úti - ég þarf greinilega að ráðgera útivistartíma þeirra beggja vandlega. Tumi vill ekki hendur nálægt sér - hefur sennilega verið hvekktur einhvernveginn - en hann er greinilega minna hræddur við andlit og aðra líkamsparta því að hann reyndi að finna leið til að skríða upp á inniskóna og upp eftir gallabuxunum þegar hann flaug af stað í annað sinn og lenti á gólfinu. Síðan tókst honum að fljúga upp á búrið sjálfum.
Hann flaug líka af búrinu um helgina og brotlenti þá í tröppunum - Flosi vaknaði og stökk upp á augabragði og ég rétt náði að grípa hann og skella honum út á svalir áður en tíðindin yrðu sorgleg. Þá mátti ég ekki rétta Tuma höndina - en hann flaug upp á öxlina til að fá far á búrið.
Nú er ég að reyna að lokka hann inn í búrið til að geta hleypt mjálmandi ketti inn. En Tumi er fljótur að læra - mér tókst að plata hann inn í búrið í gær með því að setja eplabita inn í búrið - nú prófaði ég þetta ráð aftur en hann er að sjá við þessu hjá mér. Situr upp á búrinu sem fastast og er keikur. Hann er óskaplega glysgjarn og er heillaður af gleraugunum mínum og hálsmeni. Mér heyrist hann vera að æfa sig í að segja "halló", og svo flautar hann bara mjög melódískt.
Nú féll hann fyrir ávextinum og ég gat lokað búrinu - í því kom Flosi inn um gluggann grunlaus um fjaðrafokið sem var í gangi. Þetta er æsispennandi líf.
Sir Winston Churchill (1874 - 1965)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)