Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Að vera ekki sama
30.3.2008 | 11:37
Það er svo mikilvægt að umhverfið sé ekki ljótt. Ég á oft leið um Laugaveginn og Hverfisgötuna og finn að með hverjum mánuðinum sem líður forðast ég þær leiðir meira og meira. Það hefur beinlínis áhrif á líðan mína hvernig umhverfið er. Og það verða að vera rétt hlutföll í umhverfinu - mér finnst ekki góð hlutföll manns og bygginga í Skuggahverfinu til dæmis - sem veldur því að ég staldra ekki við þar. Ég er ekki strangtrúuð varðandi hvort eigi að halda í gömlu skúrana í miðbænum eða hvort eigi að rífa og byggja nýtt. Aðalatriðið er að byggja í samræmi og að hlutföllin séu mannvæn. Og það er ljóst að ljót og vanrækt hverfi eru ekki uppbyggilegt umhverfi fyrir fólk - skilaboðin eru að öllum er sama um allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skondið
28.3.2008 | 15:08
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Goggunarröðin
28.3.2008 | 13:35
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Augljóst mál
27.3.2008 | 22:44
Jæja - það þokast í áttina. Mér finnst það deginum ljósara að sá sem framleiðir auglýsingar eða dagblöð eða bara hvað sem er og treður því inn í mitt hús gegn vilja mínum - er að brjóta á mér. Augljóst.
Stephen Leacock (1869 - 1944)
Húseigendur beri ekki kostnað vegna ruslpósts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fuglalíf
23.3.2008 | 10:49
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Breytingar
22.3.2008 | 10:25
Ég hafði ekki hugsað málið til enda. Gleymdi að þegar nýr einstaklingur kemur inn á heimilið þá breytist allt. Nú er komin lifandi vekjaraklukka í húsið og ekki lengur hægt að sofa frameftir. Tumi er farinn að dotta á prikinu um klukkan 8 á kvöldin og vaknar eins og hani klukkan 8 á morgnana - og þá vill hann félagsskap. Hann er strax farinn að reyna að flauta og segja "nú?" í spurnartón - það segi ég við hann þegar hann er að tuldra eitthvað við sjálfan sig. Eftir 14 ára sambúð með Flosa er okkar rútína orðin sjálfsögð - nú þurfum við bæði að endurskoða, hann er enn heillaður af fuglinum en reynir ekki að troða sér inn í búrið lengur.
Sótti greinar upp í Heiðmörk í gær - vildi bjóða honum upp á fjölbreytni því að þessum fuglum má ekki leiðast. Hann vill ekki sjá þær. Hann sýnir glöggt það sem hann vill og vill ekki - hann elskar ávexti - vínber, döðlur, banana, epli. Og sumt grænmeti, papriku og soðnar kartöflur. Og speltrúgbrauð er vinsælt. Grænt grænmeti lætur hann detta á botninn á búrinu. Og þegar ég bauð honum ferskt rósmarín, þá kom hann ekki nálægt því - sennilega allt of sterkt fyrir hann.
Var líka búin að gleyma sóðaskapnum sem fylgir fuglum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjir tímar
20.3.2008 | 10:29
Það gerðist nokkuð óvænt í gær að ég er orðin eigandi að grænum páfagauk sem ég kalla Tuma þumal. Svona geta bestu áætlanir breyst án fyrirvara - reyndar var þetta búið að blunda í mér í nokkur ár en, hvenær er besti tíminn til að taka svona ákvarðanir? Alla vega er spenningur í fjölskyldunni og nú ætla þau að streyma hingað í dag til að heilsa upp á Tuma.
Ég hafði mestar áhyggjur af kettinum Flosa, hann var reyndar ástæða þess að ég var búin að fresta þessu - hvernig hann tæki því að fá fugl í húsið. Ég sá strax í búðinni að Tumi var rosalega kúl - hann skrækti ekki - flögraði ekki um - heldur reyndi strax að ná athygli minni með augnsambandi. Þegar heim kom var hann enga stund að ná jafnvægi eftir að ferðast um í litlum kassa - hann smakkaði matinn og tók við vínberi sem ég rétti honum. Flosi varð agndofa. Hann starði á fuglinn. Fljótlega fór hann að reka loppurnar inn um rimlana en Tumi lét sér ekki bregða. Hann bara reyndi að bíta í þessa loðnu loppu. Svo lagðist skottið óvart að rimlunum og Tumi beit í það - reyndar án þess að skaða köttinn. Hann sýnir enga hræðslu við köttinn. Nú ligg ég á netinu til að læra allt um Indian Ringneck páfagauka. Þeir eru greindir - ákveðnir og geta lært að tala. Það eru spennandi tímar framundan hér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Orsök og afleiðing
18.3.2008 | 09:55
Krefst skaðabóta eftir kjöltudans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skall hurð nærri hælum
16.3.2008 | 13:16
Svei mér þá stelpur - byggingakraninn sem hrundi á Manhattan í gær var staðsettur rétt hjá Pod hótelinu sem við gistum á fyrir 2 vikum síðan. Eitt af því sem mér kom á óvart á Manhattan er að það er enn verið að byggja ný háhýsi þar. Í mínum óuppllýsta huga var engin lóð eftir óbyggð. Þessar myndir eru teknar af þakinu á Pod hótelinu á 14 hæð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tíbet!
14.3.2008 | 17:04
Skelfilegar fréttir frá Tíbet. Fyllist óhugnaði að hugsa um refsingarnar sem nú munu ganga yfir Tíbeta. Hef haft áhuga á Tíbet í áratugi og frásagnir af hrottaskap kínverja í Tíbet eru óútskýranlegar. Nunnur sem hafa brotist yfir Himalayafjöllin til Indlands eftir að hafa verið árum saman í fangelsum með tilheyrandi pyntingum eingöngu vegna þess að þær vilja stunda sinn búddisma og vera Tíbetar. Frásagnir af tilraunum kínverja til að grafa undan menningu og tilveru tíbeta á allan hátt - þeir virðast ekki þola að þjóðareinkennin fái að njóta sín - meira að segja völdu þeir sinn eigin Lama til að reyna að grafa undan trúarbrögðunum. Og alþjóðasamfélagið stendur hjálparvana og horfir á og fjölmennir síðan á Ólympíuleikana.
The belief in a supernatural source of evil is not necessary; men alone are quite capable of every wickedness. Joseph Conrad (1857 - 1924), Under Western Eyes, 191
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)