Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Er ótti sama og virðing?

„Gamla hugmyndin er sú að þögn og fjarlægð skapi traust og virðingu. Þetta er haft eftir Jóni Steinar Gunnlaugssyni í Fréttablaðinu.  Þögn og fjarlægð í mannlegum samskiptum lýsir verulega trufluðum samskiptum og er þekkt kúgunaraðferð og ýtir undir ótta og fantasíur en ekki gegnæi og skilningi. Þögnin og fjarlægðin lýsir fyrirlitningu þess sem telur sig vera hafinn upp yfir aðra. Þessi aðferð er notuð til að halda fólki hræddu og óöruggu, og þannig er auðveldast að stjórna því. Það rifjast upp það sem maður nokkur lét út úr sér varðandi barnauppeldi, að best væri að halda krökkunum hræddum við sig - það tryggir virðingu þeirra. Ég held að þessi viðhorf séu að einhverju leita komin úr trúarbrögðunum - beinlínis að fólk beri óttablandna virðingu fyrir guðum sínum. Það flyst síðan yfir á barnauppeldi og inn í stofnanir samfélaganna.

Ef ég ber virðingu fyrir einhverjum þá hefur sá hinn sami verðskuldað hana með gerðum sínum. En ef ég er hrædd við einhvern - er það vegna þess að ég hef ástæðu til að halda að sá hinn sami vilji mér ekkert gott. Reginmunur á þessu.

Oppression can only survive through silence.Carmen de Monteflores 

Silence is the most perfect expression of scorn. George Bernard Shaw (1856 - 1950) 

 

 

 


New York

Hilda og Dóra í New YorkNew York nótt

Lentum í Keflavík í morgun eftir vikudvöl í New York, allur hópurinn. Þetta var mikil upplifun. Undarlegt að koma til þessarar borgar i fyrsta sinn sem hefur leikið svo stórt hlutverk í huga manns. Hún er endalaust stór í sniðum og stórbrotin. Bygging Sameinuðu þjóðanna var yfirþyrmandi - þar er hægt að ganga endalaust um gangana og heyra og sjá fólk frá öllum heimshornum. Ég er ein af þeim sem ólst upp við að bera mikla virðingu fyrir og hafa miklar væntingar til SÞ - og ég hef enn þessa trú. Hugmyndin er svo stórfengleg. Húsið sjálft er barn síns tíma og er orðið snjáð og þreytt en samt dásamlegt.

 

Svo var svo gaman hvað tókst vel til með framlag okkar - salurinn lá í hlátri. Kannski einkennilegt þegar haft er í huga alvarleika verkefna okkar. En þessi þversögn er þó sönn.

 

Svo var það Metropolitan safnið - Central Park - Spamalot söngleikurinn - þakgarðurinn á hótelinu okkar, á 14 hæð, (myndir seinna) en samt vorum við eins og við rætur risabygginga á allar hliðar. Heimsókn til Ground Zero var áhrifamikil, sérstaklega að koma í litlu kirkjuna sem varð miðstöð björgunarliða og sjálfboðaliða. Síðast en ekki síst - the New Yorkers, fólkið sjálft sem var elskulegt og blátt áfram. Nema stöku óþolinmóður leigubílstjóri sem fannst við ekki vera nógu skýrar og fljótar að hugsa stundum.     


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband