Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Útifundur númer tvö hjá mér
16.11.2008 | 00:23
Þessi var mun fjölmennari en sá fyrsti sem ég sótti. Nú er eins og þokunni sé að lyfta dálítið - línur að skýrast - sem sagt burt með gamla liðið úr stofnunum landsins. Kunningjapólitíkin er ekkert annað en spilling, en það verður flókið að raða upp nýju liði - það eru allir svo tengdir í þessu örríki. En það er ljóst að nýjir tímar gera kröfu um nýjan kven/mannafla - burtséð frá því að það verður að komast að því hver ber ábyrgð á hverju. Það mun hins vegar taka tíma - og við höfum ekki tíma. Og það verður að vera faglega fær kven/mannskapur sem tekur við - ekki flokkshollir jámenn/konur.
En að öðru. Mér sýnist að hamingjusamasti maður á jörðinni um þessar mundir sé Bush nokkur, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. Loksins eygir hann þann tíma að hann getur snúið heim á búgarðinn sinn og haldið áfram að höggva í eldinn með kúrekahattinn sinn og í stígvélunum og skreppa síðan í golf með pabba. Þó að ég þurfi alltaf að setja á "mute" þegar honum bregður fyrir á skjánum því að ég þoli ekki að hlusta á hann - þá hefur mér alltaf fundist hann aðeins vera talsmaður aflanna sem á bak við hann bauka. Gott og vel - hann segist bara hlusta á rödd Guðs þegar hann er að taka ákvarðanir - en ég er viss um að raddir neo-con-anna slæðast með. Segir ekki einhversstaðar: maðurinn býr til þann guð sem hann þarf á að halda til að styða sinn málstað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allur sá fjöldi kvenna...
8.11.2008 | 19:42
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sambúð áfram eða ganga í hjónaband
7.11.2008 | 14:52
Sálarstríð þjóðarinnar um hvort eigi að ganga í Evrópusambandið má líkja við hvort við eigum að ganga alla leið - ætlum við að vera áfram í óvígðri sambúð með ES eða ganga í hjónaband með þeim réttindum og fórnum sem því fylgja. Ekki undarlegt að þetta sé mikið sálarstríð hjá þjóð sem er svo sem ekkert að kippa sér upp við að fólk búi saman undir alls konar formerkjum. En nú stöndum við sem sagt frammi fyrir þessari stóru ákvörðun. Hinn aðilinn er svo sem alveg til í þetta hjónaband, en við verðum að vera búin að kippa í lag margvíslegri óráðsíu og geggjuðu hegðun og vera tilbúin til að deila því dýrmætasta sem við eigum. Skiljanlega erum við á nálum. Hvað missum við - og hvað fáum við? Svipaður kvíði fer í gegnum þann sem stendur frammi fyrir því að ganga í hjónaband.
Erum við orðin nógu fullorðin til að taka þetta skref? Evra í stað krónu er ekki málið, sjálfri fyndist mér léttir í því að nota gjaldmiðil sem hefur eitthvað öryggi á bak við sig. Ég er ekki með neina tilfinningalega eftirsjá eftir okkar maníska/depressíva gjaldmiðli sem ýmist bólgnar út og þenur sig allan eða lyppast niður og er ekki mönnum sinnandi. Þar fyrir utan ber enginn virðingu fyrir krónunni lengur eftir síðustu útbrot, ég mun aldrei líta hana sömu augum aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bíddu við...
6.11.2008 | 22:37
Er ekki nýlega búið að flagga alþóðlegri skýrslu þess efnis að hér á landi sé einna minnst um spillingu á byggðu bóli? Nú heyrist þetta orð sífellt oftar um þá görninga sem ganga yfir okkur. Með hverjum deginum er vonlausara að gera sér grein fyrir því hvernig raunveruleikinn er. Það er einkennilegt að upplifa þegar sýndarveruleikinn sem okkur hefur verið gert að búa í hrynur saman á einum mánuði eða svo.
Fyrstu merkin um það sem koma skal kom inn um lúguna í dag - nú tilkynnir SPRON mér að frá og með 14 nóv. falli yfirdráttarheimildin niður. Nú er raunveruleikinn sem sagt að skella á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrifað í febrúar 08
6.11.2008 | 16:57
Ég er eiginlega alveg hissa á að hafa verið að hugsa þetta í febrúar síðastliðnum:
Satt að segja fannst mér þessar fregnir af ofurútrásinni alltaf varhugaverðar með það í huga að þjóðarsálin virðist vera haldin sterkum maníu - depressívum einkennum. Það sem fer upp, það mun koma niður aftur með skelli. Nú er best að undirbúa sig undir skellinn.
"A banker is a fellow who lends you his umbrella when the sun is shining, but wants it back the minute it begins to rain."
Mark Twain (1835 - 1910)
Eftirfarandi er athyglisvert í ljósi þess sem er að gerast í Ameríku:
"I believe that banking institutions are more dangerous to our liberties than standing armies. If the American people ever allow private banks to control the issue of their currency, first by inflation, then by deflation, the banks and corporations that will grow up around [the banks] will deprive the people of all property until their children wake-up homeless on the continent their fathers conquered. The issuing power should be taken from the banks and restored to the people, to whom it properly belongs."
Thomas Jefferson (1743 - 1826), Letter to the Secretary of the Treasury Albert Gallatin (1802)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Amatörar
5.11.2008 | 19:36
Alþingi eins og búðakassi já - þetta segja alþingismenn í dag. Bara verið að afgreiða málin - en hvers vegna?
Samkvæmt fréttum í kvöld er sem ungu tuddunum hafi verið hleypt út úr fjósinu hér um árið áður en girðingin var reist. Þeir hlupu út um víðan völl og óðu yfir allt sem fyrir þeim varð. Ekki nóg með það - kúabændur sátu bara og horfðu á - þeim datt ekki í hug að útbúa viðeigandi ramma og girðingar utan um þessa kálfa sem nutu frelsisins óheftir. Enn og aftur kemur í ljós hversu viðeigandi aðilar voru barnalegir og miklir amatörar þegar á reyndi. Nú eru sem sagt uppi efasemdir um að það séu til viðeigandi regluverk til að vinna þessi mál almennilega.
Ætli þessi Hrunadans verði ekki afskrifaður með "úbbs - æææ - leiðinlegt að þetta fór svona illa".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er allt hægt!
5.11.2008 | 08:57
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lítið álit
4.11.2008 | 20:59
Mér varð hugsað til smjörklípu aðferðarinnar hans Davíðs. Sjaldan hefur hann afhjúpað sig eins skýrt og þann daginn. Ef ég man söguna hans rétt þá smurði amma hans smjörklípu á feld hundsins til að skepnan hætti hegðun sem henni líkaði ekki og yrði upptekinn af því að sleikja af sér smérið. Það gagnast einkar vel þegar verið er að dreifa athygli smábarna og fá þau til að gleyma því sem þau eru að gera, dreifa athygli þeirra og fá þau til að hugsa um eitthvað annað.
En hversu hrokafullt er það þegar einn af valdamestu mönnum í landinu segist nota þessa aðferð til að dreifa athygli pöpulsins? Og hlakkar yfir því hversu vel honum tekst upp. Hvernig líður okkur landsmönnum með það að landsfaðirinn (eins og hann var, nú er hann eins konar landsafi) hefur svona lítið álit á okkur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins...
4.11.2008 | 14:51
Ég ákveð hér með fyrir sjálfa mig að líta á þetta sem fyrstu jákvæðu tilraun stjórnarapparatsins í borginni til að sópa upp brotunum og fara að byggja upp. Og gera nýja hluti með Finna sem fyrirmynd. Finnar hafa löngum haft það orð á sér að vera þunglyndir og drungalegir en ef íslendingar væru ekki meira og minna á geðprýðislyfjum væri ekki mikill munur á okkur, þannig að okkur ætti ekki að vera skotaskuld úr því að rífa okkur upp.
En að öðru sem er miklu alvarlegra - það berast þær fregnir að ákveðin tegund af nikótíntyggigúmmí sé ófáanlegt í New York og þar er nú skollið á neyðarástand. Nú er að bregðast myndarlega við því.
Reykjavík á krossgötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)