Amatörar

Alþingi eins og búðakassi já - þetta segja alþingismenn í dag. Bara verið að afgreiða málin - en hvers vegna?

Samkvæmt fréttum í kvöld er sem ungu tuddunum hafi verið hleypt út úr fjósinu hér um árið áður en girðingin var reist. Þeir hlupu út um víðan völl og óðu yfir allt sem fyrir þeim varð. Ekki nóg með það - kúabændur sátu bara og horfðu á - þeim datt ekki í hug að útbúa viðeigandi ramma og girðingar utan um þessa kálfa sem nutu frelsisins óheftir. Enn og aftur kemur í ljós hversu viðeigandi aðilar voru barnalegir og miklir amatörar þegar á reyndi. Nú eru sem sagt uppi efasemdir um að það séu til viðeigandi regluverk til að vinna þessi mál almennilega.

Ætli þessi Hrunadans verði ekki afskrifaður með "úbbs - æææ - leiðinlegt að þetta fór svona illa".   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband