Sambúð áfram eða ganga í hjónaband

Sálarstríð þjóðarinnar um hvort eigi að ganga í Evrópusambandið má líkja við hvort við eigum að ganga alla leið - ætlum við að vera áfram í óvígðri sambúð með ES eða ganga í hjónaband með þeim réttindum og fórnum sem því fylgja. Ekki undarlegt að þetta sé mikið sálarstríð hjá þjóð sem er svo sem ekkert að kippa sér upp við að fólk búi saman undir alls konar formerkjum. En nú stöndum við sem sagt frammi fyrir þessari stóru ákvörðun. Hinn aðilinn er svo sem alveg til í þetta hjónaband, en við verðum að vera búin að kippa í lag margvíslegri óráðsíu og geggjuðu hegðun og vera tilbúin til að deila því dýrmætasta sem við eigum. Skiljanlega erum við á nálum. Hvað missum við - og hvað fáum við? Svipaður kvíði fer í gegnum þann sem stendur frammi fyrir því að ganga í hjónaband.

Erum við orðin nógu fullorðin til að taka þetta skref? Evra í stað krónu er ekki málið, sjálfri fyndist mér léttir í því að nota gjaldmiðil sem hefur eitthvað öryggi á bak við sig. Ég er ekki með neina tilfinningalega eftirsjá eftir okkar maníska/depressíva gjaldmiðli sem ýmist bólgnar út og þenur sig allan eða lyppast niður og er ekki mönnum sinnandi. Þar fyrir utan ber enginn virðingu fyrir krónunni lengur eftir síðustu útbrot, ég mun aldrei líta hana sömu augum aftur.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Álfhóll

Dóra mín.  Það myndi ekki fara þér að hoppa í hjónaband með einum eða neinum nema geggjuðum ketti og stórskrítnum páfagauk. En gjörbreyttur veruleiki krefst uppstokkunar á allri fyrri hugsun.  Líka varðandi Evrópusambandið. 

Bestu kv. Vinkona þín

Álfhóll, 8.11.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Nei - biddu fyrir þér. Hjónaband er ekki fyrir mig enda hef ég nóg með mitt flókna heimilislíf. En EF hjónaband með ES er næsta skref þá hefur það kosti og galla.

Hvernig kemur þú annars úr ferðinni mikilfenglegu? Spennt að heyra á mánudaginn.

Halldóra Halldórsdóttir, 8.11.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband