Færsluflokkur: Bloggar
Svona á að gera þetta
30.1.2008 | 21:50
Alveg er þetta brilljant! Allt fullt af konum sem eru tilbúnar til að setjast í stjórnir fyrirtækjanna.
Það má segja svo margt um blessaða peningana - hér eru nokkrar skondnar tilvitnanir.
I'm living so far beyond my income that we may almost be said to be living apart.
e e cummings (1894 - 1962)
Lack of money is the root of all evil.
George Bernard Shaw (1856 - 1950)
The easiest way for your children to learn about money is for you not to have any.
Katharine Whitehorn
No matter how rich you become, how famous or powerful, when you die the size of your funeral will still pretty much depend on the weather.
Michael Pritchard
Konur bjóðast til að setjast í stjórnir fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað kallast þetta?
23.1.2008 | 01:07
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Málið leyst
16.1.2008 | 19:18
Nú er aftur kominn kippur í umræðuna um póst sem er oft óvelkominn í lúgur landsmanna. Það virðist vera að lögin séu hliðholl fyrirtækjunum sem vilja auglýsa sig á þennan hátt. Ég fer ekki ofan af því að ég tel mig hafa rétt á að velja hvað kemur inn í mitt hús án þess að þurfa að eyða tíma og peningum í að farga því. En á hringsóli mínu á blogginu sá ég hugmynd sem ég kolféll fyrir. Taka póstkassann af húsinu, fá mér pósthólf og sækja minn póst þegar ég vil.
En að all öðru. Þetta finnst mér ofsalega fyndið.
Capitalism and Cows
TRADITIONAL CAPITALISM -- You have two cows. You sell one and buy a bull. Your herd multiplies, and the economy grows. You sell them and retire on the income.
AN AMERICAN CORPORATION -- You have two cows. You sell one, and force the other to produce the milk of four cows. You are surprised when the cow drops dead.
FRENCH CORPORATION -- You have two cows. You go on strike because you want three cows.
A JAPANESE CORPORATION -- You have two cows. You redesign them so they are one-tenth the size of an ordinary cow and produce twenty times the milk. You then create clever cow cartoon images called Cowkimon(tm) and market them world-wide.
A GERMAN CORPORATION -- You have two cows. You re-engineer them so they live for 100 years, eat once a month, and milk themselves.
A BRITISH CORPORATION -- You have two cows. Both are mad.
AN ITALIAN CORPORATION -- You have two cows, but you don't know where they are. You break for lunch.
A RUSSIAN CORPORATION -- You have two cows. You count them and learn you have five cows. You count them again and learn you have 42 cows. You count them again and learn you have 12 cows. You stop counting cows and open another bottle of vodka.
A SWISS CORPORATION -- You have 5000 cows, none of which belong to you. You charge others for storing them.
A HINDU CORPORATION -- You have two cows. You worship them.
A CHINESE CORPORATION -- You have two cows. You have 300 people milking them. You claim full employment, high bovine productivity, and arrest the newsman who reported the numbers.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gáta er óleyst
11.1.2008 | 18:20
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fuglarnir á Barbados?
7.1.2008 | 20:36
Hvað er þetta með fuglana á Barbados? Silfur Egill Helgason, sem staddur er þar, birtir mynd á eyjan.is af fugli sem sýpur kaffi úr bolla á svölunum. Hér eru tvær fuglamyndir til viðbótar frá Barbados - sá grái er að sötra Pina Colada og sá svarti er að stela brauðmola úr höndunum á okkur. Djarfir og drykkfelldir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þessi heili...
5.1.2008 | 16:27
Við mæðgurnar erum að lesa óskaplega áhugaverða bók - The brain that changes itself, eftir Norman Doidge MD. Höfundurinn sækir allt það nýjasta sem er að gerast í rannsóknum á heilanum. Svo áhugavert og vekur svo mikla bjartsýni. Það hefur verið viðtekin skoðun lengi að ef heilinn verður fyrir skemmdum þá endurnýji hann sig ekki að ráði aftur - en hann virðist hafa takmarkalitla getu til að færa virknina bara yfir á önnur svæði. Höfundurinn segir að nú sé að verða "neuroplastic revolution" sem eigi eftir að hafa gríðarlega víðtæk áhrif á skilning okkar á til dæmis ást, kynlífi, sorg, samböndum, námi, fíkn, menningu, tækni og sálfræðimeðferðum.
Eitt dæmi: Eldri maður fékk massíft heilablóðfall og stórt svæði í heilanum skemmist. Hann varð ósjálfbjarga, rúmliggjandi með meiru. Sonur hans, verkfræðingur minnir mig, tekur pabba gamla til sín og þeir taka sig til og byrja bara upp á nýtt. Sá gamli er settur á gólfið og lærir að skríða, síðan að ganga með og til að gera langa sögu mjög stutta - eftir árið var hann farinn að kenna. Síðan gifti hann sig aftur og dó af hjartaslagi 10 árum síðar, í fjallgöngu. Bókin er mjög aðgengilega skrifuð með mörgum dæmum um fólk sem hefur á skapandi hátt breytt hugmyndum okkar á getu heilans til að breyta sér. Og frumkvöðlarnir eru oft þeir sem eru sjálfir að glíma við vandamál í sínum eigin heila. Spennandi!
p.s. Guðrún mín - ég get ekki neitað þér um nokkurn hlut eiginlega. Elsku láttu þér batna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Rauði risinn frá Ameríku
23.12.2007 | 11:03
Ég var stödd í biðsalnum í Leifsstöð um daginn að taka á móti dótturinni. Þar var slangur af fólki á öllum aldri að bíða eftir sinu fólki. Þá heyrist bjölluhljómur og inn kemur stór jólasveinn í eldrauðum Coca Colasveinabúningi með bjöllu í annari hendinni og kaffimál í hinni. "Ho ho ho" - sagði hann og sveiflaði bjöllunni og fór að tala við börnin. "Hvað ert þú að drekka væni minn" spurði hann dreng sem sat í kerru með flösku af einhverju í hendinni. "Skál" sagði rauði risinn síðan við drenginn sem sat orðlaus í kerrunni sinni. Ég leit yfir hópinn og sá þá það sem ég hef ekki tekið eftir áður - litlu börnin voru skelfd á svip - unglingarnir gáfu til kynna að þetta væri fremur hallærislegt en þeir fullorðnu og gráhærðu ljómuðu af fölskvalausri gleði. Ekki furða að þetta sé lífseigt fyrirbæri - rauði aðkomurisinn frá Ameríku - á meðan því er viðhaldið af fullorðnum börnum á öllum aldri.
"The genius of you Americans is that you never make clear-cut stupid moves, only complicated stupid moves which make us wonder at the possibility that there may be something to them which we are missing".
Gamel Abdel Nasser
"Americans always try to do the right thing -- after they've tried everything else".
Winston Churchill
"America is the only country that went from barbarism to decadence without civilization in between".
Oscar Wilde
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Öll óværan maður...
20.12.2007 | 11:22
Úffff - það fór soldið um mig við upptalninguna á öllu því lífríki sem fylgir rjúpunni blessaðri. Hef einu sinni smakkað hana fyrir mörgum árum og hún tengist ekki mínu jólahaldi - en upptalningin á allri óværunni og snýkjudýrunum sem hún hýsir fékk mig til að hugsa. Hvað er ég að láta ofan í mig með lambinu eða fiskinum eða kjúklingnum? Hvað með aðra villibráð? Það er engin leið að vita það. Ekki er ég öruggari hvað grænmetið varðar - alls kyns eitranir mögulegar þar. Niðurstaðan er sú að ég verð að treysta því að á hverjum degi komist ég klakklaust í gegnum þetta - borða allan mat án þess að fara á taugum yfir því hvaða ósýnilega óværa fylgir með. Treysta því að sýrurnar í meltingunni sjái um þetta allt. Ég er stundum hugsi yfir því hversu upptekin við erum af "hreinsunum" - eða hreinlífi. Það er verið að hreinsa líkama og sál með ýmsu móti - hugleiðslur, föstur og stólpipur og hvað veit ég. Hér er kannski komin skýringin á því. Ég sé tvær leiðir til að mæta þessu - hreinsa okkur að innan og utan þar til engin óværa þrífst í okkur eða á okkur eða hjá okkur eða - taka því að svona er lífið fjölbreytt og margrætt og styrkja frekar innri og ytri kerfi til að mæta þessu öllu.
"For every complex problem, there is a solution that is simple, neat, and wrong".H. L. Mencken
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þar kom að því
19.12.2007 | 16:39
Loksins virðast lög um dýravernd vera farin að virka gagnvart smádýrum. Þetta er ansi hægfara þróun finnst mér - við þekkjum að ill meðferð á þarfadýrum eins og kúm, hrossum og rollum hefur verið tekin nokkuð alvarlega stundum en heimilisdýr hafa ekki átt upp á pallborðið þar til nú.
Ég man þá tíð þegar lítil stelpa gekk alla leið úr Hlíðunum niður í bæ, þar sem dýralæknirinn bjó, með þröst sem hún fann vængbrotinn - dýralæknirinn gerði sér lítið fyrir og sneri þröstinn úr hálsliðnum fyrir framan hana með þeim orðum að það væri ekkert annað hægt að gera. Satt auðvitað - en enginn skilningur á tilfinningum barnsins.
Sektaður fyrir að skilja tvo kisa eftir í óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það nálgast...
16.12.2007 | 12:53
Les í Guardian í dag að sköpunarsinnar eru að leita að lóð í Englandi fyrir kristinn þema garð, líkan þeim sem er nú búið að opna í Florida. Ríkir menn eru orðnir hræddir um að unga kynslóðin sé að fara í hundana og lausnin er að ráðast að þróunarkenningunni. Garðurinn á sem sagt að leiða fólk í allan sannleikann um að Guð skapaði heiminn á einni viku.
Dæmigerð óttaviðbrögð - þegar óttinn og vanmátturinn tekur völdin verðum við ofur-íhaldssöm.
http://observer.guardian.co.uk/uk_news/story/0,,2228201,00.html
Önnur frétt frá Englandi er ógnvænleg, allur sá fjöldi barna sem gera alvarlegar sjálfsvígstilraunir, yfir 4000 börn undir 14 ára aldri á einu ári.
"The fact that a believer is happier than a skeptic is no more to the point than the fact that a drunken man is happier than a sober one."
George Bernard Shaw, Irish-born English playwright (1856-1950).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)