Þessi heili...

Við mæðgurnar erum að lesa óskaplega áhugaverða bók - The brain that changes itself, eftir Norman Doidge MD. Höfundurinn sækir allt það nýjasta sem er að gerast í rannsóknum á heilanum. Svo áhugavert og vekur svo mikla bjartsýni. Það hefur verið viðtekin skoðun lengi að ef heilinn verður fyrir skemmdum þá endurnýji hann sig ekki að ráði aftur - en hann virðist hafa takmarkalitla getu til að færa virknina bara yfir á önnur svæði. Höfundurinn segir að nú sé að verða "neuroplastic revolution" sem eigi eftir að hafa gríðarlega víðtæk áhrif á skilning okkar á til dæmis ást, kynlífi, sorg, samböndum, námi, fíkn, menningu, tækni og sálfræðimeðferðum.

Eitt dæmi: Eldri maður fékk massíft heilablóðfall og stórt svæði í heilanum skemmist. Hann varð ósjálfbjarga, rúmliggjandi með meiru. Sonur hans, verkfræðingur minnir mig, tekur pabba gamla til sín og þeir taka sig til og byrja bara upp á nýtt. Sá gamli er settur á gólfið og lærir að skríða, síðan að ganga með og til að gera langa sögu mjög stutta - eftir árið var hann farinn að kenna. Síðan gifti hann sig aftur og dó af hjartaslagi 10 árum síðar, í fjallgöngu. Bókin er mjög aðgengilega skrifuð með mörgum dæmum um fólk sem hefur á skapandi hátt breytt hugmyndum okkar á getu heilans til að breyta sér. Og frumkvöðlarnir eru oft þeir sem eru sjálfir að glíma við vandamál í sínum eigin heila. Spennandi!

p.s. Guðrún mín - ég get ekki neitað þér um nokkurn hlut eiginlega. Elsku láttu þér batna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Álfhóll

Takk, var  viss um að þið mæðgur væruð að kljást við eitthvað ögrandi.  Förum betur yfir þetta.............. þegar við hittumst.

Bestu kv. gj

Álfhóll, 5.1.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: Guðbjörg Jónsdóttir

En spennandi, Dóra. Áhugavert fyrirbæri þessi heili manns. Samkvæmt þessu á ég að geta farið að taka til hjá mér aftur, spennó.

Kærar kveðjur,

Guðbjörg

Guðbjörg Jónsdóttir, 6.1.2008 kl. 14:35

3 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Gaman að sjá þig hér aftur Guðbjörg mín - já það er allt gerlegt virðist vera. Heilinn elskar að læra nýtt - eru skilaboðin í bókinni. Það hefur þú sannarlega verið að gera undanfarið - og Guðrún líka - þið Indíafarar.

Halldóra Halldórsdóttir, 6.1.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband