Öll óværan maður...

Úffff - það fór soldið um mig við upptalninguna á öllu því lífríki sem fylgir rjúpunni blessaðri. Hef einu sinni smakkað hana fyrir mörgum árum og hún tengist ekki mínu jólahaldi - en upptalningin á allri óværunni og snýkjudýrunum sem hún hýsir fékk mig til að hugsa. Hvað er ég að láta ofan í mig með lambinu eða fiskinum eða kjúklingnum? Hvað með aðra villibráð? Það er engin leið að vita það. Ekki er ég öruggari hvað grænmetið varðar - alls kyns eitranir mögulegar þar. Niðurstaðan er sú að ég verð að treysta því að á hverjum degi komist ég klakklaust í gegnum þetta - borða allan mat án þess að fara á taugum yfir því hvaða ósýnilega óværa fylgir með. Treysta því að sýrurnar í meltingunni sjái um þetta allt. Ég er stundum hugsi yfir því hversu upptekin við erum af "hreinsunum" - eða hreinlífi. Það er verið að hreinsa líkama og sál með ýmsu móti - hugleiðslur, föstur og stólpipur og hvað veit ég. Hér er kannski komin skýringin á því. Ég sé tvær leiðir til að mæta þessu - hreinsa okkur að innan og utan þar til engin óværa þrífst í okkur eða á okkur eða hjá okkur eða - taka því að svona er lífið fjölbreytt og margrætt og styrkja frekar innri og ytri kerfi til að mæta þessu öllu.

"For every complex problem, there is a solution that is simple, neat, and wrong".H. L. Mencken


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hugsaði einmitt þetta sama þegar ég sá þessa frétt (humm þó hafði ég reyndar ekki áhyggjur af mér þar sem rjúpur fara ekki inn fyrir minn munn) en allir hinir sem rembast ár eftir ár að ná í þennan jólamat ...... með öllu því sem honum fylgir. jakk.

Ekki segja þetta um grænmetið Dóra mín.... ég ætti kannski bara alveg að flytja mig yfir í sælgæti ... humm engin eldamenska og ekkert uppvask - hljómar bara vel og bragðgott. segi svona.

Ertu búin að heyra eitthvað í Indlandsfaranum þ.e. fyrri Indlandsfaranum.

kv. Día

dia (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Það er sennilega nokkuð öruggt að engin smádýr haldi til í namminu - en hvort maður lifir mjög lengi á því veit ég ekki. Ekkert heyrt frá Indíafara nr. 1 - ekkert blogg heldur í gangi. Hvar ertu Guðbjörg?

Takk fyrir jólakortið það kom í dag - mikið er hún undurfögur prinsessan. Jólin hljóta að vera endalaus fögnuður hjá ykkur.

Kveðja til ykkar allara. Dóra

Halldóra Halldórsdóttir, 22.12.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband