Þar kom að því

Loksins virðast lög um dýravernd vera farin að virka gagnvart smádýrum. Þetta er ansi hægfara þróun finnst mér - við þekkjum að ill meðferð á þarfadýrum eins og kúm, hrossum og rollum hefur verið tekin nokkuð alvarlega stundum en heimilisdýr hafa ekki átt upp á pallborðið þar til nú.

Ég man þá tíð þegar lítil stelpa gekk alla leið úr Hlíðunum niður í bæ, þar sem dýralæknirinn bjó, með þröst sem hún fann vængbrotinn - dýralæknirinn gerði sér lítið fyrir og sneri þröstinn úr hálsliðnum fyrir framan hana með þeim orðum að það væri ekkert annað hægt að gera. Satt auðvitað - en enginn skilningur á tilfinningum barnsins.


mbl.is Sektaður fyrir að skilja tvo kisa eftir í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

hryllileg saga um þröstinn og barnið - en gott til þess að vita að blessuð gæludýrin og þeirra ættingjar séu að öðlast meiri réttindi, fólk sem er vont við dýr er brenglað, það er nú bara þannig...

halkatla, 19.12.2007 kl. 16:45

2 identicon

Já , "loksins" var líka það fyrsta sem kom upp í hugann hjá mér þegar ég byrjaði að lesa fréttina. .. Ef eftir því sem ég las lengra inn í fréttina þá sá ég að það er ekkert öðruvísi með dýraverndunarlög og dóma eins og allt annað í dómkerfinu hérna á Íslandi. Of væg viðurlög. Sjálf á ég tvær kisur, og tilhugsunin að einhver annar ætti þær og myndi svo bara einn daginn gengi út með þær langt í burtu og skildi þær eftir í reiðileysi, gerir mig svo reiða , ....  finnst 40þúsund vera ansi lítil skeinubót fyrir slíkt athæfi...

Vala (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 16:48

3 identicon

Svona fólk á ekki bara að borga sektir, heldur á það líka að vera dæmt í að hreinsa pissu-kassa í Kattholti í óákveðin tíma. Dýrin eru varnarlaus og okkur háð, og að koma svona fram við þau er óskiljanleg grimmd sem að hlýtur að leka yfir í aðrar hliðar hjá þessu hyski.  

Linda (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 17:27

4 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Það er reyndar góð hugmynd að dæma þetta fólk til að vinna við umhirðu á dýrum. Samfélagsvinna undir leiðsögn þeirra sem kunna til verka gæti kannski komið fólki í skilning um alvöru málsins.

Halldóra Halldórsdóttir, 19.12.2007 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband