Hvað kallast þetta?

Ja hérna. Valdarán í Ráðhúsinu númer tvö. Er að hlusta á Vilhjálm í Kastljósinu. Hann er að reyna að bjarga mannorði sínu með þessu - hugsar til þess hvernig sagan eigi eftir að fjalla um hans feril. Vill ekki enda hann sem lúser. En hvað með okkur borgarbúa og hvað með allan þann fjölda borgarstarfsmanna sem vita ekki sitt rjúkandi ráð þessar vikurnar. Hvernig líður svo þessum einstaklingum sem eru um borð í þessari nýju borgarstjórn? Ímynda mér að þeir sem hafa þokkalegt siðferði inni í sér séu nú með óbragð í munni. Það er eins og þetta fólk sé á leikskólaaldri - með plastskóflurnar á lofti - rífandi dótið af hvert öðru. Hvar eru þeir fullorðnu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Börnum á leikskóla dytti aldrei í hug að hegða sér svona.

En ég held að ég geti lofað þér því að þú færð svör við öllum þínum spurningum á föstudagskvöldið - a.m.k. vona ég að ég fá þau.

hlakka til að hitta ykkur

sjáumst

dia (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband