Háir bónusar of stressandi

Kemur í ljós að of stórir bónusar virka öfugt. BBC World Service var með viðtal við atferlis-hagfræðing í morgun. Þar var sagt frá lítilli rannsókn á því hvernig litlir og stórir bónusar hafa áhrif á fólk. Þrír hópar í sveitum Indlands voru fengnir til að leysa verkefni þar sem sköpun, frumkvæði og vinnusemi var lagt til grundvallar. Fyrsti hópurinn fékk að vita að hann fengi eins dags bónus fyrir að ljúka verkinu - annar hópurinn fékk hálfs mánaðar bónus og sá þriðji fékk að vita að hann fengi 6 mánað bónus fyrir að ljúka verkinu.

Það var lítill munur á fyrstu tveimur hópunum - þeir leystu sín verk. En sá þriðji - með risabónusinn fyrir framan sig - kom miklu slakar út. Skýringin var helst sú að þegar svona mikið fé var undir þá varð álagið og kvíðinn svo mikill að framleiðnin eða framtakið varð að engu.

Athyglisverð niðurstaða í ljósi þeirra tíma sem við lifum nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband