Að hafa stjórnina er heilsufarsmál

Þessi merkilega tilraun var gerð fyrir rúmum 30 árum á elliheimili nokkru. “PERSONAL POWER AND CONTROL CAN MAKE YOU HAPPIER AND HEALTHIER” http://my.opera.com/nephronjga/blog/

Þótt ótrúlegt megi virðast hefur niðurstaða rannsóknarinnar ekki orðið til þess að bylta starfsháttum elliheimila að ráði, þó er þetta sáraeinfalt. Þegar einstaklingur fékk að stjórna því hvernig pottaplöntu hann vildi hafa hjá sér og skilaboð um að plantan var á hans ábyrgð - þá hafði hann betri heilsu og lifði lengur en sá sem fékk afhenta plöntu og var sagt að starfsfólkið mundi sjá um hana. (mikil einföldun mín).

Þetta varpar ljósi á mjög margt - hversu stjórn á eigin lífi er gríðarlega mikilvæg andlegri og líkamlegri heilsu og vellíðan og hversu afdrifaríkt það getur verið að missa þessa stjórn. Margt kemur í hugann - fangelsisvist, gjaldþrot, heilusbrestur, að búa við ofbeldi.

Má segja að margir íslendingar séu nú að finna á eigin skinni hvernig það er að hafa ekki stjórn á jafn mikilvægu sviðið og eigin fjármálum og afkomu og framtíð. Og hversu góð tilfinningin var að ryðjast niður að Alþingi í vetur og sýna mátt okkar og megin í hruninu. Vanmátturinn er óþolandi.


Um árangursríkar meðferðir

Mér varð hugsað til þeirra mörgu og misvísandi skoðana sem hagfræðingar og aðrir sérfræðingar í peningamálum lýsa yfir þessi misserin. Það er nóg til að rugla mig og sennilega flesta sem eru ekki innvígðir í þessi fræði algjörlega í ríminu. Eftir stendur mannskapurinn ergilegur og hræddur, tilbúinn til að hlaupa ýmist til vinstri eða hægri - og síðan aftur til vinstri. Og er oft ansi orðljótur. Ekki að furða að allt samfélagið standi í ljósum logum.

Þá mundi ég eftir að sálfræðikenningar eru jafn margar ef ekki fleiri en hagfræðinga - og áhangendur hverrar kenningar eru jafnsannfærðir um ágæti eigin kenninga og hagfræðingarnir eru í sínum fræðum. Ég rakst á þessa grein.

The theraputic relationship is the most important ingredient in successful therapy.

Eftir Richard A. Singer.

Í greininni tekur hann fram 5 atriðið sem þerapistinn þarf að tileinka sér og sem eru grundvöllur þess að meðferðin skili árangri.

1. Therapist’s genuineness within the helping relationship.

2. Unconditional positive regard 

3. Empathy

4. Shared agreement on goals in therapy

5. Integrate humor in the relationship

http://www.selfgrowth.com/articles/Singer7.html

Það er sem sagt ekki kunnátta eða fjöldi titla sem gera góðan þerapista. Allt það er gott og gilt og gerir þerapistann glaðari og færir honum hærri laun og meiri virðingu en gerir hann ekki endilega góðan þerapista. Er hægt að nota þessa samlíkingu í raunum okkar nú? Kannski skiptir ekki öllu máli hvaða hagfræðikenning verður ofaná í samfélaginu - hvaða aðferð verður fyrir valinu í endurreisn efnahagskerfisins, enda virðast skoðanir í þeim geira líkjast meira trúarkenningum en vísindum. En hvað gerum við landsmenn á meðan? Sting uppá að við skoðum hvort við getum tileinkað okkur;

1. að vera ekta í samskiptum við náungann

2. skilyrðislaus jákvæð viðhorf til hvors annars

3. samhyggð

4. finna og vinna að sameiginlegum markmiðum

5. vefja kímni inn í samskipti okkar


Hrokafyllsta smáþjóð í heimi hér...

Fann þetta á heimasíðu Drezner nokkurs.   "Iceland has had its share of bad luck, and until recently had a political class that was by far the most incompetent in the OECD area (and the competition in this arena is admittedly intense).  Still, reading Sigurðardóttir's op-ed, I can see why Henry Kissinger once described Iceland as the most arrogant small country he had ever encountered." 


Hve há var leigan?

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort til er samantekt eða rannsókn á því hversu miklu fé bandaríkjastjórn (v/ varnarliðsins) hafi veitt árlega til íslenskra ríkisstjórna frá stríðslokum, hversu mikið þeir borguðu í leigu.

Mér er hugleikið að við íslendingar höfum ekki staðið á eigin fótum raunverulega fyrr en fyrir um nokkrum árum síðan þegar herinn fór sem gæti varpað einhverju ljósi á efnahagslega stöðu okkar í dag, að þegar við stóðum alveg ein loksins þá fór sem fór. Einnig datt mér í hug hvort hugmyndir stjórnarinnar að gera Ísland að fjármálaeyju norðursins hafi sprottið af þeirri vitneskju þeirra að herinn var á leiðinni að missa áhuga á veru hér.  Hversu miklir fjármunir komu inn í landið árlega vegna veru hersins? Veit það einhver?

Fagnaðarefni

Það er náttúrulega gríðarlega mikilvægt að karlar geti nálgast stinningarlyf á sem ódýrastan og aðgengilegastan hátt og að lyfjafyrirtæki fái að græða mikið á því. Linur limur er tákn um hvað...  að heimurinn sé að farast - að karlar séu að missa völdin?  Alla vega má engan gruna að karlmennskutáknið flaggi bara í hálfa stöng - þá kæmist sú skoðun á kreik að þeir gætu ekki stjórnað heiminum, fyrirtækjunum, herjunum. Rámar í fréttir um að Berlusconi á Ítalíu sé talinn eiga við risvandamál að stríða - þar er kannski komin skýringin á því hversu mikla áherslu maðurinn leggur á "karlmennsku" ímynd sína á kostnað þess að stýra landinu á réttlátan og skynsamlegan hátt. 

Á meðan lyfjaframleiðendur eru með hugann við budduna og þar af leiðandi við holdlegt ris karla eru gríðarlega mörg heilbrigðisvandamál sem bíða þess að þeir tími að eyða peningum í að sinna þeim.


mbl.is Samheitalyf Viagra á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem opnuðu hliðið bera ábyrgðina

Mér er svo ofboðslega misboðið. Nú leggja þingmenn og ráðherrar nótt við dag að finna nothæfa leið út úr þessu andsk... ástandi á meðan skuggaverur læðast með veggjum, innanlands og utan, innanflokka og utan. Reiðust er ég enn þeim illa upplýstu og vanhæfu mönnum sem voru upphafið að þessu - þeir stjórnmálamenn sem lögðu leikreglurnar og hleyptu þessum gráðugu úlfum út úr viðeigandi girðingum. Þeir áttu að sjá það fyrir (og voru á háum launum við það) að þegar þeir slepptu bönkunum lausum hér um árið mundi skriðan fara af stað - og að þeir sem væru kaldastir og best tengdir mundu æða af stað. Þeir fá vonandi makleg málagjöld sem eiga það skilið en ráðamenn sem opnuðu bankana fyrir þeim bera mesta ábyrgð. Hvað gerum við við þá?

Yfirgengilegt

40 þúsund manns keyptu 70 þúsund bíla - nánast tveir bílar á mann. Mér er orðavant.

Sighvatur Björgvinsson skrifar í vísi.is:
Samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðherra og íslenskra bílalánafyrirtækja festu 40 þúsund Íslendingar kaup á 70 þúsund bifreiðum með því að nýta sér milligöngu íslenskra banka til þess að slá jafnvirði 115 þúsund milljóna króna lán fyrir kaupunum frá breskum, hollenskum, þýskum, japönskum og svissneskum almenningi. Erlendir viðmælendur spyrja í forundran: „Er þetta svo? Gátu 40 þúsund Íslendingar labbað sig inn í íslenska banka og fengið lán í erlendum gjaldeyri til þess að kaupa bíla? Gerðu menn þetta virkilega?" Já, menn gerðu það virkilega. 40 þúsund einstaklingar meðal 320 þúsund manna þjóðar séu allir þegnarnir með taldir, reifabörn jafnt sem gamalmenni.


Kaupþingi banka liggur ekkert á

 Sem einn þeirra viðskiptavina sem voru fluttir hreppaflutningum úr SPRON í Kaupþing banka get ég tekið undir þessa frétt hjá Vísi. Sótti um flutning frá KB til MPbanka fyrir rúmum mánuði síðan en það er ekkert að ganga. Er búin að hringja, skrifa tölvupóst og fara á staðinn - var síðast sagt að KB væri með einn starfsmann í hálfu starfi við að sinna þessu.

http://visir.is/article/20090628/VIDSKIPTI06/680097951/-1


Þegar Óttinn tók völdin í landi sterkustu karla og fegurstu kvenna

Að fylgjast með skrifum og skrafi þjóðarinnar um Icesave málið er að hlusta á óttann og örvæntinguna sem undir liggur hjá flestum. Skiljanlega. Undir reiðinni er ótti, undir fúkyrðunum er ótti, undir spádómum um veðsetningu næstu 7 ættliða er ótti. Undir þeim skoðunum að best sé að borga ekki, loka landinu og éta það sem landið getur gefið af sér, er líka ótti.

En Óttinn er versti stjórnandi sem hugsast getur.  Hann lokar öllu, kæfir allt og afneitunin legst yfir eins og mara. Engar lausnir verða til í faðmi Óttans. Engin sköpun getur átt sér stað þegar Óttinn er við völd. Það má færa rök fyrir því að þegar íslensku athafnarmennirnir í stóru fyrirtækjunum og bönkunum ásamt embættismönnum og stjórnmálamönnum, sáu í hvað stefndi, svokallað credit crunch sem breiddist um heimsbyggðina eins og sinueldur - löngu áður en við almúginn höfðum hugmynd um það - þá fór Óttinn að stýra gjörðum þeirra. Við vitum hvernig það fór. Ef þau hefðu getað haldið Óttanum í skefjum og tekið skynsamlegar ákvarðanir værum við sennilega betur stödd. 

Látum ekki Óttann halda völdum sínum - tökumst á við þessi mál í samvinnu við nágranna okkar, semjum og stöndum við okkar skuldir. Þegar upp verður staðið og veröldin farin að róast þá munum við standa teinrétt við hlið annarra þjóða vitandi það að við getum borið höfuðið hátt. Bráðlega verðum við þjóð meðal þjóða og þá verður krútt - tímabili íslendinga lokið. Fram til þessa höfum við viljað vera spes - sterkustu karlarnir og fegurstu konurnar - álfar og tröll - herlaus þjóð - alltaf á sér-samningum því að við eru svo spes. Það eru aðeins örfá ár síðan við fórum að standa á eigin fótum - það var ekki fyrr en Bandaríkin sneru snarlega baki við okkur að við fundum að við vorum ekki undir neinum verndarvæng lengur. Fram til þess tíma gátum við verið unglingar meðal þjóða - nú erum við orðin fullorðin. Högum okkur samkvæmt því. 


Takið eftir aðferðunum, þær eru klassískar

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður stekkur fram á völlinn - einn af lögfræðingunum sem eru að vígbúast. Við munum sjá fleiri lögmenn sem hafa hag af að verja peningamennina nota allar aðferðir sem hugsast geta til að gera lítið úr (Valtýr ríkissaksóknari) þeim sem eru valdir til að sjá til botns í þeirri leðju sem efnahagshrunið er.

Nú er best að hafa augu og eyru opin til að koma í veg fyrir að þeim takist að eyðileggja rannsóknirnar (rannsóknarnefnd Alþingis) með því að gera þær ótrúverðugar. Sjálfri finnst mér athyglisvert að báðar þær sem er ráðist að núna eru konur. Hvers vegna eru þær hættulegastar?  Er það vegna þess að þær eru ekki innvígðar og innmúraðar í hagsmunatengslin og þar af leiðandi ekki auðvelt að þagga niður í þeim?  Dómsmálaráðherra er kannski líka hættuleg og óþekkt stærð fyrir þá. Þá verður hún gerð hlægileg og ómerk. Takið eftir aðferðunum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband