Er það lúxus að vera með heilar tennur eða nota gleraugu?

Umræðan um tannheilsu íslenskra barna er þörf. Ég man vel eftir baráttunni við að eiga fyrir tannlæknareikningunum á sínum tíma. Sjálfstæð móðir varð að raða reikningunum í forgangsröð og það var stundum stundarfreisting að fresta því að panta tíma hjá tannlækninum fyrir barnið. Mér er minnisstæð stundin þegar ég stóð frammi fyrir því að tannlæknirinn sagði að barnið þyrfti tannréttingar - þegar hann gaf upp verðið varð ég skyndilega ofsalega reið. Upphæðin var himinhá - miklu hærri en svo að það væri mögulegt að bæta henni við staflann af reikningunum.

Ég hætti við að fara með barnið í tannréttingar þótt það hræddi mig. Þegar hún varð fullorðin sagðist hún vera afar þakklát fyrir það að fá að hafa sín séreinkenni til munnsins í friði. Eitt er að sinna tannheilsu - annað að hræða foreldra til að fara í dýrar fegurðaraðgerðir eins og tannréttingar eru oft.

Hvers vegna eru tannlækningar og augnlækningar ekki hluti af þessari svokallaðri heilbrigðisþjónustu. Það er enginn lúksus að þurfa að nota gleraugu - eða vera með heilar tennur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta smarta

Góð grein hjá þér. 

Ég hef heldur aldrei skilið muninn á því að heyra illa eða sjá illa. 

Ef þú þarft heyrnartæki kemur Tryggingastofnun sterk inn með aðstoð, en ef þú sérð illa getur þú bara borgað sjálf/sjálfur.

Marta smarta, 15.5.2009 kl. 14:34

2 identicon

HEYR HEYR!!!!

Björg Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband