Hve há var leigan?

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort til er samantekt eða rannsókn á því hversu miklu fé bandaríkjastjórn (v/ varnarliðsins) hafi veitt árlega til íslenskra ríkisstjórna frá stríðslokum, hversu mikið þeir borguðu í leigu.

Mér er hugleikið að við íslendingar höfum ekki staðið á eigin fótum raunverulega fyrr en fyrir um nokkrum árum síðan þegar herinn fór sem gæti varpað einhverju ljósi á efnahagslega stöðu okkar í dag, að þegar við stóðum alveg ein loksins þá fór sem fór. Einnig datt mér í hug hvort hugmyndir stjórnarinnar að gera Ísland að fjármálaeyju norðursins hafi sprottið af þeirri vitneskju þeirra að herinn var á leiðinni að missa áhuga á veru hér.  Hversu miklir fjármunir komu inn í landið árlega vegna veru hersins? Veit það einhver?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband