Takið eftir aðferðunum, þær eru klassískar

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður stekkur fram á völlinn - einn af lögfræðingunum sem eru að vígbúast. Við munum sjá fleiri lögmenn sem hafa hag af að verja peningamennina nota allar aðferðir sem hugsast geta til að gera lítið úr (Valtýr ríkissaksóknari) þeim sem eru valdir til að sjá til botns í þeirri leðju sem efnahagshrunið er.

Nú er best að hafa augu og eyru opin til að koma í veg fyrir að þeim takist að eyðileggja rannsóknirnar (rannsóknarnefnd Alþingis) með því að gera þær ótrúverðugar. Sjálfri finnst mér athyglisvert að báðar þær sem er ráðist að núna eru konur. Hvers vegna eru þær hættulegastar?  Er það vegna þess að þær eru ekki innvígðar og innmúraðar í hagsmunatengslin og þar af leiðandi ekki auðvelt að þagga niður í þeim?  Dómsmálaráðherra er kannski líka hættuleg og óþekkt stærð fyrir þá. Þá verður hún gerð hlægileg og ómerk. Takið eftir aðferðunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband