Er ótti sama og virðing?

„Gamla hugmyndin er sú að þögn og fjarlægð skapi traust og virðingu. Þetta er haft eftir Jóni Steinar Gunnlaugssyni í Fréttablaðinu.  Þögn og fjarlægð í mannlegum samskiptum lýsir verulega trufluðum samskiptum og er þekkt kúgunaraðferð og ýtir undir ótta og fantasíur en ekki gegnæi og skilningi. Þögnin og fjarlægðin lýsir fyrirlitningu þess sem telur sig vera hafinn upp yfir aðra. Þessi aðferð er notuð til að halda fólki hræddu og óöruggu, og þannig er auðveldast að stjórna því. Það rifjast upp það sem maður nokkur lét út úr sér varðandi barnauppeldi, að best væri að halda krökkunum hræddum við sig - það tryggir virðingu þeirra. Ég held að þessi viðhorf séu að einhverju leita komin úr trúarbrögðunum - beinlínis að fólk beri óttablandna virðingu fyrir guðum sínum. Það flyst síðan yfir á barnauppeldi og inn í stofnanir samfélaganna.

Ef ég ber virðingu fyrir einhverjum þá hefur sá hinn sami verðskuldað hana með gerðum sínum. En ef ég er hrædd við einhvern - er það vegna þess að ég hef ástæðu til að halda að sá hinn sami vilji mér ekkert gott. Reginmunur á þessu.

Oppression can only survive through silence.Carmen de Monteflores 

Silence is the most perfect expression of scorn. George Bernard Shaw (1856 - 1950) 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Álfhóll

Góð Dóra  og spakmælin líka, minntu mig á að  nota  þau.....Þú ert ein af þeim sem hefur áunnið þér  virðingu mína.  Gj

Álfhóll, 16.3.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband