New York

Hilda og Dóra í New YorkNew York nótt

Lentum í Keflavík í morgun eftir vikudvöl í New York, allur hópurinn. Þetta var mikil upplifun. Undarlegt að koma til þessarar borgar i fyrsta sinn sem hefur leikið svo stórt hlutverk í huga manns. Hún er endalaust stór í sniðum og stórbrotin. Bygging Sameinuðu þjóðanna var yfirþyrmandi - þar er hægt að ganga endalaust um gangana og heyra og sjá fólk frá öllum heimshornum. Ég er ein af þeim sem ólst upp við að bera mikla virðingu fyrir og hafa miklar væntingar til SÞ - og ég hef enn þessa trú. Hugmyndin er svo stórfengleg. Húsið sjálft er barn síns tíma og er orðið snjáð og þreytt en samt dásamlegt.

 

Svo var svo gaman hvað tókst vel til með framlag okkar - salurinn lá í hlátri. Kannski einkennilegt þegar haft er í huga alvarleika verkefna okkar. En þessi þversögn er þó sönn.

 

Svo var það Metropolitan safnið - Central Park - Spamalot söngleikurinn - þakgarðurinn á hótelinu okkar, á 14 hæð, (myndir seinna) en samt vorum við eins og við rætur risabygginga á allar hliðar. Heimsókn til Ground Zero var áhrifamikil, sérstaklega að koma í litlu kirkjuna sem varð miðstöð björgunarliða og sjálfboðaliða. Síðast en ekki síst - the New Yorkers, fólkið sjálft sem var elskulegt og blátt áfram. Nema stöku óþolinmóður leigubílstjóri sem fannst við ekki vera nógu skýrar og fljótar að hugsa stundum.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Velkomnar heim allar saman!

Garún, 4.3.2008 kl. 00:04

2 identicon

hæ velkomin heim...

hvernær sæki ég pakkann minn ..... þennan frá búðinni í NY ?

bestu kveðjur

dia (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:42

3 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Búðirnar já - Apple búðin var ægifögur, sú flottasta. Sumar búðirnar voru svo stórar að mér féllust hendur og ráfaði stefnulaust um eins og vingull. Dótabúðirnar voru margar glæsilegar. Það var svo kalt í veðri að það var mjög oft gott ráð að skella sér inn í verslanir á milli þess að skella sér inn á kaffihús.

Halldóra Halldórsdóttir, 4.3.2008 kl. 19:35

4 Smámynd: Garún

Hvað er vingull???

Garún, 4.3.2008 kl. 19:39

5 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Það er ég - að rangla stefnulaust um í stórum verslunum í New York.

Halldóra Halldórsdóttir, 4.3.2008 kl. 19:56

6 Smámynd: Guðbjörg Jónsdóttir

Velkomnar heim, Sigamótakonur! Getum við fengið að heyra hvað var svona fyndið í ræðunni ykkar svo við getum hlegið líka, hí, hí. Annars er ég hjá Gyðunni minni í Odense og kem heim 30.mars.

Ég sé þig í anda rangla um eins og vingull í stórverslunum NY-borgar, Dóra mín. Hefði viljað vera fluga á vegg.

Guðbjörg Jónsdóttir, 9.3.2008 kl. 14:59

7 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Sæl Guðbjörg mín - mín bara alltaf að ferðast. Það sem var mest fyndið var kynning Matthildar á uppátækinu Óbeisluð fegurð fyrir vestan í fyrra. Hún sýndi 10 mínútna kafla úr myndinni. Óborganlega skemmtilegt. En erindi Guðrúnar okkar um kraftinn og gleiðina í starfinu okkar fékk líka góðar viðtökur - og karlanærbuxurnar okkar með orðunum "I´m responsible" framan á vakti mikla lukku líka.

Halldóra Halldórsdóttir, 9.3.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband