Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Rauði risinn frá Ameríku
23.12.2007 | 11:03
Ég var stödd í biðsalnum í Leifsstöð um daginn að taka á móti dótturinni. Þar var slangur af fólki á öllum aldri að bíða eftir sinu fólki. Þá heyrist bjölluhljómur og inn kemur stór jólasveinn í eldrauðum Coca Colasveinabúningi með bjöllu í annari hendinni og kaffimál í hinni. "Ho ho ho" - sagði hann og sveiflaði bjöllunni og fór að tala við börnin. "Hvað ert þú að drekka væni minn" spurði hann dreng sem sat í kerru með flösku af einhverju í hendinni. "Skál" sagði rauði risinn síðan við drenginn sem sat orðlaus í kerrunni sinni. Ég leit yfir hópinn og sá þá það sem ég hef ekki tekið eftir áður - litlu börnin voru skelfd á svip - unglingarnir gáfu til kynna að þetta væri fremur hallærislegt en þeir fullorðnu og gráhærðu ljómuðu af fölskvalausri gleði. Ekki furða að þetta sé lífseigt fyrirbæri - rauði aðkomurisinn frá Ameríku - á meðan því er viðhaldið af fullorðnum börnum á öllum aldri.
"The genius of you Americans is that you never make clear-cut stupid moves, only complicated stupid moves which make us wonder at the possibility that there may be something to them which we are missing".
Gamel Abdel Nasser
"Americans always try to do the right thing -- after they've tried everything else".
Winston Churchill
"America is the only country that went from barbarism to decadence without civilization in between".
Oscar Wilde
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Öll óværan maður...
20.12.2007 | 11:22
Úffff - það fór soldið um mig við upptalninguna á öllu því lífríki sem fylgir rjúpunni blessaðri. Hef einu sinni smakkað hana fyrir mörgum árum og hún tengist ekki mínu jólahaldi - en upptalningin á allri óværunni og snýkjudýrunum sem hún hýsir fékk mig til að hugsa. Hvað er ég að láta ofan í mig með lambinu eða fiskinum eða kjúklingnum? Hvað með aðra villibráð? Það er engin leið að vita það. Ekki er ég öruggari hvað grænmetið varðar - alls kyns eitranir mögulegar þar. Niðurstaðan er sú að ég verð að treysta því að á hverjum degi komist ég klakklaust í gegnum þetta - borða allan mat án þess að fara á taugum yfir því hvaða ósýnilega óværa fylgir með. Treysta því að sýrurnar í meltingunni sjái um þetta allt. Ég er stundum hugsi yfir því hversu upptekin við erum af "hreinsunum" - eða hreinlífi. Það er verið að hreinsa líkama og sál með ýmsu móti - hugleiðslur, föstur og stólpipur og hvað veit ég. Hér er kannski komin skýringin á því. Ég sé tvær leiðir til að mæta þessu - hreinsa okkur að innan og utan þar til engin óværa þrífst í okkur eða á okkur eða hjá okkur eða - taka því að svona er lífið fjölbreytt og margrætt og styrkja frekar innri og ytri kerfi til að mæta þessu öllu.
"For every complex problem, there is a solution that is simple, neat, and wrong".H. L. Mencken
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þar kom að því
19.12.2007 | 16:39
Loksins virðast lög um dýravernd vera farin að virka gagnvart smádýrum. Þetta er ansi hægfara þróun finnst mér - við þekkjum að ill meðferð á þarfadýrum eins og kúm, hrossum og rollum hefur verið tekin nokkuð alvarlega stundum en heimilisdýr hafa ekki átt upp á pallborðið þar til nú.
Ég man þá tíð þegar lítil stelpa gekk alla leið úr Hlíðunum niður í bæ, þar sem dýralæknirinn bjó, með þröst sem hún fann vængbrotinn - dýralæknirinn gerði sér lítið fyrir og sneri þröstinn úr hálsliðnum fyrir framan hana með þeim orðum að það væri ekkert annað hægt að gera. Satt auðvitað - en enginn skilningur á tilfinningum barnsins.
Sektaður fyrir að skilja tvo kisa eftir í óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það nálgast...
16.12.2007 | 12:53
Les í Guardian í dag að sköpunarsinnar eru að leita að lóð í Englandi fyrir kristinn þema garð, líkan þeim sem er nú búið að opna í Florida. Ríkir menn eru orðnir hræddir um að unga kynslóðin sé að fara í hundana og lausnin er að ráðast að þróunarkenningunni. Garðurinn á sem sagt að leiða fólk í allan sannleikann um að Guð skapaði heiminn á einni viku.
Dæmigerð óttaviðbrögð - þegar óttinn og vanmátturinn tekur völdin verðum við ofur-íhaldssöm.
http://observer.guardian.co.uk/uk_news/story/0,,2228201,00.html
Önnur frétt frá Englandi er ógnvænleg, allur sá fjöldi barna sem gera alvarlegar sjálfsvígstilraunir, yfir 4000 börn undir 14 ára aldri á einu ári.
"The fact that a believer is happier than a skeptic is no more to the point than the fact that a drunken man is happier than a sober one."
George Bernard Shaw, Irish-born English playwright (1856-1950).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barnaskapur
14.12.2007 | 20:03
Það sem fauk í mig um daginn er rokið úr mér enda er ég komin með endurnýjað bílastæðakort í bílrúðuna. Þar var mér sagt að nú gæti ég bara tekið upp tólið og hringt til að endurnýja... geri það að ári.
Annað sem gerir mig létta í lund í dag er að heimsókn til tannlæknisins er yfirstaðin. Það er með ólíkindum hvað óttinn við tannlækna er inngróinn - það fylgdi því enginn sársauki og varla óþægindi að setjast í stólinn í dag. En ég er barn sem gekk í Austurbæjarskólann þegar Týra tönn var þar að gera við tennur í börnum. Þvílík skelfing! Ég man að stundum var ég send með miða heim eftir tannskoðun þar sem foreldrum minum var ráðlagt að fara með mig til tannlæknis - ég afhenti þeim aldrei miðana. Síðan skemmdust bara tennurnar án vitundar foreldranna og auðvitað varð allt miklu verra þegar loksins komst upp um hugleysi mitt. Hryllingur. Ég er óskaplega hrifin af því hversu tannlækningum hefur fleygt fram. Tannlæknirinn minn fékk langdregnar lýsingar á því hversu viðkvæm ég væri fyrst þegar ég fór til hennar og fékk strax traust á henni þegar hún sagði mér að hún hafi farið að læra tannlækningar til að vinna á eigin ótta. Annað sem hún sagðist hafa verið hrædd við voru hundar - svo að hún fékk sér hund. Snilld!
Ég er barnalega stolt af mér að vera búin að fara til tannlæknis.
Thirty-five is when you finally get your head together and your body starts falling apart.
Caryn Leschen
I try to take one day at a time -- but sometimes several days attack me at once.
Jennifer Unlimited-
If you can't be a good example -- then you'll just have to be a horrible warning.
Catherine-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Urrrrrrrrrrrrr
8.12.2007 | 14:14
Það er freistandi að láta ergelsi sitt flakka á svona vettvangi - enda allar líkur á að aðrir borgarar hafi svipaðar reynslusögur í fórum sínum. Það var sem sagt í gær að ég áttaði mig á það bílastæðakortið mitt er útrunnið. Fékk reyndar vinsamlegan miða frá bílatæðavörðum, sem minntu mig á þetta. Eða minntu bílinn á það.
Ég hentist af stað til að leiðrétta þetta - og varð strax pitrruð á því að skrifstofa Bílastæðasjóðs er til húsa á einum versta stað í borginni hvað bílastæði varðar, neðarlega á Hverfisgötunni. Þegar inn var komið kom í ljós að ég þurfti að fá þar umsóknareyðublað, fara með það heim því að ég var ekki með upplýsingarnar á mér sem vantaði, skila því inn eftir helgina og síðan tekur það viku að fá það afhent. Á meðan mun ég sennilega borga straum af sektum þar sem ég bý og starfa á þannig svæðum.
Hvers vegna er ekki mögulegt að framkvæma þessa örlitlu aðgerð á netinu? Urrrrrrr. Þetta eru ekki ítarlegar eða flóknar upplýsingar sem þarf að skila inn og allt er þetta hvort eð er til í tölvukerfum stofnananna.
"The best team for operating a computer system consists of a man and a dog. The dog's job is to keep the man away from the system".
Roy Maxion
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pottakarlar - taka tvö
5.12.2007 | 17:32
Aftur stödd í heita pottinum í friði og ró.
Upphefst þá hávært samtal tveggja eldri karla sem sitja andspænis hver öðrum - eins langt frá hver öðrum og þeir komast. Það voru ekki fleiri en við þrjú í pottinum.
"Það er aldeilis þetta með FL group - bara milljarða tap" - hrópar annar.
"Og lífeyrissjóðirnir tapa milljónum á þessu" - kallar hinn á móti.
Ég ákvað að sitja ekki undir þessu þegjandi og segi, "er ekki þjóðráð að þið sitjið hlið við hlið í þessu samtali? Bara upp á rólegheitin". Passaði mig á að vera prúð.
"Nú - það er bara sona" segir annar snúðugt eftir smáþögn. Hann ætlaði að halda áfram að kalla yfir pottinn en hinn sagði þá "suss suss, við höfum of hátt". Þeir fluttu sig og settust hlið við hlið og héldu áfram sínu tali.
Allt annað líf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Trú og/eða siðir
1.12.2007 | 14:37
Kröftug og stundum óvægin umræða á blogginu um trú, trúboð í skólum og siðmennt fær mig til að skoða minn hug - en það er eitt af því sem ég kann að meta við þennan miðil.
Ég komst að þeirri niðurstöðu fyrir margt löngu að sú kristni sem mér var boðuð í æsku fjallaði nær eingöngu um feður og syni og heilaga anda - ekki um mæður og stelpur eins og mig. Ég var eins konar boðflenna í þessu samkvæmi. Nú - þá fór ég að leita eftir samfélagi sem bauð mig velkomna og skoðaði margt. Fann mér ekki samastað í neinum skipulögðum trúarbrögðum en viðaði að mér því sem hjarta mitt er sátt við. Það heitir ekkert sérstakt en er mitt leiðarljós í samskiptum við lífið. Þannig vil ég hafa það.
Jólin eru mér kær - þá er ljós sólarinnar að snúa til baka á þessum norðlægu slóðum. Sígrænt greni er tákn þess að lífið er ekki horfið, það kemur aftur eftir myrkur og kulda. Kærleikur til manna er lífvænlegri afstaða heldur en hatur og tortryggni - þetta gengur allt upp fyrir mér.
Trú þýðir að taka inn boðskap að utan og samþykkja hann, þannig verða til skipulögð trúarbrögð. Oftast boðskap sem misvitrir menn hafa túlkað upp úr gömlum handritum. Úr því hafa orðið til siðir og venjur og söfnuðir sem ófust inn í vef samfélagsins og stofnanir þess. En heimurinn tekur örum breytingum þessi árin og við virðumst vera illa í stakk búin til að taka á móti öðruvísi siðum og venjum, ekkert undarlegt við það heldur enda er íhaldssemin ein birtingamyndin á ótta við að vera að missa eitthvað. Við vitum kannski ekki alltaf hvað við gætum verið að missa - en þetta eru skiljanleg óttaviðbrögð. Sennilega er þá best að kynna sér eins vel og hægt er hvað þetta nýja er. Besta leiðin til að yfirstíga óttann er að mæta honum. Svo er aldrei að vita nema þetta nýja geri líf okkar betra.
"It is fear that first brought Gods into the world."
Gallus Petronius, Roman courtier and wit (1st cent.).
"Men become civilized, not in proportion to their willingness to believe, but in proportion to their readiness to doubt."
"H.L." Mencken, American editor and critic (1880-1956).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)